Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 11:23 Fjölmargir hafa þurft að loka sjoppunni vegna kórónuveirunnar. Sem stendur er tíu manna samkomubann í landinu sem nær til langflestra verslana og allra veitingastaða. Vísir/Vilhelm Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. Að sögn Óla Björns Kárasonar, nefndarformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokks, tók frumvarp um lokunarstyrki ekki miklum breytingum í meðferð nefndarinnar. Samkvæmt frumvarpinu er úrræðið framlengt fram á mitt næsta ár. Töluverðar breytingar hafa hins vegar verið gerðar á umfangi tekjufallsstyrkja og er það orðið mun meira en lagt var upp með. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna faraldursins og lagði fjármála- og efnahagsráðherra fyrir nefndina að útvíkka tekjufallsstyrki þannig að úrræðið myndi ná til fleiri rekstraraðila og gilda í lengri tíma. Að sögn Óla Björns miðast úrræðið nú ekki eingöngu við einyrkja eða örfyrirtæki með að hámarki þrjá starfsmenn, heldur öll fyrirtæki sem hafa orðið fyrir ákveðnu tekjufalli. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/vilhelm Fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 40-70% tekjufalli geta fengið allt að 400 þúsund krónur fyrir allt að fimm stöðugildi. Alls tvær milljónir króna á mánuði yfir tímabilið frá 1. apríl til 31. október, eða að hámarki 14 milljónir króna. Fyrirtæki sem hafa orðið fyrir meira en 70% tekjufalli geta fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi yfir sama tímabil, eða að hámarki 17,5 milljónir króna. Óli Björn segir breytingar koma til móts við athugasemdir og eiga að grípa til dæmis veitingahús sem orðið hafa fyrir miklum tekjusamdrætti. Gætu fengið greiðslu eftir nokkrar vikur Í umsögn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði er lagt til að styrkir renni jafnframt til fyrirtækja sem hafi orðið fyrir minna tekjufalli, eða misst 30% af tekjum sínum. Aðspurður hvort til greina hafi komið að lækka viðmiðið segir Óli Björn að það hafi verið lækkað úr 50% og niður í 40%. „Þannig það var gefið hressilega í og komið til móts við athugasemdir.“ Hann segir stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem fyrst og verði að lögum fyrir lok vikunnar. Aðspurður hvenær fyrirtæki geti átt von á greiðslu segir hann mikið verk bíða Skattsins við afgreiðslu umsókna og að ferlið gæti tekið einhverjar vikur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. Að sögn Óla Björns Kárasonar, nefndarformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokks, tók frumvarp um lokunarstyrki ekki miklum breytingum í meðferð nefndarinnar. Samkvæmt frumvarpinu er úrræðið framlengt fram á mitt næsta ár. Töluverðar breytingar hafa hins vegar verið gerðar á umfangi tekjufallsstyrkja og er það orðið mun meira en lagt var upp með. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna faraldursins og lagði fjármála- og efnahagsráðherra fyrir nefndina að útvíkka tekjufallsstyrki þannig að úrræðið myndi ná til fleiri rekstraraðila og gilda í lengri tíma. Að sögn Óla Björns miðast úrræðið nú ekki eingöngu við einyrkja eða örfyrirtæki með að hámarki þrjá starfsmenn, heldur öll fyrirtæki sem hafa orðið fyrir ákveðnu tekjufalli. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/vilhelm Fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 40-70% tekjufalli geta fengið allt að 400 þúsund krónur fyrir allt að fimm stöðugildi. Alls tvær milljónir króna á mánuði yfir tímabilið frá 1. apríl til 31. október, eða að hámarki 14 milljónir króna. Fyrirtæki sem hafa orðið fyrir meira en 70% tekjufalli geta fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi yfir sama tímabil, eða að hámarki 17,5 milljónir króna. Óli Björn segir breytingar koma til móts við athugasemdir og eiga að grípa til dæmis veitingahús sem orðið hafa fyrir miklum tekjusamdrætti. Gætu fengið greiðslu eftir nokkrar vikur Í umsögn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði er lagt til að styrkir renni jafnframt til fyrirtækja sem hafi orðið fyrir minna tekjufalli, eða misst 30% af tekjum sínum. Aðspurður hvort til greina hafi komið að lækka viðmiðið segir Óli Björn að það hafi verið lækkað úr 50% og niður í 40%. „Þannig það var gefið hressilega í og komið til móts við athugasemdir.“ Hann segir stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem fyrst og verði að lögum fyrir lok vikunnar. Aðspurður hvenær fyrirtæki geti átt von á greiðslu segir hann mikið verk bíða Skattsins við afgreiðslu umsókna og að ferlið gæti tekið einhverjar vikur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira