Fleiri leiðir til sigurs fyrir Joe Biden Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 14:37 Hulda Þórisdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ, segir Joe Biden vera með fleiri leiðir til sigurs en Donald Trump. HÍ/Getty/Win Mcnamee Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að staðan daginn eftir kosningar í Bandaríkjunum rími við það sem sérfræðingar í skoðanakönnunum vestan hafs, sem hún taki mark á, hafi sagt fyrir kosningar; að úrslitin myndi alls ekki ráðast strax morguninn eftir. „Að þetta myndi í fyrsta lagi ráðast daginn eftir, líklega ekki fyrr en á fimmtudag eða föstudag þegar áætlað er að talningu verði lokið í Pensylvaníu og, vel mögulega, ekki fyrr en miklu seinna ef ýmis málaferli fara í gang um hvaða atkvæði eru lögleg. Eins og er að koma í ljós nú eins og margir spáðu að Repúblikanar virðast ætla í þann slag.“ Enn á eftir að telja fjöldann allan af utankjörfundaratkvæðum og póstatkvæðum sem Hulda segir að séu líklegri til að falla Demókrötum í skaut. „Það er alþekkt að fólk sem býr í þéttbýli í borgunum er mun líklegra til að kjósa Demókrata heldur en þeir sem búa í dreifbýli og það er líka vitað að þeir sem búa í þéttbýli og borgum eru líklegri til að kjósa utan kjörfundar í ár, þannig að þetta tvennt fer saman“. Biden sé enn líklegri til sigurs Hulda, sem bjó í New York hvar hún lauk doktorsprófi í sálfræði árið 2007 og er í nánu samstarfi við prófessora í Bandaríkjunum, segir enn fremur að sérfræðingar í skoðanakönnunum hafi sagt fyrir kosningar að forskot Joes Biden væri það mikið í könnunum að það þyldi sama frávik í skoðanakönnunum og felldi Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, árið 2016. „Þetta er það sem þeir eru tala um að sé að koma í ljós; -já það eru þarna frávik en forystan hans [Bidens] var það sterk að hann er enn þá mun líklegri til að sigra þegar uppi er staðið heldur en Trump, hann er með fleiri leiðir til sigurs. Ef Biden vinnur Arizona, Nevada, Michigan og Wisconsin, þá vinnur hann kosningarnar þó hann tapi Pensylvaniu, Georgíu og Norður-Karólínu. Trúir því að kerfið sé sterkara en ólýðræðisleg ummæli Trumps Hulda varð spurð út í ummæli Trumps í nótt þess efnis að hann vildi stöðva talningu greiddra atkvæða. „Eins og svo margt annað sem sitjandi forseti hefur gert þá á það sér ekki fordæmi og þetta er bara enn eitt dæmið um það að ég leyfi mér að trúa því að kerfið sé nú sterkara en þessi ummæli. Það er ekkert sem bendir til þess að kerfið sé að svigna undan einhverjum svona kröfum eins og er, þótt auðvitað séu einhver dómsmál í uppsiglingu um jaðaratkvæði, leiðrétt atkvæði og annað slíkt. En í heildarmyndinni er ekkert sem bendir til þess að það verði hætt allt í einu að telja. Það voru margir sem spáðu því að Trump myndi leika þennan leik á kosninganótt af því það var vitað að hann myndi standa tiltölulega sterkar þá en hann líklega myndi gera þegar búið verður að telja öll atkvæðin“. Áframhaldandi sundrung í Bandaríkjunum Það er afar mjótt á mununum og fær mann til að velta vöngum yfir bandarísku samfélagi í heild og hvert það stefni. Það virðist eins og þessi sundrung sé ekkert á undanhaldi, nema síður sé, og að þarna muni áfram búa tvær þjóðir í einu landi. Hvert er þitt mat? „Mitt mat er algjörlega samhljóða þínu mati. Þessar kosningar benda ekki á nokkurn hátt til þess að þessi skautun eða pólarísering í landinu sé að minnka og það mun líka taka langan tíma að vinda ofan af því og mögulega alls konar aðrar breytur; utanaðkomandi aðstæður, stórar breytur í efnahagsmálum og svo framvegis sem þurfa að koma til sögunnar. Samsetning bandarísku þjóðarinnar er að breytast, hvítt fólk verður sífellt lægra hlutfall af heildaríbúafjölda þannig að ef við bara horfum á það og horfum kannski fimmtíu ár fram í tímann þá má nú búast við að landslagið hafi breyst bara þess vegna en þangað til það gerist má búast við að ástandið muni vara ansi lengi.“ Hulda segir enn fremur að Bandaríkjamenn séu sérstaklega bundnir á klafa síns stjórnmálaflokks. „Þetta snýst um miklu meira en stjórnmálaskoðanir heldur líka lífsstíl og lífsviðhorf og raunar er það svo að það er ekkert virt lýðræðisríki þar sem er jafn lítil hreyfing er á kjósendum og í Bandaríkjunum. Fólk í rauninni haggast ekki. Þessir kjósendur sem verið er að slást um eru alveg merkilega lítið hlutfall af heildarfjölda kjósenda.“ Hulda ræddi um stöðuna í stjórnmálunum vestan hafs í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að staðan daginn eftir kosningar í Bandaríkjunum rími við það sem sérfræðingar í skoðanakönnunum vestan hafs, sem hún taki mark á, hafi sagt fyrir kosningar; að úrslitin myndi alls ekki ráðast strax morguninn eftir. „Að þetta myndi í fyrsta lagi ráðast daginn eftir, líklega ekki fyrr en á fimmtudag eða föstudag þegar áætlað er að talningu verði lokið í Pensylvaníu og, vel mögulega, ekki fyrr en miklu seinna ef ýmis málaferli fara í gang um hvaða atkvæði eru lögleg. Eins og er að koma í ljós nú eins og margir spáðu að Repúblikanar virðast ætla í þann slag.“ Enn á eftir að telja fjöldann allan af utankjörfundaratkvæðum og póstatkvæðum sem Hulda segir að séu líklegri til að falla Demókrötum í skaut. „Það er alþekkt að fólk sem býr í þéttbýli í borgunum er mun líklegra til að kjósa Demókrata heldur en þeir sem búa í dreifbýli og það er líka vitað að þeir sem búa í þéttbýli og borgum eru líklegri til að kjósa utan kjörfundar í ár, þannig að þetta tvennt fer saman“. Biden sé enn líklegri til sigurs Hulda, sem bjó í New York hvar hún lauk doktorsprófi í sálfræði árið 2007 og er í nánu samstarfi við prófessora í Bandaríkjunum, segir enn fremur að sérfræðingar í skoðanakönnunum hafi sagt fyrir kosningar að forskot Joes Biden væri það mikið í könnunum að það þyldi sama frávik í skoðanakönnunum og felldi Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, árið 2016. „Þetta er það sem þeir eru tala um að sé að koma í ljós; -já það eru þarna frávik en forystan hans [Bidens] var það sterk að hann er enn þá mun líklegri til að sigra þegar uppi er staðið heldur en Trump, hann er með fleiri leiðir til sigurs. Ef Biden vinnur Arizona, Nevada, Michigan og Wisconsin, þá vinnur hann kosningarnar þó hann tapi Pensylvaniu, Georgíu og Norður-Karólínu. Trúir því að kerfið sé sterkara en ólýðræðisleg ummæli Trumps Hulda varð spurð út í ummæli Trumps í nótt þess efnis að hann vildi stöðva talningu greiddra atkvæða. „Eins og svo margt annað sem sitjandi forseti hefur gert þá á það sér ekki fordæmi og þetta er bara enn eitt dæmið um það að ég leyfi mér að trúa því að kerfið sé nú sterkara en þessi ummæli. Það er ekkert sem bendir til þess að kerfið sé að svigna undan einhverjum svona kröfum eins og er, þótt auðvitað séu einhver dómsmál í uppsiglingu um jaðaratkvæði, leiðrétt atkvæði og annað slíkt. En í heildarmyndinni er ekkert sem bendir til þess að það verði hætt allt í einu að telja. Það voru margir sem spáðu því að Trump myndi leika þennan leik á kosninganótt af því það var vitað að hann myndi standa tiltölulega sterkar þá en hann líklega myndi gera þegar búið verður að telja öll atkvæðin“. Áframhaldandi sundrung í Bandaríkjunum Það er afar mjótt á mununum og fær mann til að velta vöngum yfir bandarísku samfélagi í heild og hvert það stefni. Það virðist eins og þessi sundrung sé ekkert á undanhaldi, nema síður sé, og að þarna muni áfram búa tvær þjóðir í einu landi. Hvert er þitt mat? „Mitt mat er algjörlega samhljóða þínu mati. Þessar kosningar benda ekki á nokkurn hátt til þess að þessi skautun eða pólarísering í landinu sé að minnka og það mun líka taka langan tíma að vinda ofan af því og mögulega alls konar aðrar breytur; utanaðkomandi aðstæður, stórar breytur í efnahagsmálum og svo framvegis sem þurfa að koma til sögunnar. Samsetning bandarísku þjóðarinnar er að breytast, hvítt fólk verður sífellt lægra hlutfall af heildaríbúafjölda þannig að ef við bara horfum á það og horfum kannski fimmtíu ár fram í tímann þá má nú búast við að landslagið hafi breyst bara þess vegna en þangað til það gerist má búast við að ástandið muni vara ansi lengi.“ Hulda segir enn fremur að Bandaríkjamenn séu sérstaklega bundnir á klafa síns stjórnmálaflokks. „Þetta snýst um miklu meira en stjórnmálaskoðanir heldur líka lífsstíl og lífsviðhorf og raunar er það svo að það er ekkert virt lýðræðisríki þar sem er jafn lítil hreyfing er á kjósendum og í Bandaríkjunum. Fólk í rauninni haggast ekki. Þessir kjósendur sem verið er að slást um eru alveg merkilega lítið hlutfall af heildarfjölda kjósenda.“ Hulda ræddi um stöðuna í stjórnmálunum vestan hafs í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira