Mikael afar ósáttur: „Það lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2020 08:00 Mikael Nikulásson var aðeins eitt tímabil við stjórnvölinn hjá Njarðvík. stöð 2 sport Eins og frá var greint í gær hefur Mikael Nikulássyni verið vikið úr starfi þjálfara 2. deildarliðs Njarðvíkur. Hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og það var í 4. sæti 2. deildar þegar Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Mikael var í viðtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann er reglulegur gestur. Mikael kvaðst afar ósáttur við Njarðvíkinga og hvernig að brottrekstrinum var staðið. Hann var staddur á Spáni þegar hann fékk símtal um að hann hefði verið leystur undan störfum. „Já, meira segja eins og það hefði verið heiðskýrt í þrjá daga. Það var bara þannig. Það var bara áframhald og ég held að eini maðurinn sem var virkilega ósáttur að hafa ekki farið upp úr deildinni var ég. Flestir sem stóðu á bakvið þessa ákvörðun voru nokkuð sáttir við að taka annað tímabil í 2. deild, byggja upp lið og það var lítið að gerast þegar ég kom,“ sagði Mikael. „Það er búið að vinna í leikmannamálum, búið að endursemja, með pressu frá mér, við leikmenn sem stóðu sig vel í sumar. Það var allt í góðu nema að við fórum ekki upp sem ég var ósáttur með en enginn annar. Það voru reyndar tveir leikir eftir. Þruma úr heiðskíru lofti er vægt til orða tekið,“ bætti Mikael við og sagðist líða eins og hann hefði fengið hníf í bakið. „Þetta er bara hnífsstunga, það er ekkert flóknara en það. Því miður.“ Bjarni Jóhannsson, sem hætti með Vestra eftir tímabilið, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna í Njarðvík. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég fékk þetta símtal í dag. Við þurfum ekki að vera í neinum feluleikjum. Þú minntist á þetta í Dr. Football fyrir mánuði síðan eða svo. Ég hló þá því ég bjóst ekki við svona vinnubrögðum. Hvorki frá Bjarna, ég tala hreint út, né neinum í Njarðvík og sérstaklega ekki mínum helstu samstarfsmönnum þar,“ sagði Mikael. „Bjarni mun gera fína hluti með þetta lið örugglega og er að fá frábært bú í hendurnar. Það segir sig sjálft. Þetta er draumastarf fyrir hann að taka núna. Ég hef ekki heyrt í Bjarna en að gera þetta svona. Rekið mig ef það er eitthvað að eða árangurinn er lélegur. En þetta er það lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu.“ Hlusta má á Dr. Football hér fyrir neðan. Dr. Football Podcast · Doc after Dark - Mike rekinn, Ole tekinn og power rank 10 bestu yfir 30 ára á Ísl Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjá meira
Eins og frá var greint í gær hefur Mikael Nikulássyni verið vikið úr starfi þjálfara 2. deildarliðs Njarðvíkur. Hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og það var í 4. sæti 2. deildar þegar Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Mikael var í viðtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann er reglulegur gestur. Mikael kvaðst afar ósáttur við Njarðvíkinga og hvernig að brottrekstrinum var staðið. Hann var staddur á Spáni þegar hann fékk símtal um að hann hefði verið leystur undan störfum. „Já, meira segja eins og það hefði verið heiðskýrt í þrjá daga. Það var bara þannig. Það var bara áframhald og ég held að eini maðurinn sem var virkilega ósáttur að hafa ekki farið upp úr deildinni var ég. Flestir sem stóðu á bakvið þessa ákvörðun voru nokkuð sáttir við að taka annað tímabil í 2. deild, byggja upp lið og það var lítið að gerast þegar ég kom,“ sagði Mikael. „Það er búið að vinna í leikmannamálum, búið að endursemja, með pressu frá mér, við leikmenn sem stóðu sig vel í sumar. Það var allt í góðu nema að við fórum ekki upp sem ég var ósáttur með en enginn annar. Það voru reyndar tveir leikir eftir. Þruma úr heiðskíru lofti er vægt til orða tekið,“ bætti Mikael við og sagðist líða eins og hann hefði fengið hníf í bakið. „Þetta er bara hnífsstunga, það er ekkert flóknara en það. Því miður.“ Bjarni Jóhannsson, sem hætti með Vestra eftir tímabilið, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna í Njarðvík. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég fékk þetta símtal í dag. Við þurfum ekki að vera í neinum feluleikjum. Þú minntist á þetta í Dr. Football fyrir mánuði síðan eða svo. Ég hló þá því ég bjóst ekki við svona vinnubrögðum. Hvorki frá Bjarna, ég tala hreint út, né neinum í Njarðvík og sérstaklega ekki mínum helstu samstarfsmönnum þar,“ sagði Mikael. „Bjarni mun gera fína hluti með þetta lið örugglega og er að fá frábært bú í hendurnar. Það segir sig sjálft. Þetta er draumastarf fyrir hann að taka núna. Ég hef ekki heyrt í Bjarna en að gera þetta svona. Rekið mig ef það er eitthvað að eða árangurinn er lélegur. En þetta er það lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu.“ Hlusta má á Dr. Football hér fyrir neðan. Dr. Football Podcast · Doc after Dark - Mike rekinn, Ole tekinn og power rank 10 bestu yfir 30 ára á Ísl
Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjá meira