Stefnir í metfjölda nema við Háskóla Íslands Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 12:22 Jón Atli segir að reynt verði eftir bestu getu að taka á móti svo mörgum nemendum á næstu önn Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tvöfalt fleiri hafa sótt um framhaldsnám við Háskóla Íslands en á sama tíma í fyrra og allt bendir til að nemendum fjölgi um fimmtung á vorönn. Háskóla Íslands barst metfjöldi umsókna í grunn- og framhaldsnám í vor eða hátt í 11.700 sem þýðir að metfjöldi leggur nú stund á nám við skólann, tæplega 15.000 manns. Nú hafa 1100 umsóknir borist í framhaldsnám á vormisseri en á sama tíma í fyrra voru þær 550 - og ekki útilokað að þeim muni fjölga enn frekar. Þá stefnir líka í fjölgun umsókna í grunnnám. Allt bendir nú til að met verði aftur slegið þegar nemendur verða hátt í sextán þúsund á vorönn. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir skólann gera sitt allra besta til að taka á móti nemendunum. Starfsfólk og húsnæðiskostur ætti ekki að vera vandamál. „Það er nú þegar gríðarlega mikið álag á starfsfólki en við teljum að við höfum húsnæðið og munum vinna að því að gera þetta eins vel og hægt er,“ segir Jón Atli. Hann segist búast við því að fá stuðning stjórnvalda til þess að geta sinnt þessum nemendahópum. „Það er mikilvægt að stjórnvöld styðji þetta starf. Haldi áfram að tryggja það að háskólastarf sé stutt fjárhagslega svo háskólinn geti staðið að þessu.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Tvöfalt fleiri hafa sótt um framhaldsnám við Háskóla Íslands en á sama tíma í fyrra og allt bendir til að nemendum fjölgi um fimmtung á vorönn. Háskóla Íslands barst metfjöldi umsókna í grunn- og framhaldsnám í vor eða hátt í 11.700 sem þýðir að metfjöldi leggur nú stund á nám við skólann, tæplega 15.000 manns. Nú hafa 1100 umsóknir borist í framhaldsnám á vormisseri en á sama tíma í fyrra voru þær 550 - og ekki útilokað að þeim muni fjölga enn frekar. Þá stefnir líka í fjölgun umsókna í grunnnám. Allt bendir nú til að met verði aftur slegið þegar nemendur verða hátt í sextán þúsund á vorönn. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir skólann gera sitt allra besta til að taka á móti nemendunum. Starfsfólk og húsnæðiskostur ætti ekki að vera vandamál. „Það er nú þegar gríðarlega mikið álag á starfsfólki en við teljum að við höfum húsnæðið og munum vinna að því að gera þetta eins vel og hægt er,“ segir Jón Atli. Hann segist búast við því að fá stuðning stjórnvalda til þess að geta sinnt þessum nemendahópum. „Það er mikilvægt að stjórnvöld styðji þetta starf. Haldi áfram að tryggja það að háskólastarf sé stutt fjárhagslega svo háskólinn geti staðið að þessu.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira