Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skrifar 12. nóvember 2020 13:02 Það eru margir sem hafa áhyggjur af ungu fólki í framhaldsskólum og stöðu þeirra á tímum kórónuveirunnar. Það er af hinu góða og vonandi ber okkur gæfa til að fara í gegnum þessa tíma án þess að unga fólkið beri af því varanlegan skaða. Mörg orð hafa fallið og sum þyngri en ástæða er til og sumar ályktanir sem hafa verið dregnar eru ekki í samræmi við sem er að gerast í framhaldsskólunum. Brottfall hefur ekki aukist, hvorki á vorönn 2020 né það sem af er liðið haustannar 2020. Samkvæmt tölum frá framhaldsskólunum hefur brottfall minnkað á báðum önnum. Þar er auðvitað ekki öll sagan sögð. Oft áður hafa nemendur hætt námi og farið í vinnu. Það er erfiðara fyrir nemendur að fá vinnu á Covid tímum en áður og sú staðreynd vinnur á móti brottfalli. Kannanir í skólum eins og MH, BHS og FG hafa ekki bent til þess að miklar breytingar hafi orðið á líðan nemenda. Auðvitað er þetta erfið staða og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í enn erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið. Hvað er framundan? Það standa öll spjót nú á sóttvarnaryfirvöldum, menntamálayfirvöldum og stjórnendum framhaldsskólanna að hleypa nemendum í meira mæli inn í skólana. Núverandi reglur segja að það skuli vera tveir metrar á milli allra innan skólans, hópar mega ekki vera stærri en tíu og að auki er bannað að fara á milli hópa. Meðan þessar reglur eru í gildi verður bóklegt nám að miklu leyti í fjarnámi og verklegt nám í listgreinum og iðnnámi skerðist að einhverju leyti. Á þessari stundu gilda ekki sömu reglur í framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskólanna. Nú er það undir sóttvarnaryfirvöldum komið hversu mikið verður opnað fyrir staðnám á næstu vikum. Öll opnun er til bóta en vissulega er erfiðra að aðlaga áfangaskóla að sóttvarnarhólfum en bekkjarskóla. Það er rétt að hafa í huga hvað skiptir nemendur mestu máli. Það er ekki hvort þeir eru 20, 40, 60 eða 100% í staðnámi. Fjarnám er líka nám og kennurum og nemendum fer stöðugt fram í því. Mikilvægast er fyrir nemendur að geta lifað sem eðlilegustu lífi. Hitt vini sína, skemmt sér og notið þess að stunda félagslíf og æfa íþróttir. Það skiptir nemendur mestu máli að brjóta þessa veiru á bak aftur. Að ná smitum í samfélaginu þannig niður að hægt sé að njóta meira félagslífs. Það eru ekki öll ungmenni í skóla Einnig er gott að átta sig á því að ekki eru öll ungmenni í skóla. Staða þeirra er oft verri en þeirra sem eru í skóla. Hagsmunir þeirra ungmenna er umfram allt að ná tökum á ástandinu þannig að hægt verði að opna fyrir sem eðlilegast líf. Það væri óskandi að kröftum þeirra sem hafa áhyggjur af ungu fólki beindust einnig að því að ná niður smitfjölda á Íslandi og vinna á móti tillögum sem vinna gegn þeim árangri sem við erum vonandi að ná í þeim efnum. Við höfum öll fært fórnir og unga fólkið ekki síst. Ef svo fer að við náum smitum niður á nýjan leik þá skiptir öllu að varðveita þann árangur þar til bóluefni kemur til sögunnar. Sem betur fer virðist vera sem sú bið sé að styttast. Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum. Ég er alls ekki á móti umræðu um málefni ungs fólks og gagnrýni er mjög mikilvæg. Það má alltaf gera betur og við erum opin fyrir frekari umræðu og tillögum um hvernig við getum mætt þörfum unga fólksins betur. Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Sjá meira
Það eru margir sem hafa áhyggjur af ungu fólki í framhaldsskólum og stöðu þeirra á tímum kórónuveirunnar. Það er af hinu góða og vonandi ber okkur gæfa til að fara í gegnum þessa tíma án þess að unga fólkið beri af því varanlegan skaða. Mörg orð hafa fallið og sum þyngri en ástæða er til og sumar ályktanir sem hafa verið dregnar eru ekki í samræmi við sem er að gerast í framhaldsskólunum. Brottfall hefur ekki aukist, hvorki á vorönn 2020 né það sem af er liðið haustannar 2020. Samkvæmt tölum frá framhaldsskólunum hefur brottfall minnkað á báðum önnum. Þar er auðvitað ekki öll sagan sögð. Oft áður hafa nemendur hætt námi og farið í vinnu. Það er erfiðara fyrir nemendur að fá vinnu á Covid tímum en áður og sú staðreynd vinnur á móti brottfalli. Kannanir í skólum eins og MH, BHS og FG hafa ekki bent til þess að miklar breytingar hafi orðið á líðan nemenda. Auðvitað er þetta erfið staða og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í enn erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið. Hvað er framundan? Það standa öll spjót nú á sóttvarnaryfirvöldum, menntamálayfirvöldum og stjórnendum framhaldsskólanna að hleypa nemendum í meira mæli inn í skólana. Núverandi reglur segja að það skuli vera tveir metrar á milli allra innan skólans, hópar mega ekki vera stærri en tíu og að auki er bannað að fara á milli hópa. Meðan þessar reglur eru í gildi verður bóklegt nám að miklu leyti í fjarnámi og verklegt nám í listgreinum og iðnnámi skerðist að einhverju leyti. Á þessari stundu gilda ekki sömu reglur í framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskólanna. Nú er það undir sóttvarnaryfirvöldum komið hversu mikið verður opnað fyrir staðnám á næstu vikum. Öll opnun er til bóta en vissulega er erfiðra að aðlaga áfangaskóla að sóttvarnarhólfum en bekkjarskóla. Það er rétt að hafa í huga hvað skiptir nemendur mestu máli. Það er ekki hvort þeir eru 20, 40, 60 eða 100% í staðnámi. Fjarnám er líka nám og kennurum og nemendum fer stöðugt fram í því. Mikilvægast er fyrir nemendur að geta lifað sem eðlilegustu lífi. Hitt vini sína, skemmt sér og notið þess að stunda félagslíf og æfa íþróttir. Það skiptir nemendur mestu máli að brjóta þessa veiru á bak aftur. Að ná smitum í samfélaginu þannig niður að hægt sé að njóta meira félagslífs. Það eru ekki öll ungmenni í skóla Einnig er gott að átta sig á því að ekki eru öll ungmenni í skóla. Staða þeirra er oft verri en þeirra sem eru í skóla. Hagsmunir þeirra ungmenna er umfram allt að ná tökum á ástandinu þannig að hægt verði að opna fyrir sem eðlilegast líf. Það væri óskandi að kröftum þeirra sem hafa áhyggjur af ungu fólki beindust einnig að því að ná niður smitfjölda á Íslandi og vinna á móti tillögum sem vinna gegn þeim árangri sem við erum vonandi að ná í þeim efnum. Við höfum öll fært fórnir og unga fólkið ekki síst. Ef svo fer að við náum smitum niður á nýjan leik þá skiptir öllu að varðveita þann árangur þar til bóluefni kemur til sögunnar. Sem betur fer virðist vera sem sú bið sé að styttast. Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum. Ég er alls ekki á móti umræðu um málefni ungs fólks og gagnrýni er mjög mikilvæg. Það má alltaf gera betur og við erum opin fyrir frekari umræðu og tillögum um hvernig við getum mætt þörfum unga fólksins betur. Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun