Hæstiréttur fellst á að taka mál fjármálastjóra WOW air fyrir Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. nóvember 2020 07:51 Skiptastjóri leggur ekki trúnað á að fjármálastjórinn hafi ekki komið að daglegum rekstri félagsins og vill því ekki samþykkja launakröfur hans sem forgangskröfur. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fyrrverandi fjármálastjóra WOW air en deilt er um hvort launakrafa fjármálastjórans, Stefáns Eysteins Sigurðssonar, verði viðurkennd sem forganskrafa í þrotabú WOW. Skiptastjórar búsins vilja meina að ekki sé um forgangskröfu að ræða enda eigi stjórnendur fyrirtækja eða svokallaðir nákomnir aðilar, ekki rétt á slíku. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu þó áður komist að þeirri niðurstöðu að Stefán Eysteinn væri ekki nákominn aðili, þrátt fyrir stöðu sína innan félagsins, en því vill skiptastjóri ekki una og fór því fram á það við Hæstarétt að málið verði tekið þar. Stefán var eins og áður sagði framkvæmdastjóri fjármálasviðs WOW air og sat hann í framkvæmdastjórn félagsins og var með prókúru umboð fyrir það. Skiptastjóri WOW er á því að það geri hann nákominn félagin í skilningi laganna en Stefán Eysteinn var því ósammála og því fór málið fyrir dóm. Sagður ekki hafa komið að daglegum rekstri Í dómi Landsréttar er vísað til þess að þrátt fyrir að Stefán Eysteinn hafi gegnt þessari stöðu innan WOW air hafi hann ekki stýrt daglegum rekstri félagsins og því ekki haft raunverulegar valdheimildir til að hafa áhrif á ákvarðanir félagsins og félli ekki undir hugtakið nákomnir í skilningi laganna. Skiptastjórinn, Þorsteinn Einarsson segir í rökstuðningi sínum fyrir kæruleyfi til Hæstaréttar að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og í andstöðu við skýr fordæmi Hæstaréttar og Landsréttar. Dómurinn hafi verið lítt rökstuddur og að rétturinn hafi engin rök fært fyrir þeirri niðurstöðu sinni að Stefán hafi í raun verið valdalaus innan WOW air. Mikið fordæmisgildi Þá hafi málið mikið fordæmisgildi, „enda felist í úrskurði Landsréttar að framkvæmdastjóri fjármálasviðs stórfyrirtækis, sem meðal annars var með prókúruumboð fyrir félagið og sérstaka heimild stjórnar þess til að skuldbinda það fyrir 500.000 til 1.000.000 bandaríkjadala hverju sinni, teljist ekki hafa verið nákominn félaginu við gjaldþrot þess,“ segir í rökstuðningi skiptastjóra. Hæstiréttur er sammála skiptastjóra um fordæmisgildi málsins þegar kæmi að skýringu á hugtakinu nákomnir í skilningi laganna og var beiðni um kæruleyfi því samþykkt. WOW Air Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fyrrverandi fjármálastjóra WOW air en deilt er um hvort launakrafa fjármálastjórans, Stefáns Eysteins Sigurðssonar, verði viðurkennd sem forganskrafa í þrotabú WOW. Skiptastjórar búsins vilja meina að ekki sé um forgangskröfu að ræða enda eigi stjórnendur fyrirtækja eða svokallaðir nákomnir aðilar, ekki rétt á slíku. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu þó áður komist að þeirri niðurstöðu að Stefán Eysteinn væri ekki nákominn aðili, þrátt fyrir stöðu sína innan félagsins, en því vill skiptastjóri ekki una og fór því fram á það við Hæstarétt að málið verði tekið þar. Stefán var eins og áður sagði framkvæmdastjóri fjármálasviðs WOW air og sat hann í framkvæmdastjórn félagsins og var með prókúru umboð fyrir það. Skiptastjóri WOW er á því að það geri hann nákominn félagin í skilningi laganna en Stefán Eysteinn var því ósammála og því fór málið fyrir dóm. Sagður ekki hafa komið að daglegum rekstri Í dómi Landsréttar er vísað til þess að þrátt fyrir að Stefán Eysteinn hafi gegnt þessari stöðu innan WOW air hafi hann ekki stýrt daglegum rekstri félagsins og því ekki haft raunverulegar valdheimildir til að hafa áhrif á ákvarðanir félagsins og félli ekki undir hugtakið nákomnir í skilningi laganna. Skiptastjórinn, Þorsteinn Einarsson segir í rökstuðningi sínum fyrir kæruleyfi til Hæstaréttar að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og í andstöðu við skýr fordæmi Hæstaréttar og Landsréttar. Dómurinn hafi verið lítt rökstuddur og að rétturinn hafi engin rök fært fyrir þeirri niðurstöðu sinni að Stefán hafi í raun verið valdalaus innan WOW air. Mikið fordæmisgildi Þá hafi málið mikið fordæmisgildi, „enda felist í úrskurði Landsréttar að framkvæmdastjóri fjármálasviðs stórfyrirtækis, sem meðal annars var með prókúruumboð fyrir félagið og sérstaka heimild stjórnar þess til að skuldbinda það fyrir 500.000 til 1.000.000 bandaríkjadala hverju sinni, teljist ekki hafa verið nákominn félaginu við gjaldþrot þess,“ segir í rökstuðningi skiptastjóra. Hæstiréttur er sammála skiptastjóra um fordæmisgildi málsins þegar kæmi að skýringu á hugtakinu nákomnir í skilningi laganna og var beiðni um kæruleyfi því samþykkt.
WOW Air Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira