Ron Klain verður starfsmannastjóri Hvíta hússins Telma Tómasson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. nóvember 2020 06:48 Ron Klain sést hér með Joe Biden. Þeir eru nánir samstarfsmenn til fjölda ára. Getty/Mark Wilson Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna er byrjaður að ráða í helstu lykilstöður í Hvíta húsinu. Í gær var tilkynnt að Ron Klain yrði starfsmannastjóri Hvíta hússins eftir forsetaskiptin í janúar. Klain er gríðarlega reynslumikill í stjórnsýslunni og hefur verið stoð og stytta Bidens í áratugi, bæði í öldungadeild Bandaríkjaþings og þegar hann var varaforseti. Þá fór Klain fyrir ebóluteymi Hvíta hússins í forsetatíð Baracks Obama þegar lítill faraldur ebólu braust út árið 2014. Klain var einnig nánasti aðstoðarmaður Als Gore, þáverandi varaforseta. Starfsmannastjóri Hvíta hússins er afar valdamikill. Hann sér meðal annars um dagskrá forsetans, er einn hans nánasti ráðgjafi og trúnaðarmaður. Starfsmannastjórinn er pólitískt skipaður og þarf því ekki samþykki þingsins. Klain hefur verið virkur í starfi Demókrataflokksins í tugi ára og tók meðal annars þátt í báðum kosningabaráttum Bills Clinton á tíunda áratugnum. Auk þess hefur Klain þjálfað fjölmarga forsetaframbjóðendur Demókrata fyrir kappræður, þar á meðal fyrrnefnda Clinton, Gore og Obama sem og Hillary Clinton, John Kerry og auðvitað Biden sjálfan. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna er byrjaður að ráða í helstu lykilstöður í Hvíta húsinu. Í gær var tilkynnt að Ron Klain yrði starfsmannastjóri Hvíta hússins eftir forsetaskiptin í janúar. Klain er gríðarlega reynslumikill í stjórnsýslunni og hefur verið stoð og stytta Bidens í áratugi, bæði í öldungadeild Bandaríkjaþings og þegar hann var varaforseti. Þá fór Klain fyrir ebóluteymi Hvíta hússins í forsetatíð Baracks Obama þegar lítill faraldur ebólu braust út árið 2014. Klain var einnig nánasti aðstoðarmaður Als Gore, þáverandi varaforseta. Starfsmannastjóri Hvíta hússins er afar valdamikill. Hann sér meðal annars um dagskrá forsetans, er einn hans nánasti ráðgjafi og trúnaðarmaður. Starfsmannastjórinn er pólitískt skipaður og þarf því ekki samþykki þingsins. Klain hefur verið virkur í starfi Demókrataflokksins í tugi ára og tók meðal annars þátt í báðum kosningabaráttum Bills Clinton á tíunda áratugnum. Auk þess hefur Klain þjálfað fjölmarga forsetaframbjóðendur Demókrata fyrir kappræður, þar á meðal fyrrnefnda Clinton, Gore og Obama sem og Hillary Clinton, John Kerry og auðvitað Biden sjálfan.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira