Fornbókabúðin á Klapparstíg opnar útibú í húsnæði Máls og menningar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 21:58 Ari Gísli Bragason, eigandi fornbókabúðarinnar Bókin á Klapparstíg, opnar útibú í kjallara Máls og menningar á Laugavegi. Vísir/Facebook Fornbókabúðin Bókin, sem staðsett er á horni Klapparstígs og Hverfisgötu mun opna útibú í kjallara Laugavegar 18, þar sem Mál og menning var áður til húsa. Útibúið verður staðsett í kjallaranum en á efri hæðunum verður opnaður tónleikastaður og kaffihús að sögn Ara Gísla Bragasonar, eiganda Bókarinnar. Ari Gísli opnar útibúið í samstarfi við Garðar Kjartansson, veitingamann. Stefnt er á að opna staðinn þann 1. desember eða eftir því sem kórónuveirufaraldurinn leyfir. Ari segir líklegt að það verði ekki fyrr en eftir áramót. Kæru vinir og vinkonur allar. Í dag opna ég bókabúðina mína Bókin Klapparstíg 25-27, lokað hefur verið 2 vikur. Búðin...Posted by Ari Gísli Bragason on Sunday, October 25, 2020 „Við erum bara að koma okkur fyrir í kjallaranum og ég verð þarna með einhverjar 25 þúsund bækur til sölu. Svo fer það bara eftir kóvitinu hvenær við náum að opna,“ segir Ari Gísli í samtali við fréttastofu. Garðar hefur undirritað tíu ára leigusamning við eigendur húsnæðis Máls og menningar. „Þetta verður hús tónlistar, bókmennta og lista,“ sagði Garðar í samtali við Vísi í byrjun október. Stefnt er að því að hafa líflegt í húsinu og er stefnt að því að þar verði lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Húsnæðið mun áfram bera nafnið Mál og menning. Bókin á Klapparstíg verður áfram opin fyrir bókmenntaáhugamenn og virðast einhverjir netverjar spenntir fyrir nýju útibúi Bókarinnar. Bókavarðan er flytja upp á Laugaveg í stað M og M.Vissuð þið það?Þessi dagur bara heldur áfram að gefa.— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) November 6, 2020 Reykjavík Menning Verslun Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira
Fornbókabúðin Bókin, sem staðsett er á horni Klapparstígs og Hverfisgötu mun opna útibú í kjallara Laugavegar 18, þar sem Mál og menning var áður til húsa. Útibúið verður staðsett í kjallaranum en á efri hæðunum verður opnaður tónleikastaður og kaffihús að sögn Ara Gísla Bragasonar, eiganda Bókarinnar. Ari Gísli opnar útibúið í samstarfi við Garðar Kjartansson, veitingamann. Stefnt er á að opna staðinn þann 1. desember eða eftir því sem kórónuveirufaraldurinn leyfir. Ari segir líklegt að það verði ekki fyrr en eftir áramót. Kæru vinir og vinkonur allar. Í dag opna ég bókabúðina mína Bókin Klapparstíg 25-27, lokað hefur verið 2 vikur. Búðin...Posted by Ari Gísli Bragason on Sunday, October 25, 2020 „Við erum bara að koma okkur fyrir í kjallaranum og ég verð þarna með einhverjar 25 þúsund bækur til sölu. Svo fer það bara eftir kóvitinu hvenær við náum að opna,“ segir Ari Gísli í samtali við fréttastofu. Garðar hefur undirritað tíu ára leigusamning við eigendur húsnæðis Máls og menningar. „Þetta verður hús tónlistar, bókmennta og lista,“ sagði Garðar í samtali við Vísi í byrjun október. Stefnt er að því að hafa líflegt í húsinu og er stefnt að því að þar verði lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Húsnæðið mun áfram bera nafnið Mál og menning. Bókin á Klapparstíg verður áfram opin fyrir bókmenntaáhugamenn og virðast einhverjir netverjar spenntir fyrir nýju útibúi Bókarinnar. Bókavarðan er flytja upp á Laugaveg í stað M og M.Vissuð þið það?Þessi dagur bara heldur áfram að gefa.— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) November 6, 2020
Reykjavík Menning Verslun Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira