Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2020 08:43 Jared Kushner (t.v.) er sagður hafa reynt að fá Trump forseta til að íhuga að viðurkenna ósigur í kosningunum. Í gær var staðfest að Joe Biden hefði borið sigurorð af forsetanum. Win McNamee/Getty Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Frá þessu greinir CNN og vísar til tveggja heimildarmanna. Hingað til hefur ekkert bent til þess að Trump sé tilbúinn að viðurkenna ósigur, sem varð ljós í gær eftir að Joe Biden vann sigur í lykilríkinu Pennsylvaníu og tryggði sér þannig þann fjölda kjörmanna sem þarf til þess að standa uppi sem sigurvegar í kosningunum. Í yfirlýsingu sem forsetinn gaf út skömmu eftir að sigurinn varð ljós sagði forsetinn að Biden hefði „drifið sig að segjast ranglega vera sigurvegari kosninganna.“ Sagði hann einnig að kosningarnar væru „langt frá því að vera búnar.“ „Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin hefur fengið þá talningu atkvæða sem hún á skilið og lýðræðið krefst,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að barátta framboðs forsetans í dómssölum, sem háð verður með það fyrir augum að halda honum í embætti, hefjist á morgun, mánudag. Hvorki Trump né nokkur á hans bandi hefur fært sönnur fyrir háværum og ítrekuðum ásökunum um kosningasvindl, svik, eða nokkru öðru vafasömu í tengslum við framkvæmd kosninganna. Hefð sem hefur ekki lagaleg áhrif Hefð hefur verið fyrir því að sá forsetaframbjóðandi hefur þurft að lúta í gras setji sig í samband við sigurvegarann þegar úrslitin eru ljós, viðurkenni ósigur og óski mótframbjóðandanum til hamingju með sigurinn. Þetta hefur Trump ekki gert. Það að hann viðurkenni ekki ósigur hefur þó ekki áhrif á úrslit kosninganna á nokkurn hátt, né þau stjórnarskipti sem fara fram 20. janúar næstkomandi. Ryan Nobles, fréttamaður CNN, greinir frá því að lítið hafi heyrst frá Hvíta húsinu í tengslum við málið, fyrir utan það að Kushner, sem er einn þeirra ráðgjafa sem Trump hefur reitt sig hvað mest á, hafi rætt málið við forsetann og muni mögulega halda áfram að reyna að fá forsetann til að íhuga þann möguleika að viðurkenna ósigur. Þá segir Kate Bedingfield, settur kosningastjóri Biden-framboðsins, að engin samskipti hefðu átt sér stað milli herbúða Trumps forseta og Bidens, nýkjörins forseta, eftir að úrslitin voru ljós. Fyrir kosningar neitaði Trump raunar að gefa upp hvort hann myndi viðurkenna úrslit kosninganna, færi svo að honum mislíkaði þau. Í júlí á þessu ári var forsetinn spurður hvort hann myndi viðurkenna ósigur, en sagðist ekki vilja staðfesta neitt slíkt. „Ég verð að sjá til. Ég ætla ekki bara að svara játandi. Ég ætla heldur ekki að svara neitandi, ég gerði það ekki heldur síðast,“ sagði Trump þá, og vísaði til þess að hann hefði ekki gefið út neinar yfirlýsingar af þessum meiði fyrir kosningarnar 2016, sem hann vann. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Frá þessu greinir CNN og vísar til tveggja heimildarmanna. Hingað til hefur ekkert bent til þess að Trump sé tilbúinn að viðurkenna ósigur, sem varð ljós í gær eftir að Joe Biden vann sigur í lykilríkinu Pennsylvaníu og tryggði sér þannig þann fjölda kjörmanna sem þarf til þess að standa uppi sem sigurvegar í kosningunum. Í yfirlýsingu sem forsetinn gaf út skömmu eftir að sigurinn varð ljós sagði forsetinn að Biden hefði „drifið sig að segjast ranglega vera sigurvegari kosninganna.“ Sagði hann einnig að kosningarnar væru „langt frá því að vera búnar.“ „Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin hefur fengið þá talningu atkvæða sem hún á skilið og lýðræðið krefst,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að barátta framboðs forsetans í dómssölum, sem háð verður með það fyrir augum að halda honum í embætti, hefjist á morgun, mánudag. Hvorki Trump né nokkur á hans bandi hefur fært sönnur fyrir háværum og ítrekuðum ásökunum um kosningasvindl, svik, eða nokkru öðru vafasömu í tengslum við framkvæmd kosninganna. Hefð sem hefur ekki lagaleg áhrif Hefð hefur verið fyrir því að sá forsetaframbjóðandi hefur þurft að lúta í gras setji sig í samband við sigurvegarann þegar úrslitin eru ljós, viðurkenni ósigur og óski mótframbjóðandanum til hamingju með sigurinn. Þetta hefur Trump ekki gert. Það að hann viðurkenni ekki ósigur hefur þó ekki áhrif á úrslit kosninganna á nokkurn hátt, né þau stjórnarskipti sem fara fram 20. janúar næstkomandi. Ryan Nobles, fréttamaður CNN, greinir frá því að lítið hafi heyrst frá Hvíta húsinu í tengslum við málið, fyrir utan það að Kushner, sem er einn þeirra ráðgjafa sem Trump hefur reitt sig hvað mest á, hafi rætt málið við forsetann og muni mögulega halda áfram að reyna að fá forsetann til að íhuga þann möguleika að viðurkenna ósigur. Þá segir Kate Bedingfield, settur kosningastjóri Biden-framboðsins, að engin samskipti hefðu átt sér stað milli herbúða Trumps forseta og Bidens, nýkjörins forseta, eftir að úrslitin voru ljós. Fyrir kosningar neitaði Trump raunar að gefa upp hvort hann myndi viðurkenna úrslit kosninganna, færi svo að honum mislíkaði þau. Í júlí á þessu ári var forsetinn spurður hvort hann myndi viðurkenna ósigur, en sagðist ekki vilja staðfesta neitt slíkt. „Ég verð að sjá til. Ég ætla ekki bara að svara játandi. Ég ætla heldur ekki að svara neitandi, ég gerði það ekki heldur síðast,“ sagði Trump þá, og vísaði til þess að hann hefði ekki gefið út neinar yfirlýsingar af þessum meiði fyrir kosningarnar 2016, sem hann vann.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22
Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30
Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09