Mælt fyrir þungunarrofstillögu: „Skuldum pólskum konum samstöðu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 13:19 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður utan flokka. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið þjónustunnar hér á landi. Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Ef við ætlum að standa með frelsi og lýðræði í Evrópu, þá þurfum við að taka afstöðu,“ sagði Rósa á Alþingi í dag og bætti við að í tillögunni fælist afstaða með kvenréttindum í Evrópu. „Staða mannréttinda í Póllandi vekur bæði ugg og hrylling.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, veittu andsvör og spurðu báðir um mögulegan kostnað sem þessu gæti fylgt. Hvort ætlunin væri að setja á einhvern kvóta ef verulegur fjöldi myndi sækja í úrræðið. Rósa Björk sagði erfitt að ætla fjöldann og þar með kostnaðinn. Þá sagði hún íslenskt samfélag skulda pólskum konum samstöðu. Þúsundir pólskra kvenna hafi komið til Íslands að vinna í gegnum árin og greitt hér skatta og gjöld. Þær hafi verið lykilþáttur í uppgangi ferðaþjónustunnar og haldið uppi atvinnugreinum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um kostnað við tillöguna.visir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, sem einnig er flutningsmaður tillögunnar, sagðist ekki deila áhyggjum „þingkarlanna“. „Er ekki dálítið verið að dramatísera þetta úr öllu hófi miðað við raunveruleika þeirra kvenna sem velja að binda endi á þungun?“ spurði Andrés og benti á að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi færi fram með lyfjagjöf í heimahúsi. Ótti við að íslenskt heilbrigðiskerfi kikni undan álaginu hafi því verið blásinn upp. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið þjónustunnar hér á landi. Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Ef við ætlum að standa með frelsi og lýðræði í Evrópu, þá þurfum við að taka afstöðu,“ sagði Rósa á Alþingi í dag og bætti við að í tillögunni fælist afstaða með kvenréttindum í Evrópu. „Staða mannréttinda í Póllandi vekur bæði ugg og hrylling.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, veittu andsvör og spurðu báðir um mögulegan kostnað sem þessu gæti fylgt. Hvort ætlunin væri að setja á einhvern kvóta ef verulegur fjöldi myndi sækja í úrræðið. Rósa Björk sagði erfitt að ætla fjöldann og þar með kostnaðinn. Þá sagði hún íslenskt samfélag skulda pólskum konum samstöðu. Þúsundir pólskra kvenna hafi komið til Íslands að vinna í gegnum árin og greitt hér skatta og gjöld. Þær hafi verið lykilþáttur í uppgangi ferðaþjónustunnar og haldið uppi atvinnugreinum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um kostnað við tillöguna.visir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, sem einnig er flutningsmaður tillögunnar, sagðist ekki deila áhyggjum „þingkarlanna“. „Er ekki dálítið verið að dramatísera þetta úr öllu hófi miðað við raunveruleika þeirra kvenna sem velja að binda endi á þungun?“ spurði Andrés og benti á að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi færi fram með lyfjagjöf í heimahúsi. Ótti við að íslenskt heilbrigðiskerfi kikni undan álaginu hafi því verið blásinn upp.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira