Gæðum fórnað ef ófaglærðir ganga í störfin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 11:49 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mynd/Daníel Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist hissa á nýrri skýrslu OECD og telur ummæli um afnám löggildingar í tilteknum starfsgreinum óskiljanleg. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins bendir á að Íslendingar hafi gengið lengra en önnur Evrópulönd í þessum efnum og að til séu aðrar leiðir. Í skýrslu OECD um samkeppnishindranir í bygginariðnaði og ferðaþjónustu er lagt til að Íslendingar fækki lögvernduðum starfsgreinum, sem eru rúmlega 170 talsins, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum iðnaðarins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir sláandi að Íslendingar hafi gengið lengst Evrópuþjóða í lögverndun, líkt og fram kemur í skýrslunni. Hann segir fleiri leiðir að markmiðum um gæði í byggingariðnaði til dæmis. „Það er hægt að setja kannski skýrar efnisreglur sem tryggja þessa hagsmuni en gera fleirum kleift að starfa á þessu sviði án þess að draga úr öryggi eða gæði bygginga,“ segir Páll. Sigrður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ósammála þessu. „Við erum bara svolítið hissa á þessum sjónarmiðum í skýrslunni og skiljum þau ekki alveg. Vegna þess að það sem mestu skiptir eru almannahagsmuni sem lúta að gæðum og fagmennsku.“ Hann segir neytendur eiga að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Aðsókn í iðnnám hafi aukist og að þar með fjölgi þeim sem starfa á sviðinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála og iðnaðarráðherra sagði í gær að fara þurfi yfir regluverkið og skoða hvort málefnalegar ástæður séu fyrir löggildingu. Sigurður segir skoðun á einherjum þáttum kannski tímabæra. „En mér finnst ekki rétt að smætta þetta mál niður í hattasaum eða söðlasmíði. Þetta er miklu stærra og brýnna mál og mikilvægara heldur en svo.“ OECD leggur til að löggilding bakara og ljósmyndara verði afnumin og að dregið verði úr reglubyrði fyrir smiði, rafvirkja, pípara, hönnuði, fasteignasala, arkitekta og verkfræðinga. „Þegar við erum að horfa á byggingariðnaðinn sé ég ekki og við hjá Samtökum iðnaðarins málefnaleg rök fyrir að afnema lögverndun þar. Ég sé ekki alveg hvernig við værum bættari með að láta ófaglært fólk vinna störf sem fagmenntað fólk gerir í dag, án þess að það bitni á gæðum eða þjónustu,“ segir Sigurður. Vinnumarkaður Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist hissa á nýrri skýrslu OECD og telur ummæli um afnám löggildingar í tilteknum starfsgreinum óskiljanleg. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins bendir á að Íslendingar hafi gengið lengra en önnur Evrópulönd í þessum efnum og að til séu aðrar leiðir. Í skýrslu OECD um samkeppnishindranir í bygginariðnaði og ferðaþjónustu er lagt til að Íslendingar fækki lögvernduðum starfsgreinum, sem eru rúmlega 170 talsins, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum iðnaðarins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir sláandi að Íslendingar hafi gengið lengst Evrópuþjóða í lögverndun, líkt og fram kemur í skýrslunni. Hann segir fleiri leiðir að markmiðum um gæði í byggingariðnaði til dæmis. „Það er hægt að setja kannski skýrar efnisreglur sem tryggja þessa hagsmuni en gera fleirum kleift að starfa á þessu sviði án þess að draga úr öryggi eða gæði bygginga,“ segir Páll. Sigrður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ósammála þessu. „Við erum bara svolítið hissa á þessum sjónarmiðum í skýrslunni og skiljum þau ekki alveg. Vegna þess að það sem mestu skiptir eru almannahagsmuni sem lúta að gæðum og fagmennsku.“ Hann segir neytendur eiga að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Aðsókn í iðnnám hafi aukist og að þar með fjölgi þeim sem starfa á sviðinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála og iðnaðarráðherra sagði í gær að fara þurfi yfir regluverkið og skoða hvort málefnalegar ástæður séu fyrir löggildingu. Sigurður segir skoðun á einherjum þáttum kannski tímabæra. „En mér finnst ekki rétt að smætta þetta mál niður í hattasaum eða söðlasmíði. Þetta er miklu stærra og brýnna mál og mikilvægara heldur en svo.“ OECD leggur til að löggilding bakara og ljósmyndara verði afnumin og að dregið verði úr reglubyrði fyrir smiði, rafvirkja, pípara, hönnuði, fasteignasala, arkitekta og verkfræðinga. „Þegar við erum að horfa á byggingariðnaðinn sé ég ekki og við hjá Samtökum iðnaðarins málefnaleg rök fyrir að afnema lögverndun þar. Ég sé ekki alveg hvernig við værum bættari með að láta ófaglært fólk vinna störf sem fagmenntað fólk gerir í dag, án þess að það bitni á gæðum eða þjónustu,“ segir Sigurður.
Vinnumarkaður Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira