Björgvin fékk þá umsögn að hann væri barn sem væri erfitt að elska Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2020 13:31 Björgvin Páll tekur þátt í herferðinni. „Það sem ég myndi vilja segja við ungan mig er, andaðu, slakaðu á og þetta verður allt í lagi,“ segir Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta í nýrri herferð SÍBS sem hófst í dag. Í herferðinni koma þekktir Íslendingar fram og ráðleggja ungu fólki. „Ég er strákurinn sem að beit kennarinn minn í fyrsta bekk, tekinn með hníf í skólanum í þriðja bekk, lagður inn á barna og unglingageðdeild og ég er líka strákurinn sem fékk þá umsögn í sveit að ég væri barn sem væri erfitt að elska og ef ég ætti að gefa sjálfum mér einhver ráð, ungum mér, þá væri það að slaka á, anda hægt og rólega og átta mig á því að það eru allir að reyna gera sitt besta og það eru allir einhvern veginn út af einhverju.“ Hér að neðan má sjá myndbrotið af Björgvini. Klippa: Björgvin fékk þá umsögn að hann væri barn sem væri erfitt að elska Í herferðinni er einnig rætt við leikarann Þröst Leó sem eignaðist sitt fyrsta barn nítján ára gamall. Þá hófst kapphlaupið og hann hefur ekki hætt að hlaupa síðan þá. Ef hann ætti að ráðleggja yngri sér eitthvað væri það að slaka aðeins á og njóta augnabliksins. Í auglýsingunni er notast við nýja tækni þar sem teknar eru gamlar myndir af Þresti og þær keyrðar í gegnum tölvuforrit og inn í auglýsinguna. Fyrir vikið þá yngist Þröstur Leó eftir því sem líður á auglýsinguna og er eins og hann var 19 ára þegar auglýsingin klárast. Þetta er sama aðferð og var notuð í The Irishman og fleiri kvikmyndum. Auglýsingin er tekin upp í gamla St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Allir veggir og annað, sem er heldur illa farið, breytast líka á meðan þessu stendur og verða fallegri eftir því sem líður á auglýsinguna. Klippa: Þröstur Leó yngist upp með hverri sekúndunni Auglýsinga- og markaðsmál Börn og uppeldi Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Sjá meira
„Það sem ég myndi vilja segja við ungan mig er, andaðu, slakaðu á og þetta verður allt í lagi,“ segir Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta í nýrri herferð SÍBS sem hófst í dag. Í herferðinni koma þekktir Íslendingar fram og ráðleggja ungu fólki. „Ég er strákurinn sem að beit kennarinn minn í fyrsta bekk, tekinn með hníf í skólanum í þriðja bekk, lagður inn á barna og unglingageðdeild og ég er líka strákurinn sem fékk þá umsögn í sveit að ég væri barn sem væri erfitt að elska og ef ég ætti að gefa sjálfum mér einhver ráð, ungum mér, þá væri það að slaka á, anda hægt og rólega og átta mig á því að það eru allir að reyna gera sitt besta og það eru allir einhvern veginn út af einhverju.“ Hér að neðan má sjá myndbrotið af Björgvini. Klippa: Björgvin fékk þá umsögn að hann væri barn sem væri erfitt að elska Í herferðinni er einnig rætt við leikarann Þröst Leó sem eignaðist sitt fyrsta barn nítján ára gamall. Þá hófst kapphlaupið og hann hefur ekki hætt að hlaupa síðan þá. Ef hann ætti að ráðleggja yngri sér eitthvað væri það að slaka aðeins á og njóta augnabliksins. Í auglýsingunni er notast við nýja tækni þar sem teknar eru gamlar myndir af Þresti og þær keyrðar í gegnum tölvuforrit og inn í auglýsinguna. Fyrir vikið þá yngist Þröstur Leó eftir því sem líður á auglýsinguna og er eins og hann var 19 ára þegar auglýsingin klárast. Þetta er sama aðferð og var notuð í The Irishman og fleiri kvikmyndum. Auglýsingin er tekin upp í gamla St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Allir veggir og annað, sem er heldur illa farið, breytast líka á meðan þessu stendur og verða fallegri eftir því sem líður á auglýsinguna. Klippa: Þröstur Leó yngist upp með hverri sekúndunni
Auglýsinga- og markaðsmál Börn og uppeldi Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Sjá meira