Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 09:00 Félagarnir Donald Trump Bandaríkjaforseti og William Barr dómsmálaráðherra. Getty/Oliver Contreras-Pool William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Heimildin er gefin út þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um meint kosningasvik auk þess sem hefð hefur skapast fyrir því í Bandaríkjunum að hefja ekki rannsókn á meintu kosningasvindli fyrr en niðurstöður kosninga liggja endanlega fyrir. Niðurstöður bandarísku forsetakosninganna sem fram fóru fyrir viku síðan liggja ekki endanlega fyrir en fjölmiðlar og greinendur hafa lýst Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, sigurvegara þar sem hann hefur forskot í tilteknum lykilríkjum, meðal annars í Pennsylvaníu. Trump hefur ekki viðurkennt ósigur. Hann heldur því fram, án sannana, að Demókratar hafi svindlað í kosningunum, meðal annars með því að eiga við talningu atkvæða, og þannig tryggt sér sigurinn. Baráttan rétt að byrja Lögfræðiteymi Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna í nokkrum ríkjum og hyggst láta reyna á lögmæti niðurstöðunnar fyrir rétti. Keyleigh McEnany, talskona Trumps, sagði í gær að baráttan væri rétt að byrja. Þá segir Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, Trump hafa fullan rétt á því að setja spurningarmerki við niðurstöður kosninganna. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Samtökum ríkja í Norður- og Suður-Ameríku (OAS) sem höfðu eftirlit með framkvæmd kosninganna í síðustu viku segjast aftur á móti engar sannanir hafa fundið fyrir því að kosningasvik hafi átt sér stað. Kosningarnar hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Bendir ekki á nein sérstök dæmi um hugsanlegt svindl Fjallað er um ákvörðun Barr um að heimila rannsóknir á meintu kosningasvindli á vef AP en fréttastofan komst yfir minnisblað sem ráðherrann sendi ríkissaksóknurum í Bandaríkjunum í gær. Í minnisblaðinu skrifar Barr að rannsókn megi fara fram ef fyrir hendi séu skýrar og að því er virðist trúverðugar ásakanir um að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað, sem geti mögulega, ef satt reynist, haft áhrif á úrslit kosninganna í því tiltekna ríki. Þá segir Barr að fresta skuli athugunum á ásökunum sem augljóslega hafi ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna þar til eftir að niðurstöðurnar liggi endanlega fyrir. Í minnisblaðinu bendir Barr ekki á nein sérstök dæmi um meint svindl í kosningunum. Hann segir að það sé mikilvægt að bregðast við trúverðugum ásökunum í tæka tíð og með áhrifaríkum hætti. Á sama tíma sé þó einnig mikilvægt að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins gæti fyllstu varúðar og algjörrar sanngirni og hlutleysis. Hætti sem aðalsaksóknari kosningaglæpa Eftir að Barr sendi minnisblaðið barst starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins tölvupóstur frá Richard Pilger, aðalsaksóknara ráðuneytisins í kosningaglæpum. Í tölvupóstinum, sem New York Times hefur undir höndum, greindi hann frá því að hann hefði sagt upp starfi sínu sem aðalsaksóknari. Í ljósi nýrrar stefnu ráðuneytisins og þeirra afleiðinga sem hún gæti haft sæi hann sér ekki lengur fært að stjórna rannsóknarteymi kosningaglæpa. Í frétt AP segir að talið sé að Pilger verði þó áfram saksóknari í glæpadeild ráðuneytisins. Ríki hafa til 8. desember til þess að leysa úr hvers konar deilur sem kunna að koma upp vegna kosninganna, þar með talið málsóknum. Kjörmennirnir 538 hittast svo þann 14. desember og kjósa um forseta. Til að tryggja sér sigur í því kjöri þarf atkvæði að minnsta kosti 270 kjörmanna sem talið er að Biden hafi nú þegar tryggt sér. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Heimildin er gefin út þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um meint kosningasvik auk þess sem hefð hefur skapast fyrir því í Bandaríkjunum að hefja ekki rannsókn á meintu kosningasvindli fyrr en niðurstöður kosninga liggja endanlega fyrir. Niðurstöður bandarísku forsetakosninganna sem fram fóru fyrir viku síðan liggja ekki endanlega fyrir en fjölmiðlar og greinendur hafa lýst Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, sigurvegara þar sem hann hefur forskot í tilteknum lykilríkjum, meðal annars í Pennsylvaníu. Trump hefur ekki viðurkennt ósigur. Hann heldur því fram, án sannana, að Demókratar hafi svindlað í kosningunum, meðal annars með því að eiga við talningu atkvæða, og þannig tryggt sér sigurinn. Baráttan rétt að byrja Lögfræðiteymi Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna í nokkrum ríkjum og hyggst láta reyna á lögmæti niðurstöðunnar fyrir rétti. Keyleigh McEnany, talskona Trumps, sagði í gær að baráttan væri rétt að byrja. Þá segir Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, Trump hafa fullan rétt á því að setja spurningarmerki við niðurstöður kosninganna. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Samtökum ríkja í Norður- og Suður-Ameríku (OAS) sem höfðu eftirlit með framkvæmd kosninganna í síðustu viku segjast aftur á móti engar sannanir hafa fundið fyrir því að kosningasvik hafi átt sér stað. Kosningarnar hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Bendir ekki á nein sérstök dæmi um hugsanlegt svindl Fjallað er um ákvörðun Barr um að heimila rannsóknir á meintu kosningasvindli á vef AP en fréttastofan komst yfir minnisblað sem ráðherrann sendi ríkissaksóknurum í Bandaríkjunum í gær. Í minnisblaðinu skrifar Barr að rannsókn megi fara fram ef fyrir hendi séu skýrar og að því er virðist trúverðugar ásakanir um að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað, sem geti mögulega, ef satt reynist, haft áhrif á úrslit kosninganna í því tiltekna ríki. Þá segir Barr að fresta skuli athugunum á ásökunum sem augljóslega hafi ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna þar til eftir að niðurstöðurnar liggi endanlega fyrir. Í minnisblaðinu bendir Barr ekki á nein sérstök dæmi um meint svindl í kosningunum. Hann segir að það sé mikilvægt að bregðast við trúverðugum ásökunum í tæka tíð og með áhrifaríkum hætti. Á sama tíma sé þó einnig mikilvægt að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins gæti fyllstu varúðar og algjörrar sanngirni og hlutleysis. Hætti sem aðalsaksóknari kosningaglæpa Eftir að Barr sendi minnisblaðið barst starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins tölvupóstur frá Richard Pilger, aðalsaksóknara ráðuneytisins í kosningaglæpum. Í tölvupóstinum, sem New York Times hefur undir höndum, greindi hann frá því að hann hefði sagt upp starfi sínu sem aðalsaksóknari. Í ljósi nýrrar stefnu ráðuneytisins og þeirra afleiðinga sem hún gæti haft sæi hann sér ekki lengur fært að stjórna rannsóknarteymi kosningaglæpa. Í frétt AP segir að talið sé að Pilger verði þó áfram saksóknari í glæpadeild ráðuneytisins. Ríki hafa til 8. desember til þess að leysa úr hvers konar deilur sem kunna að koma upp vegna kosninganna, þar með talið málsóknum. Kjörmennirnir 538 hittast svo þann 14. desember og kjósa um forseta. Til að tryggja sér sigur í því kjöri þarf atkvæði að minnsta kosti 270 kjörmanna sem talið er að Biden hafi nú þegar tryggt sér.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira