„Líður smá eins og ég sé í ástarsorg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2020 13:31 Herra Hnetusmjör er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Árni Páll Árnason skaust hratt upp á stjörnuhimininn sem unglingur og rapptónlist hans sló strax í gegn og síðan þá hefur hann verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Nú er komin út ný bók um rapparann sem ber heitið Herra Hnetusmjör: Hingað til. Þar segir hann frá lífi sínu hingað til alveg frá því þegar hann byrjaði í neyslu, kláraaði meðferð, varð edrú, eignaðist barn og stofnaði fjölskyldu og fleira. Herra Hnetusmjör er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Þetta er Snapchat kynslóðin. Ég tók bara heila ævi á fimm árum. Ég hef lítinn tíma og litla athygli, þannig að ég tók þetta bara á stuttum tíma. Kannski verð ég gjaldþrota eftir ár og kominn með gráa fiðringinn 26 ára. Þá get ég gert aðra bók,“ segir Árni. „Að gefa út einhvers konar ævisögu 24 ára er ávísun á að trylla kommentakerfin. Ég er búinn að „screenshot-a“ nokkur uppáhalds,“ segir Árni og hlær. Hann segir að það hafi á ákveðinn hátt verið flókið að koma úr meðferð og þurfa að finna sig upp á nýtt sem tónlistarmaður eftir að hann varð edrú. „Þægilegasta yrkisefnið er oft djammið og píur. Þannig að það var smá flókið þegar ég kom úr meðferð og djammið var off og ég var líka búinn að eignast kærustu. Þá hugsaði ég með mér að það sem væri eftir væru peningar, þannig að ég er búinn að mjólka það vel. En svo fór ég að finna að ég var miklu skýrari í hugsun á allan hátt, sem hjálpar öllu þegar maður starfar sem listamaður.“ Í bókinni talar Árni opinskátt um sína fíkniefnaneyslu. „Ég er búinn að vinna úr þessu dóti. Það væri öðruvísi ef ég væri bara nýorðinn edrú. En ég er búinn að byggja mér sterkan grunn, þó að auðvitað viti maður aldrei hvað gerist á morgun. En ég man ekkert allt og í heimildarvinnu fyrir bókina fór ég og náði í gamla símann minn sem var mölbrotinn til að finna myndir og skilaboð frá mínu erfiðasta ári, sem var árið 2016. Það var erfitt að fara í gegnum það og sjá fullt af skilaboðum frá mömmu sem var áhyggjufull að spyrja: Hvar Ertu?, en sem betur fer eigum við frábært samband í dag.“ Oxycontin algjör viðbjóður Hann segir að neyslan hafi aukist á mjög stuttum tíma og fljótlega missti hann stjórn. „Ég byrjaði í grasi í tíunda bekk og svo var þetta snögg leið niður, þó að mér hafi fundist ég eldgamall þegar ég byrjaði að drekka. En ég var bara sextán ára. Svo stuttu seinna þróast þetta mjög hratt niður á við eins og gerist yfirleitt með fíknisjúkdóma,“ segir Árni og segir svo frá fyrsta skiptinu sem hann tók Oxycontin. „Þetta var algjör viðbjóður, en af því að maður var á svo dimmum stað reyndi maður einhvern vegin að slá þessu upp í grín bara. Þetta er ógeðslega sterkt opíumskylt lyf og vandamálið er að fræðslan í kringum þetta er ekki til staðar og þess vegna virkar þetta bara eins og tafla. Í bíómyndum sér maður harða fíkla vera að taka kók með röri eða sprauta sig, en í hræðilegum sögum sér maður aldrei neinn taka bara eina töflu. Þannig að þetta virkar einhvern vegin saklausara. En það er hröð þróun í þessu og bara á tímanum sem ég hef verið edrú, í rúmlega þrjú ár eru komin ný efni sem ég er ekki inni í, eins og Spice, sem er búið til á tilraunastofu og fleira. Þetta hefur verið mikið í rappinu, eins og til dæmis að taka hóstasaft með kódíni í, sem er kallað: Dirty Sprite og svo eru menn bara að fá regluleg flogaköst, enda er þetta algjör viðbjóður.