Lögreglumenn í miðborg Reykjavíkur þurftu að hafa afskipti af ökumanni sem ók á móti umferð á Laugavegi um klukkan 20 í gærkvöldi.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökumaðurinn hafi reynst átt að vera í einangrun vegna Covid-smits og með þessum rúnt sínum niður Laugaveginn hafi hann verið að brjóta lög um sóttvarnir.
„Lögreglumenn fylgdu honum til hans heima en hann má eiga von á sekt vegna málsins,“ segir í tilkynningunni.