Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2020 12:02 Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni með Breiðabliki í sumar. vísir/bára Hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir var kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins í fótbolta, hlaut gullskóinn, varð Íslandsmeistari og stimplaði sig inn í A-landsliðið á árinu 2020. Fjöldi erlendra félaga sækist eftir því að fá hana til sín. Sveindís mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum í gærkvöld í veglegum lokahófsþætti. Sérfræðingar þáttarins völdu Sveindísi besta leikmann mótsins og það gerðu einnig leikmenn deildarinnar í árlegri kosningu. Sveindís skoraði 14 mörk, líkt og Agla María Albertsdóttir liðsfélagi hennar hjá Breiðabliki, en hlaut gullskóinn vegna þess að hún spilaði færri mínútur en Agla María. Eftir frábæra frammistöðu í fyrstu tveimur landsleikjum sínum, gegn Lettlandi og Svíþjóð í september, jókst áhugi erlendra félaga á Sveindísi enn frekar og ljóst er að hún gæti vel farið í atvinnumennsku í vetur. Sveindís Jane Jónsdóttir fékk verðlaun sem besti leikmaður Íslandsmótsins í gærkvöld.stöð 2 sport „Mig langar að verða atvinnumaður, fara út og spila með þeim bestu, komast í besta lið í heimi og gera vel. En ég veit ekki hvað ég geri akkúrat núna. Skammtímamarkmiðið er að gera vel með landsliðinu í næstu leikjum [síðustu leikir undankeppni EM eru um mánaðamótin]. Ég hugsa bara um það núna og tek léttar æfingar fram að þeim leikjum,“ segir Sveindís, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Margir möguleikar í boði Sveindís er leikmaður Keflavíkur en var að láni hjá Breiðabliki í sumar. Hún skoraði 7 mörk með Keflavík í fyrra og stimplaði sig rækilega inn í Pepsi Max-deildina, en Keflavík féll. Sveindís fór þá til Blika og fékk að taka þátt í titilbaráttu, sem vannst: „Já, þetta er gjörólíkt. Í Keflavík í fyrra vorum við í botnbaráttu eiginlega allan tímann. Það er allt annað að koma inn í lið eins og Breiðablik, þar sem er mikið meiri sóknarbolti og það er akkúrat það sem mig langaði að fara í. Ég held því að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun hjá mér að fara í Breiðablik, og spila svona mikinn sóknarbolta,“ segir Sveindís. Framhaldið er óráðið: „Ég var að láni frá Keflavík þannig að ég er orðin leikmaður Keflavíkur núna. En það er bara alveg óljóst hvað ég geri. Hvort ég verði í Keflavík á næsta ári, fari í Kópavoginn eða þá út. Ég er bara ekki alveg búin að ákveða það Það eru margir möguleikar. Þetta er allt opið ennþá, ég hef margt að velja úr og það er bara mjög gaman, en það getur verið svolítið erfitt að velja,“ segir Sveindís. Í „sjokki“ í fyrri hálfleik en naut sín svo gegn HM-bronsliðinu Spurð út í fyrstu landsleikina segir Sveindís: „Þetta var alls ekki auðvelt, og kom mér á óvart eins og mörgum öðrum eflaust. Mér fannst ég bara taka kallinu vel og gerði mitt allra besta. Ég er mjög fegin og þakklát fyrir traustið sem ég fékk.“ Helena benti á að í leiknum við HM-bronslið Svía hefði svo virst sem að Sveindís gerði sér ekki fulla grein fyrir hve góð hún væri fyrr en í seinni hálfleik, þegar hún pakkaði sænsku varnarmönnunum saman: „Já, ég dró mig aðeins til baka í fyrri hálfleik en ég var bara svona aðeins að finna mig. Ég var alveg í sjokki að ég væri að spila á móti svona góðum leikmönnum. En svo kom þetta. Þetta var bara fótbolti, alveg eins og að spila hérna heima, og ég fattaði það í seinni hálfleik.“ Klippa: Sveindís í Pepsi Max mörkunum Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir var kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins í fótbolta, hlaut gullskóinn, varð Íslandsmeistari og stimplaði sig inn í A-landsliðið á árinu 2020. Fjöldi erlendra félaga sækist eftir því að fá hana til sín. Sveindís mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum í gærkvöld í veglegum lokahófsþætti. Sérfræðingar þáttarins völdu Sveindísi besta leikmann mótsins og það gerðu einnig leikmenn deildarinnar í árlegri kosningu. Sveindís skoraði 14 mörk, líkt og Agla María Albertsdóttir liðsfélagi hennar hjá Breiðabliki, en hlaut gullskóinn vegna þess að hún spilaði færri mínútur en Agla María. Eftir frábæra frammistöðu í fyrstu tveimur landsleikjum sínum, gegn Lettlandi og Svíþjóð í september, jókst áhugi erlendra félaga á Sveindísi enn frekar og ljóst er að hún gæti vel farið í atvinnumennsku í vetur. Sveindís Jane Jónsdóttir fékk verðlaun sem besti leikmaður Íslandsmótsins í gærkvöld.stöð 2 sport „Mig langar að verða atvinnumaður, fara út og spila með þeim bestu, komast í besta lið í heimi og gera vel. En ég veit ekki hvað ég geri akkúrat núna. Skammtímamarkmiðið er að gera vel með landsliðinu í næstu leikjum [síðustu leikir undankeppni EM eru um mánaðamótin]. Ég hugsa bara um það núna og tek léttar æfingar fram að þeim leikjum,“ segir Sveindís, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Margir möguleikar í boði Sveindís er leikmaður Keflavíkur en var að láni hjá Breiðabliki í sumar. Hún skoraði 7 mörk með Keflavík í fyrra og stimplaði sig rækilega inn í Pepsi Max-deildina, en Keflavík féll. Sveindís fór þá til Blika og fékk að taka þátt í titilbaráttu, sem vannst: „Já, þetta er gjörólíkt. Í Keflavík í fyrra vorum við í botnbaráttu eiginlega allan tímann. Það er allt annað að koma inn í lið eins og Breiðablik, þar sem er mikið meiri sóknarbolti og það er akkúrat það sem mig langaði að fara í. Ég held því að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun hjá mér að fara í Breiðablik, og spila svona mikinn sóknarbolta,“ segir Sveindís. Framhaldið er óráðið: „Ég var að láni frá Keflavík þannig að ég er orðin leikmaður Keflavíkur núna. En það er bara alveg óljóst hvað ég geri. Hvort ég verði í Keflavík á næsta ári, fari í Kópavoginn eða þá út. Ég er bara ekki alveg búin að ákveða það Það eru margir möguleikar. Þetta er allt opið ennþá, ég hef margt að velja úr og það er bara mjög gaman, en það getur verið svolítið erfitt að velja,“ segir Sveindís. Í „sjokki“ í fyrri hálfleik en naut sín svo gegn HM-bronsliðinu Spurð út í fyrstu landsleikina segir Sveindís: „Þetta var alls ekki auðvelt, og kom mér á óvart eins og mörgum öðrum eflaust. Mér fannst ég bara taka kallinu vel og gerði mitt allra besta. Ég er mjög fegin og þakklát fyrir traustið sem ég fékk.“ Helena benti á að í leiknum við HM-bronslið Svía hefði svo virst sem að Sveindís gerði sér ekki fulla grein fyrir hve góð hún væri fyrr en í seinni hálfleik, þegar hún pakkaði sænsku varnarmönnunum saman: „Já, ég dró mig aðeins til baka í fyrri hálfleik en ég var bara svona aðeins að finna mig. Ég var alveg í sjokki að ég væri að spila á móti svona góðum leikmönnum. En svo kom þetta. Þetta var bara fótbolti, alveg eins og að spila hérna heima, og ég fattaði það í seinni hálfleik.“ Klippa: Sveindís í Pepsi Max mörkunum
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira