Kaupsamningar ekki verið fleiri síðan 2007 Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. nóvember 2020 07:06 Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaði síðari hluta ársins. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Fasteignamarkaðurinn á Íslandi hefur verið í miklum blóma hér á landi undanfarna mánuði þrátt fyrir heimsfaraldur og efnahagskreppu og hefur hvert metið verið slegið á fætur öðru. Frá þessu er greint í nýútkominni skýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um fasteignamarkaðinn. Þar segir meðal annars, að sé litið til útgefinna kaupsamninga hafi þetta ár byrjað nokkuð eðlilega í samanburði við síðasta ár en kaupsamningum hafi svo tekið að fækka um leið og heimsfaraldur kórónuveirunnar náði hér fótfestu. Lifnaði yfir markaðnum þegar samkomubanni var aflétt Í kjölfar afléttingar samkomubanns og lækkunar vaxta Seðlabankans á vormánuðum lifnaði hins vegar verulega yfir fasteignamarkaðnum og hafa fasteignaviðskipti verið í hæstu hæðum síðan þá. Þannig var júlí metmánuður í fjölda útgefinna kaupsamninga fyrir stakar eignir og hafa þeir ekki verið fleiri frá árinu 2007. Og í skýrslunni segir enn fremur að það stefni allt í að september slái júlí við, þótt öll gögn liggi enn ekki fyrir. Í skýrslunni segir einnig að margt bendi þó til þess að toppnum hafi verið náð í september og að október hafi verið umsvifaminni. Kaupsamningum fjölgar í aðdraganda mestu kreppu í heila öld Samkvæmt skýrslu stofnunarinnar hefur fjöldi kaupsamninga aukist um 9% miðað við sama tímabil í fyrra og það þrátt fyrir að Ísland sé að sigla inn í mesta samdráttarskeið í heila öld. „Söluverð íbúða hefur sömuleiðis hækkað það sem af er ári og er meðaltalshækkunin á höfuðborgarsvæðinu um 3,7% sé miðað við pöruð viðskipti, þar sem verðbreytingin er mæld þegar eignin er seld öðru sinni, en hefur verið að meðaltali um 5% frá því í maí. Til viðmiðunar var meðaltalshækkun 2,2% á síðasta ári..“ segir ennfremur. Fyrstu kaupendur aldrei fleiri Á árinu var einnig slegið met í hlutfalli fyrstu kaupenda en nærri þrjátíu prósent allra fasteignakaupa á landinu á þriðja ársfjórðungi voru fyrstu kaup. „Hlutfallið lækkaði aðeins á öðrum ársfjórðungi, sem er eðlilegt í ljósi ástandsins, en hækkaði aftur á þriðja ársfjórðungi og mælist nú hærra en nokkru sinni fyrr, 32% á höfuðborgarsvæðinu og 31% á landsbyggðinni.“ Skýrsluhöfundar segja að aðgerðir stjórnvalda hafi auðveldað ungu fólki og tekjulágum að eignast íbúðir sem hefur án efa ýtt undir hækkun hlutfalls fyrstu kaupenda. Þar má til dæmis nefna skattfrjálsa ráðstöfun á séreignarsparnaði sem auðvelda fólki að byggja upp eigið fé til útborgunar. „Auk þess telur hagdeildin líklegt að í einhverjum tilfellum nýti foreldrar sér hagstæð kjör og aukið veðrými eftir því sem fasteignir hækka í verði og taki jafnvel lán og styðji börn sín við kaup á fyrstu eign.“ Húsnæðismál Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn á Íslandi hefur verið í miklum blóma hér á landi undanfarna mánuði þrátt fyrir heimsfaraldur og efnahagskreppu og hefur hvert metið verið slegið á fætur öðru. Frá þessu er greint í nýútkominni skýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um fasteignamarkaðinn. Þar segir meðal annars, að sé litið til útgefinna kaupsamninga hafi þetta ár byrjað nokkuð eðlilega í samanburði við síðasta ár en kaupsamningum hafi svo tekið að fækka um leið og heimsfaraldur kórónuveirunnar náði hér fótfestu. Lifnaði yfir markaðnum þegar samkomubanni var aflétt Í kjölfar afléttingar samkomubanns og lækkunar vaxta Seðlabankans á vormánuðum lifnaði hins vegar verulega yfir fasteignamarkaðnum og hafa fasteignaviðskipti verið í hæstu hæðum síðan þá. Þannig var júlí metmánuður í fjölda útgefinna kaupsamninga fyrir stakar eignir og hafa þeir ekki verið fleiri frá árinu 2007. Og í skýrslunni segir enn fremur að það stefni allt í að september slái júlí við, þótt öll gögn liggi enn ekki fyrir. Í skýrslunni segir einnig að margt bendi þó til þess að toppnum hafi verið náð í september og að október hafi verið umsvifaminni. Kaupsamningum fjölgar í aðdraganda mestu kreppu í heila öld Samkvæmt skýrslu stofnunarinnar hefur fjöldi kaupsamninga aukist um 9% miðað við sama tímabil í fyrra og það þrátt fyrir að Ísland sé að sigla inn í mesta samdráttarskeið í heila öld. „Söluverð íbúða hefur sömuleiðis hækkað það sem af er ári og er meðaltalshækkunin á höfuðborgarsvæðinu um 3,7% sé miðað við pöruð viðskipti, þar sem verðbreytingin er mæld þegar eignin er seld öðru sinni, en hefur verið að meðaltali um 5% frá því í maí. Til viðmiðunar var meðaltalshækkun 2,2% á síðasta ári..“ segir ennfremur. Fyrstu kaupendur aldrei fleiri Á árinu var einnig slegið met í hlutfalli fyrstu kaupenda en nærri þrjátíu prósent allra fasteignakaupa á landinu á þriðja ársfjórðungi voru fyrstu kaup. „Hlutfallið lækkaði aðeins á öðrum ársfjórðungi, sem er eðlilegt í ljósi ástandsins, en hækkaði aftur á þriðja ársfjórðungi og mælist nú hærra en nokkru sinni fyrr, 32% á höfuðborgarsvæðinu og 31% á landsbyggðinni.“ Skýrsluhöfundar segja að aðgerðir stjórnvalda hafi auðveldað ungu fólki og tekjulágum að eignast íbúðir sem hefur án efa ýtt undir hækkun hlutfalls fyrstu kaupenda. Þar má til dæmis nefna skattfrjálsa ráðstöfun á séreignarsparnaði sem auðvelda fólki að byggja upp eigið fé til útborgunar. „Auk þess telur hagdeildin líklegt að í einhverjum tilfellum nýti foreldrar sér hagstæð kjör og aukið veðrými eftir því sem fasteignir hækka í verði og taki jafnvel lán og styðji börn sín við kaup á fyrstu eign.“
Húsnæðismál Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira