Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, biðlaði í dag til nágrannalandanna að taka saman höndum til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni í kjölfar ósigurs Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum.
Trump hefur á undanförnum árum litið minna til málefna Mið-Austurlanda en forverar hans en tekið harða afstöðu í málefnum Íran, til dæmis þegar hann dró Bandaríkin einhliða úr kjarnorkusamkomulagi sem Íran, Bandaríkin og fleiri ríki skrifuðu undir. Í kjölfarið gaf Trump út tilskipun um að Íran skyldi beitt viðskiptaþvingunum og var mikil spenna á milli ríkjanna tveggja, sérstaklega um mitt síðasta ár.
.
— Javad Zarif (@JZarif) November 8, 2020
.
.
.
„Trump er farinn en við og nágrannar okkar verðum hérna áfram,“ tísti Zarif í dag.
„Við réttum út sáttahönd til nágranna okkar í von um að geta sameinast í baráttunni um að tryggja sameiginlega hagsmuni þjóða okkar og ríkja. Við biðlum til allra að taka þátt í samtali og teljum það einu leiðina til þess að binda endi á erjur og spennu. Saman munum við tryggja betri framtíð fyrir löndin okkar,“ skrifaði Zarif.
The American people have spoken.
— Javad Zarif (@JZarif) November 8, 2020
And the world is watching whether the new leaders will abandon disastrous lawless bullying of outgoing regime and accept multilateralism, cooperation & respect for law.
Deeds matter most
Iran's record: dignity, interest & responsible diplomacy.