Hundruð hermanna á hótelum í Reykjanesbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 15:43 Það vantar ekkert upp á íburðinn á Hótel Keflavík sem hefur verið rekið frá árinu 1986. Lengi vel treysti hótelið nánast eingöngu á bandaríska hermenn í rekstri sínum. Aðsend Umfangsmikilli loftrýmisgæslu bandaríska flughersins er nýlokið. Flugsveitin hafði aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Vegna sóttvarna þá taka áhafnaskiptin hjá kafbátaleitarseit sjóhersins langan tíma og því eru hundruð liðsmanna kafbátaleitarsveita staddir í Reykjanesbæ. Frá þessu greina Víkurfréttir. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík sem hefur verið í rekstri í 34 ár, segist vanur miklum umsvifum í kringum herinn. Fyrstu tuttugu árin hafi bandaríski herinn verið meginuppistaðan af viðskiptum hótelsins. 700 hermenn þegar mest var Í samantekt Víkurfrétta um umsvifin kemur fram að bandaríski flugherinn hafi verið með fjórtán F-15 orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli. Þeim hafi fylgt 260 liðsmenn. Þá eru um 500 liðsmenn með tólf bandarískum og tveimur kanadískum kafbátaleitarvélum. Hótel í Reykjanesbæ hafi fyllst en þegar mest var hafi rúmlega 700 hermenn á svæðinu með hundruð bílaleigubíla á leigu. Steinþór segir í samtali við Vísi að álagið í haust hafi verið kærkomið eftir rólegt sumar. Á meðan Íslendingar ferðuðust vítt og breitt um landið komu fáir í Reykjanesbæ. Því sé fagnaðarefni þetta uppgrip í október. Óvissan sé þó sú sama hjá þeim og öðrum. Enginn veit hvernig ástandið verður í næstu viku. Landhelgisgæslan annast daglegan rekstur öryggissvæðanna í umboði utanríkisráðuneytis. Starfsemi Landhelgisgæslunnar á svæðinu hefur mikil efnahagsleg áhrif á Suðurnesjum. 500 milljóna króna svefnskáli Að jafnaði eru 50 til 100 manns á hótelum alla daga ársins samkvæmt Víkurfréttum sem áætlar að hótelkostnaður Gæslunnar nemi fleiri hundruð milljónum á ári. Það gæti þó breyst að einhverju leyti en í dag var tilkynnt um 500 milljóna króna framkvæmdir við svefnskála á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða verkefni Landhelgisgæslunnar sem samdi við Alverk um hönnun og framkvæmdir. Skálinn á að hýsa fimmtíu manns en til stendur að fjölga svefnplássum í 300 fram til ársins 2024. Teikning af svefnskálanum. Aðalgeir Hólmsteinsson framkvæmdastjóri Alverks segir hönnun og undirbúning framkvæmda nú í fullum gangi þessar vikurnar og áætlar að verklegar framkvæmdir á svæðinu hefjist í desember. Um 20 manns munu að jafnaði koma að framkvæmdunum, en Alverk er þegar í viðræðum við jarðvinnuverktaka og fleiri aðila á Suðurnesjum varðandi aðkomu þeirra að verkefninu. Ætlun Alverks sé að eiga samstarf við aðila af nærliggjandi svæðum eins og kostur er. Því fagna væntanlega heimamenn en hvergi á landinu mælist atvinnuleysi hærra en á Reykjanesi. Eins og við var að búast mun draga úr fjölda erlends liðsafla í Reykjanesbæ á næstu vikum. Þó verður alltaf einhver fjöldi erlends liðsafla við vinnu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og annarra verktaka og sérfræðinga og dvelur hluti þeirra á hótelum utan öryggissvæðisins. Lokaði aldrei hótelinu Steinþór segir varðandi reksturinn á Hótel Keflavík að hótelið hafi haft opið síðan í mars þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir hafi ýmist lokað eða lokað tímabundið. „Við ákváðum í vor að standa okkar plikt eftir 34 ár með okkar viðskiptavinum. Hafa opið þótt gestir væru færri. Síðan höfum við reynt að þjóna þem. Óvissan er mikil hjá okkur eins og annars staðar. Verður mikið að gera í viku í viðbót, eða hvað?“ Hótelið sé þó þannig hannað að hægt er að taka á móti sex hópum í veitingar, hvort sem er tíu eða tuttugu manna eftir samkomubanni á hverjum tíma. „Við erum hönnuð fyrir Covid ástand án þess að hafa vitað það fyrir fram.“ Steinþór Jónsson hefur rekið Hótel Keflavík í 34 ár. Hann bindur því vonir við jólahlaðborðin í lok nóvember og fram að jólum. Veitingastaðurinn á hótelinu hafi raunar verið opinn frá því í mars, með tilheyrandi kostnaði, en þau vilji að viðskiptavinir geti treyst á sig. Álagið sé þó mikið. „Ég hef aldrei í 34 ár þurft að hafa eins mikið fyrir hlutunum og núna. Þetta er ástand, þótt maður sé heppinn með sumt, þá er þetta allt öðruvísi verkefni en áður.“ Hann ber bandarískum hermönnum vel söguna. „Þetta eru oft upp til hópa bestu gestirnir sem við fáum. Þeir eru agaðir og fylgja reglum í umgengni,“ segir Steinþór. Þeir gisti líka í lengri tíma, daga eða vikur. Reykjanesbær Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Umfangsmikilli loftrýmisgæslu bandaríska flughersins er nýlokið. Flugsveitin hafði aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Vegna sóttvarna þá taka áhafnaskiptin hjá kafbátaleitarseit sjóhersins langan tíma og því eru hundruð liðsmanna kafbátaleitarsveita staddir í Reykjanesbæ. Frá þessu greina Víkurfréttir. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík sem hefur verið í rekstri í 34 ár, segist vanur miklum umsvifum í kringum herinn. Fyrstu tuttugu árin hafi bandaríski herinn verið meginuppistaðan af viðskiptum hótelsins. 700 hermenn þegar mest var Í samantekt Víkurfrétta um umsvifin kemur fram að bandaríski flugherinn hafi verið með fjórtán F-15 orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli. Þeim hafi fylgt 260 liðsmenn. Þá eru um 500 liðsmenn með tólf bandarískum og tveimur kanadískum kafbátaleitarvélum. Hótel í Reykjanesbæ hafi fyllst en þegar mest var hafi rúmlega 700 hermenn á svæðinu með hundruð bílaleigubíla á leigu. Steinþór segir í samtali við Vísi að álagið í haust hafi verið kærkomið eftir rólegt sumar. Á meðan Íslendingar ferðuðust vítt og breitt um landið komu fáir í Reykjanesbæ. Því sé fagnaðarefni þetta uppgrip í október. Óvissan sé þó sú sama hjá þeim og öðrum. Enginn veit hvernig ástandið verður í næstu viku. Landhelgisgæslan annast daglegan rekstur öryggissvæðanna í umboði utanríkisráðuneytis. Starfsemi Landhelgisgæslunnar á svæðinu hefur mikil efnahagsleg áhrif á Suðurnesjum. 500 milljóna króna svefnskáli Að jafnaði eru 50 til 100 manns á hótelum alla daga ársins samkvæmt Víkurfréttum sem áætlar að hótelkostnaður Gæslunnar nemi fleiri hundruð milljónum á ári. Það gæti þó breyst að einhverju leyti en í dag var tilkynnt um 500 milljóna króna framkvæmdir við svefnskála á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða verkefni Landhelgisgæslunnar sem samdi við Alverk um hönnun og framkvæmdir. Skálinn á að hýsa fimmtíu manns en til stendur að fjölga svefnplássum í 300 fram til ársins 2024. Teikning af svefnskálanum. Aðalgeir Hólmsteinsson framkvæmdastjóri Alverks segir hönnun og undirbúning framkvæmda nú í fullum gangi þessar vikurnar og áætlar að verklegar framkvæmdir á svæðinu hefjist í desember. Um 20 manns munu að jafnaði koma að framkvæmdunum, en Alverk er þegar í viðræðum við jarðvinnuverktaka og fleiri aðila á Suðurnesjum varðandi aðkomu þeirra að verkefninu. Ætlun Alverks sé að eiga samstarf við aðila af nærliggjandi svæðum eins og kostur er. Því fagna væntanlega heimamenn en hvergi á landinu mælist atvinnuleysi hærra en á Reykjanesi. Eins og við var að búast mun draga úr fjölda erlends liðsafla í Reykjanesbæ á næstu vikum. Þó verður alltaf einhver fjöldi erlends liðsafla við vinnu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og annarra verktaka og sérfræðinga og dvelur hluti þeirra á hótelum utan öryggissvæðisins. Lokaði aldrei hótelinu Steinþór segir varðandi reksturinn á Hótel Keflavík að hótelið hafi haft opið síðan í mars þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir hafi ýmist lokað eða lokað tímabundið. „Við ákváðum í vor að standa okkar plikt eftir 34 ár með okkar viðskiptavinum. Hafa opið þótt gestir væru færri. Síðan höfum við reynt að þjóna þem. Óvissan er mikil hjá okkur eins og annars staðar. Verður mikið að gera í viku í viðbót, eða hvað?“ Hótelið sé þó þannig hannað að hægt er að taka á móti sex hópum í veitingar, hvort sem er tíu eða tuttugu manna eftir samkomubanni á hverjum tíma. „Við erum hönnuð fyrir Covid ástand án þess að hafa vitað það fyrir fram.“ Steinþór Jónsson hefur rekið Hótel Keflavík í 34 ár. Hann bindur því vonir við jólahlaðborðin í lok nóvember og fram að jólum. Veitingastaðurinn á hótelinu hafi raunar verið opinn frá því í mars, með tilheyrandi kostnaði, en þau vilji að viðskiptavinir geti treyst á sig. Álagið sé þó mikið. „Ég hef aldrei í 34 ár þurft að hafa eins mikið fyrir hlutunum og núna. Þetta er ástand, þótt maður sé heppinn með sumt, þá er þetta allt öðruvísi verkefni en áður.“ Hann ber bandarískum hermönnum vel söguna. „Þetta eru oft upp til hópa bestu gestirnir sem við fáum. Þeir eru agaðir og fylgja reglum í umgengni,“ segir Steinþór. Þeir gisti líka í lengri tíma, daga eða vikur.
Reykjanesbær Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira