Aron Einar Gunnarsson var með fyrirliðabandið og í byrjunarliði Al Arabi er liðið gerði markalaust jafntefli við Al-Gharafa í katarska bikarnum í dag.
Bikarinn í Katar er leikinn í riðlum en eftir fjóra leiki í bikarnum eru Aron og félagar með átta stig; tvo sigra og tvo jafntefli. Þeir eiga enn eftir að tapa leik í bikarnum.
Fjögur efstu liðin, af þeim sex sem eru í riðlinum, fara svo í umspil en Al Arabi fór alla leið í bikarúrslitin á síðustu leiktíð. Aron Einar spilaði í 75 mínútur í dag.
Heimir Hallgrímsson þjálfar lið Al Arabi og er með Freyr Alexandersson sér til aðstoðar en næsta verkefni Arons og Freys er Ungverjaleikurinn mikilvægi með landsliðinu.
Hann fer fram á fimmtudaginn í næstu viku.
# #
— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) November 3, 2020
| B # _Ooredoo pic.twitter.com/yYXdNYYAvt