“ Í viðtalinu segir hann frá nokkrum augnablikum þar sem honum leið eins og ferillinn væri kominn á nýjan stað. „Á Secret Solstice 2016 var ég á næst stærsta sviðinu og þá sá ég fólk eins langt og ég sá. Ég man að það var augnablik þar sem ég hugsaði að þetta væri orðið stórt. Svo var það þegar lagið Já ég veit fór í spilun á FM, það var fyrsta lagið sem fór í almenna spilun í útvarpi. En svo eru svona augnablik sem virka kannski skrýtnari og rosalega nördaleg, eins og þegar ég var boðinn í settið í Game TV. Ég man að þegar ég sat á milli Óla og Sverris hugsaði ég: ,,Nú er ég búinn að meika það”. Svo var það þegar ég var í FM95Blö að svara hraðaspurningum. Ég veit ekki hvað ég hef séð marga í þessum þætti og af því að ég var ekki í íþróttum voru mínar fyrirmyndir Auddi og Sveppi en ekki Eiður Smári. Ég þurfti að klípa mig þegar ég var í viðtali hjá Audda.” Hann segir Covid tímabilið hafa fengið sig til að átta sig enn betur á því hve mikið hann elskar að halda tónleika og spila fyrir framan fólk. ,,Ég get ekki beðið eftir að byrja að spila aftur. Ég var orðinn alveg sýrður af því að ég var kannski að spila 16-17 sinnum í mánuði, en núna get ég ekki beðið eftir að byrja aftur. Aðallega út af adrenalíninu og tilfinningunni að koma fram fyrir framan fólk. Ég hef prófað alls konar tilfinningar og alls konar gervitilfinningar, en það er ekkert sem jafnast á við það að spila á tónleikum. Þetta er langbesta víman og enginn niðurtúr. Mér líður smá eins og ég sé í ástarsorg af því að ég get ekki spilað tónlist fyrir framan fólk.“ Í þættinum ræða Sölvi og Herra Hnetusmjör um fíkniefnaneyslu, rapptónlist, bókaskrif og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Árni Páll Árnason skaust hratt upp á stjörnuhimininn sem unglingur og rapptónlist hans sló strax í gegn og síðan þá hefur hann verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Nú er komin út ný bók um rapparann sem ber heitið Herra Hnetusmjör: Hingað til. Þar segir hann frá lífi sínu hingað til alveg frá því þegar hann byrjaði í neyslu, kláraaði meðferð, varð edrú, eignaðist barn og stofnaði fjölskyldu og fleira. Herra Hnetusmjör er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Þetta er Snapchat kynslóðin. Ég tók bara heila ævi á fimm árum. Ég hef lítinn tíma og litla athygli, þannig að ég tók þetta bara á stuttum tíma. Kannski verð ég gjaldþrota eftir ár og kominn með gráa fiðringinn 26 ára. Þá get ég gert aðra bók,“ segir Árni. „Að gefa út einhvers konar ævisögu 24 ára er ávísun á að trylla kommentakerfin. Ég er búinn að „screenshot-a“ nokkur uppáhalds,“ segir Árni og hlær. Hann segir að það hafi á ákveðinn hátt verið flókið að koma úr meðferð og þurfa að finna sig upp á nýtt sem tónlistarmaður eftir að hann varð edrú. „Þægilegasta yrkisefnið er oft djammið og píur. Þannig að það var smá flókið þegar ég kom úr meðferð og djammið var off og ég var líka búinn að eignast kærustu. Þá hugsaði ég með mér að það sem væri eftir væru peningar, þannig að ég er búinn að mjólka það vel. En svo fór ég að finna að ég var miklu skýrari í hugsun á allan hátt, sem hjálpar öllu þegar maður starfar sem listamaður.“ Í bókinni talar Árni opinskátt um sína fíkniefnaneyslu. „Ég er búinn að vinna úr þessu dóti. Það væri öðruvísi ef ég væri bara nýorðinn edrú. En ég er búinn að byggja mér sterkan grunn, þó að auðvitað viti maður aldrei hvað gerist á morgun. En ég man ekkert allt og í heimildarvinnu fyrir bókina fór ég og náði í gamla símann minn sem var mölbrotinn til að finna myndir og skilaboð frá mínu erfiðasta ári, sem var árið 2016. Það var erfitt að fara í gegnum það og sjá fullt af skilaboðum frá mömmu sem var áhyggjufull að spyrja: Hvar Ertu?, en sem betur fer eigum við frábært samband í dag.“ Oxycontin algjör viðbjóður Hann segir að neyslan hafi aukist á mjög stuttum tíma og fljótlega missti hann stjórn. „Ég byrjaði í grasi í tíunda bekk og svo var þetta snögg leið niður, þó að mér hafi fundist ég eldgamall þegar ég byrjaði að drekka. En ég var bara sextán ára. Svo stuttu seinna þróast þetta mjög hratt niður á við eins og gerist yfirleitt með fíknisjúkdóma,“ segir Árni og segir svo frá fyrsta skiptinu sem hann tók Oxycontin. „Þetta var algjör viðbjóður, en af því að maður var á svo dimmum stað reyndi maður einhvern vegin að slá þessu upp í grín bara. Þetta er ógeðslega sterkt opíumskylt lyf og vandamálið er að fræðslan í kringum þetta er ekki til staðar og þess vegna virkar þetta bara eins og tafla. Í bíómyndum sér maður harða fíkla vera að taka kók með röri eða sprauta sig, en í hræðilegum sögum sér maður aldrei neinn taka bara eina töflu. Þannig að þetta virkar einhvern vegin saklausara. En það er hröð þróun í þessu og bara á tímanum sem ég hef verið edrú, í rúmlega þrjú ár eru komin ný efni sem ég er ekki inni í, eins og Spice, sem er búið til á tilraunastofu og fleira. Þetta hefur verið mikið í rappinu, eins og til dæmis að taka hóstasaft með kódíni í, sem er kallað: Dirty Sprite og svo eru menn bara að fá regluleg flogaköst, enda er þetta algjör viðbjóður.“ Í viðtalinu segir hann frá nokkrum augnablikum þar sem honum leið eins og ferillinn væri kominn á nýjan stað. „Á Secret Solstice 2016 var ég á næst stærsta sviðinu og þá sá ég fólk eins langt og ég sá. Ég man að það var augnablik þar sem ég hugsaði að þetta væri orðið stórt. Svo var það þegar lagið Já ég veit fór í spilun á FM, það var fyrsta lagið sem fór í almenna spilun í útvarpi. En svo eru svona augnablik sem virka kannski skrýtnari og rosalega nördaleg, eins og þegar ég var boðinn í settið í Game TV. Ég man að þegar ég sat á milli Óla og Sverris hugsaði ég: ,,Nú er ég búinn að meika það”. Svo var það þegar ég var í FM95Blö að svara hraðaspurningum. Ég veit ekki hvað ég hef séð marga í þessum þætti og af því að ég var ekki í íþróttum voru mínar fyrirmyndir Auddi og Sveppi en ekki Eiður Smári. Ég þurfti að klípa mig þegar ég var í viðtali hjá Audda.” Hann segir Covid tímabilið hafa fengið sig til að átta sig enn betur á því hve mikið hann elskar að halda tónleika og spila fyrir framan fólk. ,,Ég get ekki beðið eftir að byrja að spila aftur. Ég var orðinn alveg sýrður af því að ég var kannski að spila 16-17 sinnum í mánuði, en núna get ég ekki beðið eftir að byrja aftur. Aðallega út af adrenalíninu og tilfinningunni að koma fram fyrir framan fólk. Ég hef prófað alls konar tilfinningar og alls konar gervitilfinningar, en það er ekkert sem jafnast á við það að spila á tónleikum. Þetta er langbesta víman og enginn niðurtúr. Mér líður smá eins og ég sé í ástarsorg af því að ég get ekki spilað tónlist fyrir framan fólk.“ Í þættinum ræða Sölvi og Herra Hnetusmjör um fíkniefnaneyslu, rapptónlist, bókaskrif og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira