Aukum verðmæti og vinnum fiskinn hér á landi Drífa Snædal skrifar 6. nóvember 2020 16:08 Í vor kynnti ASÍ áherslur sínar til uppbyggingar betra samfélags eftir Covid undir yfirskriftinni Rétta leiðin. Þó baráttan við veiruna taki lengri tíma en almennt var talið í vor eiga tillögurnar enn vel við. Meðal þess sem við lögðum áherslu á til atvinnuuppbyggingar var að fullvinna sjávarafurðir á Íslandi og takmarka útflutning á óunnum fiski. Nú er þessi umræða komin á dagskrá og hefur verið bent á að þjóðarbúið verði af 10 milljörðum króna árlega vegna útflutnings á óunnum fiski. Slíkur útflutningur hefur stóraukist síðustu ár. Störf sem annars væru dreifð um landið skipta hundruðum og að auki getur það varla talist umhverfisvænt að flytja hráefni um langan veg til vinnslu einungis til að geta greitt lægri laun. Áður hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að stemma stigu við útflutningi og við gerum kröfu til þess að það sé gert þegar í stað. Í vikunni fylgdu ASÍ og Neytendasamtökin eftir umsögn til Persónuverndar um starfsleyfi til Creditinfo. Það er mér reyndar óskiljanlegt af hverju einkafyrirtæki fær að sýsla með svo viðkvæmar upplýsingar sem skuldastaða fólks er. Ef allt væri eðlilegt væri það opinber stofnun, með þeim skyldum sem þær hafa gagnvart einstaklingum, sem færi með þetta vald. ASÍ og Neytendasamtökin voru með fjölda athugasemda við starfsleyfið og er fólk sem lendir í skuldavanda í stökustu vandræðum með að fá upplýsingar um höfuðstól krafna og ekki síst hvernig það kemst út af skuldaskrá. Við vitum öll af slíkum dæmum og nú þegar harðnar í ári er sannanlega kominn tími til að vinda ofan af því ranglæti að eitt fyrirtæki á Íslandi beinlínis maki krókinn á því að setja fólk á svartan lista. Lista sem er svo ógagnsær að fólk veit ekki hvað það þarf að gera til að komast af honum og veit jafnvel ekki hvernig það komst á hann. Örlög þeirra sem lenda á vanskilaskrá eru oftar en ekki skertir möguleikar til lána, húsaleigu og húsnæðiskaupa. Framtíð fólks og möguleikar til að bjarga sér eru í húfi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Sjávarútvegur Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í vor kynnti ASÍ áherslur sínar til uppbyggingar betra samfélags eftir Covid undir yfirskriftinni Rétta leiðin. Þó baráttan við veiruna taki lengri tíma en almennt var talið í vor eiga tillögurnar enn vel við. Meðal þess sem við lögðum áherslu á til atvinnuuppbyggingar var að fullvinna sjávarafurðir á Íslandi og takmarka útflutning á óunnum fiski. Nú er þessi umræða komin á dagskrá og hefur verið bent á að þjóðarbúið verði af 10 milljörðum króna árlega vegna útflutnings á óunnum fiski. Slíkur útflutningur hefur stóraukist síðustu ár. Störf sem annars væru dreifð um landið skipta hundruðum og að auki getur það varla talist umhverfisvænt að flytja hráefni um langan veg til vinnslu einungis til að geta greitt lægri laun. Áður hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að stemma stigu við útflutningi og við gerum kröfu til þess að það sé gert þegar í stað. Í vikunni fylgdu ASÍ og Neytendasamtökin eftir umsögn til Persónuverndar um starfsleyfi til Creditinfo. Það er mér reyndar óskiljanlegt af hverju einkafyrirtæki fær að sýsla með svo viðkvæmar upplýsingar sem skuldastaða fólks er. Ef allt væri eðlilegt væri það opinber stofnun, með þeim skyldum sem þær hafa gagnvart einstaklingum, sem færi með þetta vald. ASÍ og Neytendasamtökin voru með fjölda athugasemda við starfsleyfið og er fólk sem lendir í skuldavanda í stökustu vandræðum með að fá upplýsingar um höfuðstól krafna og ekki síst hvernig það kemst út af skuldaskrá. Við vitum öll af slíkum dæmum og nú þegar harðnar í ári er sannanlega kominn tími til að vinda ofan af því ranglæti að eitt fyrirtæki á Íslandi beinlínis maki krókinn á því að setja fólk á svartan lista. Lista sem er svo ógagnsær að fólk veit ekki hvað það þarf að gera til að komast af honum og veit jafnvel ekki hvernig það komst á hann. Örlög þeirra sem lenda á vanskilaskrá eru oftar en ekki skertir möguleikar til lána, húsaleigu og húsnæðiskaupa. Framtíð fólks og möguleikar til að bjarga sér eru í húfi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun