Ósvífni Arnór Steinn Ívarsson skrifar 3. nóvember 2020 14:00 Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá svellkalt dæmi um ósvífni íslenskra viðskiptavina í gær. Fréttamiðlar hér og hvar hafa sagt okkur sögur af ógeðfelldum lýð sem eys úr skálum reiðinnar yfir saklaust afgreiðslufólk út af reglum stjórnvalda. Ekki hélt ég að við fengjum dæmi um svoleiðis í beinni útsendingu. Það er oft sagt að síðasti hálfvitinn (eða fávitinn, ætli það fari ekki eftir því hvern þú spyrð) sé ekki enn fæddur. Reglulega fær maður áminningu um þetta í hinum og þessum formum. Sumir bjóða sig fram í embætti en aðrir kjósa að kveikja á upptökunni á símanum sínum og sýna samfélagsmiðlum í beinni útsendingu. Það má ávallt setja spurningamerki við það sem stjórnvöld gera/segja. Það er alger hornsteinn lýðræðis. En þetta? Hvað er í gangi núna? Ég veit ekki um betri myndlíkingu yfir ósvífni, frekjuskap og yfirgangssemi Íslendinga heldur en fullorðið fólk (!!!) sem tekur sig til og skammar starfsfólk verslana fyrir hluti sem þau ráða bara ekki rassgat yfir. Já, já, ég veit, maður á aldrei að alhæfa. En ég ætla að alhæfa aðeins í þessum pistli. Af því að ég er að tala út frá minni reynslu og reynslu sem ég hef heyrt af. Ég vann þjónustustörf af ýmsu tagi í meira en sjö ár og fékk alls konar hegðun beint í andlitið. Frekjuskapur, skilningsleysi, dónaskapur og nafnaköll svo fátt eitt sé nefnt. Til að súmmera upp hvað Íslendingar eru upp til hópa fullkomlega glataðir viðskiptavinir þá brá mér alltaf jafn mikið þegar ég afgreiddi útlendinga, því þau buðu manni ekki bara góðann dag, heldur spurðu jafnvel hvernig maður hefði það. Ég var reglulega sleginn út af laginu af þessari kurteisi. Það var algjört einsdæmi ef Íslendingur heilsaði umfram „góðann dag“ áður en þau köstuðu á mann vandræðum sínum og bjuggust við skyndilausn. Þetta hefur ekki breyst, heldur þróast. Eftir að grímuskylda var sett á sýndu margir sitt sanna eðli. Nýlega hefur netheimurinn í eilífri visku sinni uppefnt þetta fólk Karen, góðum Karenum um heim allan til mikils ama. Þetta fólk tekur sig til og gólar yfir saklaust starfsfólk vegna þess að það þarf að vera með grímu. Það má ekki misskiljast eða gleymast að ég er að tala um fullorðið fólk. Margir hverjir sem vinna afgreiðslustörf eru á menntaskólaaldri. Fullorðið fólk á að vera leiðarvísir unga fólksins í einu og öllu. Unga fólkið á að læra um heiminn frá ykkur. Það á ekki að þurfa að standa og kinka kolli og biðjast afsökunar á meðan þið otið vísifingri að þeim og skammist. Ef þú nenntir að lesa svona langt þá skal ég taka saman í stuttu máli hvað ég er að meina. Ef þú ert ósátt/ur við ákvarðanir stjórnvalda um gang mála í sóttvörnum hér á Íslandi þá skaltu ekki fara í næstu verslun og vera með einhvern gjörning. Afgreiðslufólkið þar vinnur undir nógu andskoti miklu álagi fyrir. Það þarf ekki að einhver rasshaus með mikilmennskuheilkenni komi inn með yfirlýsingar og skammir. Farðu frekar út í fjöru og öskraðu á hafið. Eða út á land og öskraðu á sandinn. Slepptu því að tala við okkur hin, við nennum ekki að hlusta á svona andskotans væl. Afgreiðslufólk um allt land á þakkir skilið fyrir vel unnin störf í fullkomlega fáránlegum aðstæðum. Það á ekki skilið að einhver forréttindapési öskri á þau af því að hann er ósáttur við tillögur þríeykisins. Verið með grímu og hættum þessu kjaftæði. Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá svellkalt dæmi um ósvífni íslenskra viðskiptavina í gær. Fréttamiðlar hér og hvar hafa sagt okkur sögur af ógeðfelldum lýð sem eys úr skálum reiðinnar yfir saklaust afgreiðslufólk út af reglum stjórnvalda. Ekki hélt ég að við fengjum dæmi um svoleiðis í beinni útsendingu. Það er oft sagt að síðasti hálfvitinn (eða fávitinn, ætli það fari ekki eftir því hvern þú spyrð) sé ekki enn fæddur. Reglulega fær maður áminningu um þetta í hinum og þessum formum. Sumir bjóða sig fram í embætti en aðrir kjósa að kveikja á upptökunni á símanum sínum og sýna samfélagsmiðlum í beinni útsendingu. Það má ávallt setja spurningamerki við það sem stjórnvöld gera/segja. Það er alger hornsteinn lýðræðis. En þetta? Hvað er í gangi núna? Ég veit ekki um betri myndlíkingu yfir ósvífni, frekjuskap og yfirgangssemi Íslendinga heldur en fullorðið fólk (!!!) sem tekur sig til og skammar starfsfólk verslana fyrir hluti sem þau ráða bara ekki rassgat yfir. Já, já, ég veit, maður á aldrei að alhæfa. En ég ætla að alhæfa aðeins í þessum pistli. Af því að ég er að tala út frá minni reynslu og reynslu sem ég hef heyrt af. Ég vann þjónustustörf af ýmsu tagi í meira en sjö ár og fékk alls konar hegðun beint í andlitið. Frekjuskapur, skilningsleysi, dónaskapur og nafnaköll svo fátt eitt sé nefnt. Til að súmmera upp hvað Íslendingar eru upp til hópa fullkomlega glataðir viðskiptavinir þá brá mér alltaf jafn mikið þegar ég afgreiddi útlendinga, því þau buðu manni ekki bara góðann dag, heldur spurðu jafnvel hvernig maður hefði það. Ég var reglulega sleginn út af laginu af þessari kurteisi. Það var algjört einsdæmi ef Íslendingur heilsaði umfram „góðann dag“ áður en þau köstuðu á mann vandræðum sínum og bjuggust við skyndilausn. Þetta hefur ekki breyst, heldur þróast. Eftir að grímuskylda var sett á sýndu margir sitt sanna eðli. Nýlega hefur netheimurinn í eilífri visku sinni uppefnt þetta fólk Karen, góðum Karenum um heim allan til mikils ama. Þetta fólk tekur sig til og gólar yfir saklaust starfsfólk vegna þess að það þarf að vera með grímu. Það má ekki misskiljast eða gleymast að ég er að tala um fullorðið fólk. Margir hverjir sem vinna afgreiðslustörf eru á menntaskólaaldri. Fullorðið fólk á að vera leiðarvísir unga fólksins í einu og öllu. Unga fólkið á að læra um heiminn frá ykkur. Það á ekki að þurfa að standa og kinka kolli og biðjast afsökunar á meðan þið otið vísifingri að þeim og skammist. Ef þú nenntir að lesa svona langt þá skal ég taka saman í stuttu máli hvað ég er að meina. Ef þú ert ósátt/ur við ákvarðanir stjórnvalda um gang mála í sóttvörnum hér á Íslandi þá skaltu ekki fara í næstu verslun og vera með einhvern gjörning. Afgreiðslufólkið þar vinnur undir nógu andskoti miklu álagi fyrir. Það þarf ekki að einhver rasshaus með mikilmennskuheilkenni komi inn með yfirlýsingar og skammir. Farðu frekar út í fjöru og öskraðu á hafið. Eða út á land og öskraðu á sandinn. Slepptu því að tala við okkur hin, við nennum ekki að hlusta á svona andskotans væl. Afgreiðslufólk um allt land á þakkir skilið fyrir vel unnin störf í fullkomlega fáránlegum aðstæðum. Það á ekki skilið að einhver forréttindapési öskri á þau af því að hann er ósáttur við tillögur þríeykisins. Verið með grímu og hættum þessu kjaftæði. Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun