Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 11:23 Fjölmargir hafa þurft að loka sjoppunni vegna kórónuveirunnar. Sem stendur er tíu manna samkomubann í landinu sem nær til langflestra verslana og allra veitingastaða. Vísir/Vilhelm Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. Að sögn Óla Björns Kárasonar, nefndarformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokks, tók frumvarp um lokunarstyrki ekki miklum breytingum í meðferð nefndarinnar. Samkvæmt frumvarpinu er úrræðið framlengt fram á mitt næsta ár. Töluverðar breytingar hafa hins vegar verið gerðar á umfangi tekjufallsstyrkja og er það orðið mun meira en lagt var upp með. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna faraldursins og lagði fjármála- og efnahagsráðherra fyrir nefndina að útvíkka tekjufallsstyrki þannig að úrræðið myndi ná til fleiri rekstraraðila og gilda í lengri tíma. Að sögn Óla Björns miðast úrræðið nú ekki eingöngu við einyrkja eða örfyrirtæki með að hámarki þrjá starfsmenn, heldur öll fyrirtæki sem hafa orðið fyrir ákveðnu tekjufalli. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/vilhelm Fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 40-70% tekjufalli geta fengið allt að 400 þúsund krónur fyrir allt að fimm stöðugildi. Alls tvær milljónir króna á mánuði yfir tímabilið frá 1. apríl til 31. október, eða að hámarki 14 milljónir króna. Fyrirtæki sem hafa orðið fyrir meira en 70% tekjufalli geta fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi yfir sama tímabil, eða að hámarki 17,5 milljónir króna. Óli Björn segir breytingar koma til móts við athugasemdir og eiga að grípa til dæmis veitingahús sem orðið hafa fyrir miklum tekjusamdrætti. Gætu fengið greiðslu eftir nokkrar vikur Í umsögn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði er lagt til að styrkir renni jafnframt til fyrirtækja sem hafi orðið fyrir minna tekjufalli, eða misst 30% af tekjum sínum. Aðspurður hvort til greina hafi komið að lækka viðmiðið segir Óli Björn að það hafi verið lækkað úr 50% og niður í 40%. „Þannig það var gefið hressilega í og komið til móts við athugasemdir.“ Hann segir stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem fyrst og verði að lögum fyrir lok vikunnar. Aðspurður hvenær fyrirtæki geti átt von á greiðslu segir hann mikið verk bíða Skattsins við afgreiðslu umsókna og að ferlið gæti tekið einhverjar vikur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. Að sögn Óla Björns Kárasonar, nefndarformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokks, tók frumvarp um lokunarstyrki ekki miklum breytingum í meðferð nefndarinnar. Samkvæmt frumvarpinu er úrræðið framlengt fram á mitt næsta ár. Töluverðar breytingar hafa hins vegar verið gerðar á umfangi tekjufallsstyrkja og er það orðið mun meira en lagt var upp með. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna faraldursins og lagði fjármála- og efnahagsráðherra fyrir nefndina að útvíkka tekjufallsstyrki þannig að úrræðið myndi ná til fleiri rekstraraðila og gilda í lengri tíma. Að sögn Óla Björns miðast úrræðið nú ekki eingöngu við einyrkja eða örfyrirtæki með að hámarki þrjá starfsmenn, heldur öll fyrirtæki sem hafa orðið fyrir ákveðnu tekjufalli. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/vilhelm Fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 40-70% tekjufalli geta fengið allt að 400 þúsund krónur fyrir allt að fimm stöðugildi. Alls tvær milljónir króna á mánuði yfir tímabilið frá 1. apríl til 31. október, eða að hámarki 14 milljónir króna. Fyrirtæki sem hafa orðið fyrir meira en 70% tekjufalli geta fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi yfir sama tímabil, eða að hámarki 17,5 milljónir króna. Óli Björn segir breytingar koma til móts við athugasemdir og eiga að grípa til dæmis veitingahús sem orðið hafa fyrir miklum tekjusamdrætti. Gætu fengið greiðslu eftir nokkrar vikur Í umsögn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði er lagt til að styrkir renni jafnframt til fyrirtækja sem hafi orðið fyrir minna tekjufalli, eða misst 30% af tekjum sínum. Aðspurður hvort til greina hafi komið að lækka viðmiðið segir Óli Björn að það hafi verið lækkað úr 50% og niður í 40%. „Þannig það var gefið hressilega í og komið til móts við athugasemdir.“ Hann segir stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem fyrst og verði að lögum fyrir lok vikunnar. Aðspurður hvenær fyrirtæki geti átt von á greiðslu segir hann mikið verk bíða Skattsins við afgreiðslu umsókna og að ferlið gæti tekið einhverjar vikur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira