Ýmis fyrirtæki blómstra og engin hætta á vöruskorti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2020 13:42 Ólafur Stephensen segir skilaboðin til atvinnurekenda skýr. Ekki leita að undanþágum og standa með stjórnvöldum. Almannavarnir Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, segir að langstærstur hluti atvinnurekenda hér á landi reikni með því að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi eftir ár. Þá sagði hann 12 prósent fyrirtækja innan FA hafa aukið tekjur sínar á milli ára. „Það er ekki allt svart þótt erfitt sé hjá mörgum,“ sagði Ólafur á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Enginn vöruskortur í kortunum Ólafur sagði að innan FA séu mörg fyrirtæki í smærri kantinum eða í millistærð. Í könnunum sem samtökin hafi gert komi fram að þrátt fyrir erfiða tíma vegna kórónuveirufaraldursins telji yfirgnæfandi meirihluti að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi að ári. Þá ræddi hann störf fólks á bak við tjöldin hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sem hafi unnið þrekvirki að koma vörum til landsins svo aldrei sé neinn alvarlegur skortur í verslunum. Í byrjun faraldursins hefði ekki verið augljóst að þannig tækist að búa um hnútana. Ekki væri von á vöruskorti nú þegar jólin eru á næsta leyti. Litlar líkur séu á því og þá ekki í neinu sem telja mætti til lykilvara. Þá nefndi hann ljóst að ýmislegt mætti læra af faraldrinum. Þannig væru atvinnurekendur orðnir býsna góðir í að finna lausnir til að starfa á meðan hertum aðgerðum stendur. Ljóst væri að stjórnvöld og atvinnulíf gætu unnið vel saman á erfiðum tímum. Fyrirtæki standi með stjórnvöldum Ólafur nefndi á þeim nótum að FA hefði lagt áherslu á atvinnurekendur að leita allra ráða til að starfa innan þess ramma sem stjórnvöld setji á tímum kórónuveirufaraldursins. Það þurfi að standa með stjórnvöldum. „Það verður ekkert eðlilegt aftur nema við stöndum saman og vinnum saman.“ Tryggja þyrfti áframhaldandi rekstur innan þess ramma og forðast að leita undanþága frá reglum sem gildi í samfélaginu. Hann lagði þó áherslu á því að yfirvöld væru skýr og pössuðu upp á fyrirsjáanleika varðandi aðgerðir til að koma til móts við atvinnurekendur á þessum tímum. Lokunarstyrkir séu dæmi um það enda ljóst að hjá sumum fyrirtækjum sé óumflýjanlegt annað en að þau verði gjaldþrota. Brúarlánin misheppnuð Varðandi fyrirtækin innan FA þá eru stærri fyrirtækin með sterkara bakland og betra aðgengi að fjármagni. Faraldurinn reynist því minni fyrirtækjum heilt yfir verr en þeim stærri. Hann sagðist þó hafa nokkrar áhyggjur af því að úrræði stjórnvalda, og það fjármagn sem sett hefur verið til hliðar, sé ekki að nýtast nógu vel. Dæmi um það væri brúarlánin sem væru misheppnað úrræði og hafi ekki virkað. Þar megi líklega kenna um áhættu bankanna af slíkum lánum, sem sé of mikil. Úrræðið þurfi að endurskoða svo það gagnist fyrirtækjum. Þá nefndi hann að hjá 12 prósent fyrirtækja innan FA séu tekjur meiri en fyrir ári. Best gangi hjá þeim sem flytji inn og selji raftæki. Þá séu margir landsmenn að sinna viðhaldi og því gangi verslunum með aðföng í byggingariðnaði vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, segir að langstærstur hluti atvinnurekenda hér á landi reikni með því að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi eftir ár. Þá sagði hann 12 prósent fyrirtækja innan FA hafa aukið tekjur sínar á milli ára. „Það er ekki allt svart þótt erfitt sé hjá mörgum,“ sagði Ólafur á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Enginn vöruskortur í kortunum Ólafur sagði að innan FA séu mörg fyrirtæki í smærri kantinum eða í millistærð. Í könnunum sem samtökin hafi gert komi fram að þrátt fyrir erfiða tíma vegna kórónuveirufaraldursins telji yfirgnæfandi meirihluti að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi að ári. Þá ræddi hann störf fólks á bak við tjöldin hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sem hafi unnið þrekvirki að koma vörum til landsins svo aldrei sé neinn alvarlegur skortur í verslunum. Í byrjun faraldursins hefði ekki verið augljóst að þannig tækist að búa um hnútana. Ekki væri von á vöruskorti nú þegar jólin eru á næsta leyti. Litlar líkur séu á því og þá ekki í neinu sem telja mætti til lykilvara. Þá nefndi hann ljóst að ýmislegt mætti læra af faraldrinum. Þannig væru atvinnurekendur orðnir býsna góðir í að finna lausnir til að starfa á meðan hertum aðgerðum stendur. Ljóst væri að stjórnvöld og atvinnulíf gætu unnið vel saman á erfiðum tímum. Fyrirtæki standi með stjórnvöldum Ólafur nefndi á þeim nótum að FA hefði lagt áherslu á atvinnurekendur að leita allra ráða til að starfa innan þess ramma sem stjórnvöld setji á tímum kórónuveirufaraldursins. Það þurfi að standa með stjórnvöldum. „Það verður ekkert eðlilegt aftur nema við stöndum saman og vinnum saman.“ Tryggja þyrfti áframhaldandi rekstur innan þess ramma og forðast að leita undanþága frá reglum sem gildi í samfélaginu. Hann lagði þó áherslu á því að yfirvöld væru skýr og pössuðu upp á fyrirsjáanleika varðandi aðgerðir til að koma til móts við atvinnurekendur á þessum tímum. Lokunarstyrkir séu dæmi um það enda ljóst að hjá sumum fyrirtækjum sé óumflýjanlegt annað en að þau verði gjaldþrota. Brúarlánin misheppnuð Varðandi fyrirtækin innan FA þá eru stærri fyrirtækin með sterkara bakland og betra aðgengi að fjármagni. Faraldurinn reynist því minni fyrirtækjum heilt yfir verr en þeim stærri. Hann sagðist þó hafa nokkrar áhyggjur af því að úrræði stjórnvalda, og það fjármagn sem sett hefur verið til hliðar, sé ekki að nýtast nógu vel. Dæmi um það væri brúarlánin sem væru misheppnað úrræði og hafi ekki virkað. Þar megi líklega kenna um áhættu bankanna af slíkum lánum, sem sé of mikil. Úrræðið þurfi að endurskoða svo það gagnist fyrirtækjum. Þá nefndi hann að hjá 12 prósent fyrirtækja innan FA séu tekjur meiri en fyrir ári. Best gangi hjá þeim sem flytji inn og selji raftæki. Þá séu margir landsmenn að sinna viðhaldi og því gangi verslunum með aðföng í byggingariðnaði vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira