Dýr reiknivilla Íbúðarlánasjóðs Sævar Þór Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 09:30 Í dómsölum þessa lands er enn verið að takast á um hrunmál þótt tólf ár séu liðin frá Hruninu. Fyrir dómi er mál sem ég hef rekið fyrir skjólstæðing vegna reiknimistaka sem Íbúðarlánasjóður gerði í kjölfar hrunsins sem kostuðu umbjóðanda minn húsnæði hans. Þessi skjólstæðingur hafði líkt og svo margir fyrir hrunið tekið verðtryggt íbúðalán sem síðar stökkbreyttist. Skjólstæðingur minn hafði sótt um skilamálabreytingu á láni sínu hjá Íbúðarlánasjóði sem fólst í því að dreifa greiðslubyrði með því að fjölga gjalddögum á ári úr fjórum í mánaðarlegar greiðslur. Skilmálabreytingin var samþykkt en þau mistök gerð af hálfu Íbúðalánasjóðs að það gleymdist að fjölga heildar fjölda gjalddaga. Þetta hafði þær afleiðingar að lánstíminn styttist um mörg ár og greiðslubyrði lánsins hækkaði í stað þess að lækka. Skjólstæðingur minn gat ekki staðið í skilum með lánið en sá að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Hann leitaði til Íbúðarlánasjóðs sem vildi ekki gangast við mistökunum. Umbjóðandi minn leitaði á náðir umboðsmanns skuldara sem synjaði honum þar sem sýnt þótti að þeirra mati að greiðsluskjól myndi ekki gagnast honum enda greiðslubyrði lánsins langt umfram það sem skjólstæðingur minn réði við. Til að gera langa sögu stutta þá missti hann heimili sitt á uppboði. Í framhaldinu fóru af stað viðræður við Íbúðarlánasjóð um úrbætur og ábyrgð þeirra á málinu. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt mistök þá var allri ábyrgð hafnað. Umbjóðandi minn átti sem sagt að sætta sig við mistök sjóðsins og una því að hafa misst húsnæðið sitt. Í kjölfarið ákvað hann að leita réttar síns. Eftir marga ára baráttu gerðist það loks að hann fékk staðfestingu á sínum málstað með matsgerð dómkvaddra yfirmatsmanna. Þar birtist svart á hvítu að, hefði verið rétt staðið að útreikningi skilmálabreytingarinnar, þá hefði greiðslubyrðin verið miklu lægri og skjólstæðingurinn haft gjaldfærni til að standa undir henni. Hefði verið hlustað á hann í öndverðu og lánið leiðrétt strax þá hefði hann haldið eigninni og jafnframt getað nýtt sér úrræði umboðsmanns skuldara sem þá voru í boði. Þrátt fyrir að eignamyndun umbjóðanda míns hafi verið lítil í íbúðinni á þeim tíma þá hefur verð á fasteignum hækkað mikið frá hruni, það mikið að hann hefði myndað eign í íbúðinni sem hann hefði síðar getað leyst út. Ábyrgðin í þessu máli liggur bæði hjá Umboðsmanni skuldar og Íbúðarlánasjóði. Umboðsmaður hefði með réttu fyrir hönd skuldara átt að ganga eftir leiðréttingunni eða taka mið af mistökunum þannig að skjólstæðingnum yrði ekki hent út úr greiðsluskjólinu. Hið minnsta hefði skuldarinn átt að fá að njóta vafans. Framganga þessara stofnanna er með ólíkindum en því miður alls ekki einsdæmi. Umbjóðandi minn missti heimili sitt og enginn virðist ætla að axla ábyrgð á því. Lítilmagninn hafði á endanum rétt fyrir sér og bjó yfir styrk til að halda málinu til streitu. Eftir stendur aðeins valdhroki þeirra sem vildu ekki hlusta á hann en máttu og áttu að vita betur. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Dómsmál Húsnæðismál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Sjá meira
Í dómsölum þessa lands er enn verið að takast á um hrunmál þótt tólf ár séu liðin frá Hruninu. Fyrir dómi er mál sem ég hef rekið fyrir skjólstæðing vegna reiknimistaka sem Íbúðarlánasjóður gerði í kjölfar hrunsins sem kostuðu umbjóðanda minn húsnæði hans. Þessi skjólstæðingur hafði líkt og svo margir fyrir hrunið tekið verðtryggt íbúðalán sem síðar stökkbreyttist. Skjólstæðingur minn hafði sótt um skilamálabreytingu á láni sínu hjá Íbúðarlánasjóði sem fólst í því að dreifa greiðslubyrði með því að fjölga gjalddögum á ári úr fjórum í mánaðarlegar greiðslur. Skilmálabreytingin var samþykkt en þau mistök gerð af hálfu Íbúðalánasjóðs að það gleymdist að fjölga heildar fjölda gjalddaga. Þetta hafði þær afleiðingar að lánstíminn styttist um mörg ár og greiðslubyrði lánsins hækkaði í stað þess að lækka. Skjólstæðingur minn gat ekki staðið í skilum með lánið en sá að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Hann leitaði til Íbúðarlánasjóðs sem vildi ekki gangast við mistökunum. Umbjóðandi minn leitaði á náðir umboðsmanns skuldara sem synjaði honum þar sem sýnt þótti að þeirra mati að greiðsluskjól myndi ekki gagnast honum enda greiðslubyrði lánsins langt umfram það sem skjólstæðingur minn réði við. Til að gera langa sögu stutta þá missti hann heimili sitt á uppboði. Í framhaldinu fóru af stað viðræður við Íbúðarlánasjóð um úrbætur og ábyrgð þeirra á málinu. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt mistök þá var allri ábyrgð hafnað. Umbjóðandi minn átti sem sagt að sætta sig við mistök sjóðsins og una því að hafa misst húsnæðið sitt. Í kjölfarið ákvað hann að leita réttar síns. Eftir marga ára baráttu gerðist það loks að hann fékk staðfestingu á sínum málstað með matsgerð dómkvaddra yfirmatsmanna. Þar birtist svart á hvítu að, hefði verið rétt staðið að útreikningi skilmálabreytingarinnar, þá hefði greiðslubyrðin verið miklu lægri og skjólstæðingurinn haft gjaldfærni til að standa undir henni. Hefði verið hlustað á hann í öndverðu og lánið leiðrétt strax þá hefði hann haldið eigninni og jafnframt getað nýtt sér úrræði umboðsmanns skuldara sem þá voru í boði. Þrátt fyrir að eignamyndun umbjóðanda míns hafi verið lítil í íbúðinni á þeim tíma þá hefur verð á fasteignum hækkað mikið frá hruni, það mikið að hann hefði myndað eign í íbúðinni sem hann hefði síðar getað leyst út. Ábyrgðin í þessu máli liggur bæði hjá Umboðsmanni skuldar og Íbúðarlánasjóði. Umboðsmaður hefði með réttu fyrir hönd skuldara átt að ganga eftir leiðréttingunni eða taka mið af mistökunum þannig að skjólstæðingnum yrði ekki hent út úr greiðsluskjólinu. Hið minnsta hefði skuldarinn átt að fá að njóta vafans. Framganga þessara stofnanna er með ólíkindum en því miður alls ekki einsdæmi. Umbjóðandi minn missti heimili sitt og enginn virðist ætla að axla ábyrgð á því. Lítilmagninn hafði á endanum rétt fyrir sér og bjó yfir styrk til að halda málinu til streitu. Eftir stendur aðeins valdhroki þeirra sem vildu ekki hlusta á hann en máttu og áttu að vita betur. Höfundur er lögmaður.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun