„Erum að senda Íslending úr landi“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 16:50 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Helgi gagnrýndi harðlega málsmeðferð yfirvalda í máli fjölskyldu frá Senegal sem til stendur að vísa úr landi. Um er að ræða hjón með tvær dætur sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. „Í þessari fjölskyldu er meðal annars sex ára einstaklingur sem fæddist hér og hefur verið hér alla sína ævi. Foreldrarnir eru ekki með dvalarleyfi og þess vegna verður allri fjölskyldunni vísað úr landi,“ sagði Helgi og bætti við að þessi tiltekni einstaklingur væri einfaldlega Íslendingur. „Við erum að senda Íslending úr landi, einstakling sem fæddist hér og hefur aldrei verið annars staðar en hér, en lögin okkar líta ekki þannig á málið.“ Bassirou Ndiaye með Reginu Mörthu Ndiaye og Mahe Diouf með Elodie Mariu Ndiaye. Að óbreyttu stendur til að vísa þeim úr landi en dæturnar eru fæddar og uppaldar hér á landi.Visir/Sigurjón Helgi beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og spurði hvort hún muni beita sér fyrir því í ríkisstjórn að gerðar verði umbætur á málaflokknum, umfram það að laga „tæknileg skilvirknivandamál.“ Katrín sagðist ekki ætla að ræða einstaka málen að stjórnvöld hafi á liðnum árum unnið að því að stytta fresti til að gera kerfið mannúðlegra. Þá sagði hún að þverpólíska þingmannanefndin mætti taka til skoðunar lagaumhverfi útlendingalaganna sem samþykkt voru 2016. „Því að sjálf er ég þeirrar skoðunar að þær lagabreytingar hafi verið góðar, að þau markmið sem þar eru sett um mannúð og skilvirkni séu góð. En ég lít líka svo á að það sé skylda okkar allra sem samþykktu þetta frumvarp, ég var ein af þeim, að horfa til þess hvernig framkvæmdin hefur gengið eftir.“ Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföður frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. 3. nóvember 2020 19:00 Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Helgi gagnrýndi harðlega málsmeðferð yfirvalda í máli fjölskyldu frá Senegal sem til stendur að vísa úr landi. Um er að ræða hjón með tvær dætur sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. „Í þessari fjölskyldu er meðal annars sex ára einstaklingur sem fæddist hér og hefur verið hér alla sína ævi. Foreldrarnir eru ekki með dvalarleyfi og þess vegna verður allri fjölskyldunni vísað úr landi,“ sagði Helgi og bætti við að þessi tiltekni einstaklingur væri einfaldlega Íslendingur. „Við erum að senda Íslending úr landi, einstakling sem fæddist hér og hefur aldrei verið annars staðar en hér, en lögin okkar líta ekki þannig á málið.“ Bassirou Ndiaye með Reginu Mörthu Ndiaye og Mahe Diouf með Elodie Mariu Ndiaye. Að óbreyttu stendur til að vísa þeim úr landi en dæturnar eru fæddar og uppaldar hér á landi.Visir/Sigurjón Helgi beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og spurði hvort hún muni beita sér fyrir því í ríkisstjórn að gerðar verði umbætur á málaflokknum, umfram það að laga „tæknileg skilvirknivandamál.“ Katrín sagðist ekki ætla að ræða einstaka málen að stjórnvöld hafi á liðnum árum unnið að því að stytta fresti til að gera kerfið mannúðlegra. Þá sagði hún að þverpólíska þingmannanefndin mætti taka til skoðunar lagaumhverfi útlendingalaganna sem samþykkt voru 2016. „Því að sjálf er ég þeirrar skoðunar að þær lagabreytingar hafi verið góðar, að þau markmið sem þar eru sett um mannúð og skilvirkni séu góð. En ég lít líka svo á að það sé skylda okkar allra sem samþykktu þetta frumvarp, ég var ein af þeim, að horfa til þess hvernig framkvæmdin hefur gengið eftir.“
Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföður frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. 3. nóvember 2020 19:00 Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföður frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. 3. nóvember 2020 19:00
Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43
Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45