Björgvin fékk þá umsögn að hann væri barn sem væri erfitt að elska Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2020 13:31 Björgvin Páll tekur þátt í herferðinni. „Það sem ég myndi vilja segja við ungan mig er, andaðu, slakaðu á og þetta verður allt í lagi,“ segir Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta í nýrri herferð SÍBS sem hófst í dag. Í herferðinni koma þekktir Íslendingar fram og ráðleggja ungu fólki. „Ég er strákurinn sem að beit kennarinn minn í fyrsta bekk, tekinn með hníf í skólanum í þriðja bekk, lagður inn á barna og unglingageðdeild og ég er líka strákurinn sem fékk þá umsögn í sveit að ég væri barn sem væri erfitt að elska og ef ég ætti að gefa sjálfum mér einhver ráð, ungum mér, þá væri það að slaka á, anda hægt og rólega og átta mig á því að það eru allir að reyna gera sitt besta og það eru allir einhvern veginn út af einhverju.“ Hér að neðan má sjá myndbrotið af Björgvini. Klippa: Björgvin fékk þá umsögn að hann væri barn sem væri erfitt að elska Í herferðinni er einnig rætt við leikarann Þröst Leó sem eignaðist sitt fyrsta barn nítján ára gamall. Þá hófst kapphlaupið og hann hefur ekki hætt að hlaupa síðan þá. Ef hann ætti að ráðleggja yngri sér eitthvað væri það að slaka aðeins á og njóta augnabliksins. Í auglýsingunni er notast við nýja tækni þar sem teknar eru gamlar myndir af Þresti og þær keyrðar í gegnum tölvuforrit og inn í auglýsinguna. Fyrir vikið þá yngist Þröstur Leó eftir því sem líður á auglýsinguna og er eins og hann var 19 ára þegar auglýsingin klárast. Þetta er sama aðferð og var notuð í The Irishman og fleiri kvikmyndum. Auglýsingin er tekin upp í gamla St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Allir veggir og annað, sem er heldur illa farið, breytast líka á meðan þessu stendur og verða fallegri eftir því sem líður á auglýsinguna. Klippa: Þröstur Leó yngist upp með hverri sekúndunni Auglýsinga- og markaðsmál Börn og uppeldi Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Það sem ég myndi vilja segja við ungan mig er, andaðu, slakaðu á og þetta verður allt í lagi,“ segir Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta í nýrri herferð SÍBS sem hófst í dag. Í herferðinni koma þekktir Íslendingar fram og ráðleggja ungu fólki. „Ég er strákurinn sem að beit kennarinn minn í fyrsta bekk, tekinn með hníf í skólanum í þriðja bekk, lagður inn á barna og unglingageðdeild og ég er líka strákurinn sem fékk þá umsögn í sveit að ég væri barn sem væri erfitt að elska og ef ég ætti að gefa sjálfum mér einhver ráð, ungum mér, þá væri það að slaka á, anda hægt og rólega og átta mig á því að það eru allir að reyna gera sitt besta og það eru allir einhvern veginn út af einhverju.“ Hér að neðan má sjá myndbrotið af Björgvini. Klippa: Björgvin fékk þá umsögn að hann væri barn sem væri erfitt að elska Í herferðinni er einnig rætt við leikarann Þröst Leó sem eignaðist sitt fyrsta barn nítján ára gamall. Þá hófst kapphlaupið og hann hefur ekki hætt að hlaupa síðan þá. Ef hann ætti að ráðleggja yngri sér eitthvað væri það að slaka aðeins á og njóta augnabliksins. Í auglýsingunni er notast við nýja tækni þar sem teknar eru gamlar myndir af Þresti og þær keyrðar í gegnum tölvuforrit og inn í auglýsinguna. Fyrir vikið þá yngist Þröstur Leó eftir því sem líður á auglýsinguna og er eins og hann var 19 ára þegar auglýsingin klárast. Þetta er sama aðferð og var notuð í The Irishman og fleiri kvikmyndum. Auglýsingin er tekin upp í gamla St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Allir veggir og annað, sem er heldur illa farið, breytast líka á meðan þessu stendur og verða fallegri eftir því sem líður á auglýsinguna. Klippa: Þröstur Leó yngist upp með hverri sekúndunni
Auglýsinga- og markaðsmál Börn og uppeldi Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira