Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 06:56 Fólk kom saman á McPherson-torgi í Washington-borg í gær og hvatti þar til þess að öll atkvæði yrðu talin í kosningunum. Trump vill aftur á móti að talningu atkvæða verði hætt í Pennsylvaníu þar sem Biden hefur saxað mjög á forskot hans eftir að farið var að telja utankjörfundar- og póstatkvæði. Getty/Yegor Aleye Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Afar mjótt er á munum í ríkjunum. Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hefur nú hlotið fleiri atkvæði á landsvísu en nokkur annar forsetaframbjóðandi í sögunni eða meira en 71 milljón atkvæða. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur hlotið meira en 68 milljón atkvæða. Kosningakerfið í Bandaríkjunum virkar hins vegar ekki þannig að atkvæðin á landsvísu ráði úrslitum heldur eru það kjörmennirnir 270 sem öllu skipta. Biden eygir kjörmennina 270 sem þarf til þess að tryggja sér embættið en erlendir fjölmiðlar segja hann annað hvort hafa tryggt sér 253 kjörmenn eða 264. Arizona talið með eða ekki Munurinn liggur í því hvort að Arizona sé talið með eða ekki með sína ellefu kjörmenn en bæði AP og Fox News lýstu því yfir í gær að Biden hefði farið með sigur af hólmi í ríkinu. CNN og Decision Desk hafa aftur á móti ekki viljað staðfesta sigur Biden í Arizona og telja hann því með 253 kjörmenn. Samkvæmt CNN leiðir Biden í Arizona með 80 þúsund atkvæðum. Trump hefur tryggt sér 213 kjörmenn. Fjölmiðlar staðfestu í gærkvöldi að Biden hefði farið með sigur af hólmi í hinum mikilvægu sveifluríkjum Michigan og Wisconsin. Bæði þessi ríki voru lykilríki í sigri Trumps á Hillary Clinton fyrir fjórum árum. Siguryfirlýsingar Trumps hafa enga þýðingu Enn er hins vegar beðið niðurstöðu í Nevada, Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden leiðir í Nevada en þar er afar mjótt á munum; aðeins átta þúsund atkvæði skilja frambjóðendurna að. Fari hann með sigur af hólmi þar og í Arizona hefur hann náð kjörmönnunum 270. Trump leiðir í Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden hefur saxað mjög á forskot forsetans í Pennsylvaníu síðustu klukkutímana og forsetinn leiðir með aðeins 23 þúsund atkvæðum í Georgíu. Þrátt fyrir þessa stöðu lýsti Trump sig í gærkvöldi sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. Sérfræðingar áréttuðu að forsetinn gæti ekki eignað sér ríki á þennan hátt og það hefði því enga þýðingu að Trump lýsti sig sigurvegara í ríkjunum. Trump birti yfirlýsingar sínar á Twitter í gærkvöldi og hélt því þar fram að í Pennsylvaníu, Georgíu og Norður-Karólínu hefði hann „stórt“ forskot á mótframbjóðanda sinn. Auk þess kvaðst hann lýsa sig sigurvegara í Michigan og ýjaði enn og aftur að misferli við talningu atkvæða í ríkinu. Enginn fótur er þó fyrir slíku. Þá merkti Twitter tíst forsetans þar að lútandi sem umdeilt eða misvísandi. Höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu Þá hefur Trump og kosningateymi hans ákveðið að höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu. Í Pennsylvaníu snýst málsóknin um utankjörfundar- og póstatkvæði sem berast til talningar allt að þremur dögum eftir kjördag. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði fyrir kosningarnar að telja mætti þau atkvæði eftir að Repúblikanar höfðuðu mál vegna þessa. Málshöfðunin í Georgíu snýr að því að 53 ógild atkvæði hafi verið talin í Chatham-sýslu en engar sannanir liggja fyrir um að slíkt hafi verið gert. Hér fyrir neðan má fylgjast með kosningavakt Vísis sem uppfærð er reglulega með öllum nýjustu tíðindum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Afar mjótt er á munum í ríkjunum. Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hefur nú hlotið fleiri atkvæði á landsvísu en nokkur annar forsetaframbjóðandi í sögunni eða meira en 71 milljón atkvæða. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur hlotið meira en 68 milljón atkvæða. Kosningakerfið í Bandaríkjunum virkar hins vegar ekki þannig að atkvæðin á landsvísu ráði úrslitum heldur eru það kjörmennirnir 270 sem öllu skipta. Biden eygir kjörmennina 270 sem þarf til þess að tryggja sér embættið en erlendir fjölmiðlar segja hann annað hvort hafa tryggt sér 253 kjörmenn eða 264. Arizona talið með eða ekki Munurinn liggur í því hvort að Arizona sé talið með eða ekki með sína ellefu kjörmenn en bæði AP og Fox News lýstu því yfir í gær að Biden hefði farið með sigur af hólmi í ríkinu. CNN og Decision Desk hafa aftur á móti ekki viljað staðfesta sigur Biden í Arizona og telja hann því með 253 kjörmenn. Samkvæmt CNN leiðir Biden í Arizona með 80 þúsund atkvæðum. Trump hefur tryggt sér 213 kjörmenn. Fjölmiðlar staðfestu í gærkvöldi að Biden hefði farið með sigur af hólmi í hinum mikilvægu sveifluríkjum Michigan og Wisconsin. Bæði þessi ríki voru lykilríki í sigri Trumps á Hillary Clinton fyrir fjórum árum. Siguryfirlýsingar Trumps hafa enga þýðingu Enn er hins vegar beðið niðurstöðu í Nevada, Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden leiðir í Nevada en þar er afar mjótt á munum; aðeins átta þúsund atkvæði skilja frambjóðendurna að. Fari hann með sigur af hólmi þar og í Arizona hefur hann náð kjörmönnunum 270. Trump leiðir í Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden hefur saxað mjög á forskot forsetans í Pennsylvaníu síðustu klukkutímana og forsetinn leiðir með aðeins 23 þúsund atkvæðum í Georgíu. Þrátt fyrir þessa stöðu lýsti Trump sig í gærkvöldi sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. Sérfræðingar áréttuðu að forsetinn gæti ekki eignað sér ríki á þennan hátt og það hefði því enga þýðingu að Trump lýsti sig sigurvegara í ríkjunum. Trump birti yfirlýsingar sínar á Twitter í gærkvöldi og hélt því þar fram að í Pennsylvaníu, Georgíu og Norður-Karólínu hefði hann „stórt“ forskot á mótframbjóðanda sinn. Auk þess kvaðst hann lýsa sig sigurvegara í Michigan og ýjaði enn og aftur að misferli við talningu atkvæða í ríkinu. Enginn fótur er þó fyrir slíku. Þá merkti Twitter tíst forsetans þar að lútandi sem umdeilt eða misvísandi. Höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu Þá hefur Trump og kosningateymi hans ákveðið að höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu. Í Pennsylvaníu snýst málsóknin um utankjörfundar- og póstatkvæði sem berast til talningar allt að þremur dögum eftir kjördag. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði fyrir kosningarnar að telja mætti þau atkvæði eftir að Repúblikanar höfðuðu mál vegna þessa. Málshöfðunin í Georgíu snýr að því að 53 ógild atkvæði hafi verið talin í Chatham-sýslu en engar sannanir liggja fyrir um að slíkt hafi verið gert. Hér fyrir neðan má fylgjast með kosningavakt Vísis sem uppfærð er reglulega með öllum nýjustu tíðindum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira