Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2020 07:44 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningunum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. Forsetinn byrjaði á léttum nótum með því að segjast aldrei hafa haldið blaðamannafund svona seint. Trump hélt því næst ranglega fram að til stæði að stela af honum kosningasigri. Þær staðhæfingar halda ekki vatni, hvorki er rétt að hann hafi unnið kosningarnar né að verið sé að stela af honum kosningunum. Þó forsetinn væri sigurreifur virtist hann reiður á köflum og krafðist þess að atkvæðagreiðslu yrði nú hætt. Þó er það svo að hvergi er enn verið að greiða atkvæði. Talning stendur yfir en Trump sagði að nú væri verið að reyna að hafa af honum sigurinn án þess að færa nokkur rök fyrir þeim orðum sínum. Í Pennsylvaníu á til að mynda eftir að telja um 1,4 milljón atkvæði, hið minnsta. Þar er að að mestu um að ræða póstatkvæði en fastlega er gert ráð fyrir því að Biden hafi hlotið fleiri slík en Trump. Alvanalegt er að atkvæði séu talin eftir kosninganótt. Í sumum ríkjum er ekki hægt að staðfesta niðurstöður kosninga endanlega fyrr en nokkrum dögum, jafnvel vikum, eftir kjördag. Sjá einnig: Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Trump staðhæfði að hann hafi sigrað í Georgíu, sem er ekki rétt. Þar er enn verið að telja atkvæði og er mjótt á munum. Trump sagðist einnig vera að vinna í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þó er það svo að ekki er enn hægt að segja til um með nokkurri vissu hver hafði sigur í þessum fjórum fylkjum og er enn verið að telja þar atkvæði. Sjá einnig: Enn enginn sigurvegari og Biden þarf að treysta á „bláa vegginn“ Forsetinn lauk máli sínu á því að segja kosningarnar skammarlegar fyrir Bandaríkin og að verið væri að svindla á fólkinu. Því næst lýsti hann yfir sigri og sagði að hann myndi leita til Hæstaréttar Bandaríkjanna og fara fram á það að talningu atkvæða yrði hætt. "This is a fraud on the American public, this is an embarrassment to our country"Donald Trump claims "frankly, we did win this election" as votes are still being counted in some key swing states.Follow the results live https://t.co/y96hHDNWPq pic.twitter.com/nuRpuL9s9i— SkyNews (@SkyNews) November 4, 2020 Hér að neðan má sjá vakt Vísis þar sem fylgst var með þróun mála í alla nótt.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningunum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. Forsetinn byrjaði á léttum nótum með því að segjast aldrei hafa haldið blaðamannafund svona seint. Trump hélt því næst ranglega fram að til stæði að stela af honum kosningasigri. Þær staðhæfingar halda ekki vatni, hvorki er rétt að hann hafi unnið kosningarnar né að verið sé að stela af honum kosningunum. Þó forsetinn væri sigurreifur virtist hann reiður á köflum og krafðist þess að atkvæðagreiðslu yrði nú hætt. Þó er það svo að hvergi er enn verið að greiða atkvæði. Talning stendur yfir en Trump sagði að nú væri verið að reyna að hafa af honum sigurinn án þess að færa nokkur rök fyrir þeim orðum sínum. Í Pennsylvaníu á til að mynda eftir að telja um 1,4 milljón atkvæði, hið minnsta. Þar er að að mestu um að ræða póstatkvæði en fastlega er gert ráð fyrir því að Biden hafi hlotið fleiri slík en Trump. Alvanalegt er að atkvæði séu talin eftir kosninganótt. Í sumum ríkjum er ekki hægt að staðfesta niðurstöður kosninga endanlega fyrr en nokkrum dögum, jafnvel vikum, eftir kjördag. Sjá einnig: Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Trump staðhæfði að hann hafi sigrað í Georgíu, sem er ekki rétt. Þar er enn verið að telja atkvæði og er mjótt á munum. Trump sagðist einnig vera að vinna í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þó er það svo að ekki er enn hægt að segja til um með nokkurri vissu hver hafði sigur í þessum fjórum fylkjum og er enn verið að telja þar atkvæði. Sjá einnig: Enn enginn sigurvegari og Biden þarf að treysta á „bláa vegginn“ Forsetinn lauk máli sínu á því að segja kosningarnar skammarlegar fyrir Bandaríkin og að verið væri að svindla á fólkinu. Því næst lýsti hann yfir sigri og sagði að hann myndi leita til Hæstaréttar Bandaríkjanna og fara fram á það að talningu atkvæða yrði hætt. "This is a fraud on the American public, this is an embarrassment to our country"Donald Trump claims "frankly, we did win this election" as votes are still being counted in some key swing states.Follow the results live https://t.co/y96hHDNWPq pic.twitter.com/nuRpuL9s9i— SkyNews (@SkyNews) November 4, 2020 Hér að neðan má sjá vakt Vísis þar sem fylgst var með þróun mála í alla nótt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kjördagur með rólegasta móti þvert á spár um átök og ringulreið Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum. 4. nóvember 2020 07:29 Vaktin: Örlagadagur í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu og greitt atkvæði sín. Enn er þó óljóst hvort Repúblikaninn og sitjandi forsetinn Donald Trump mun halda embættinu eða Demókratanum og fyrrverandi varaforsetanum Joe Biden takist að snúa aftur á kunnuglegar slóðir. 3. nóvember 2020 10:45 Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53 Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. 1. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Kjördagur með rólegasta móti þvert á spár um átök og ringulreið Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum. 4. nóvember 2020 07:29
Vaktin: Örlagadagur í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu og greitt atkvæði sín. Enn er þó óljóst hvort Repúblikaninn og sitjandi forsetinn Donald Trump mun halda embættinu eða Demókratanum og fyrrverandi varaforsetanum Joe Biden takist að snúa aftur á kunnuglegar slóðir. 3. nóvember 2020 10:45
Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53
Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. 1. nóvember 2020 23:00