Hvernig þjóðfélag viljum við? Árný Björg Blandon skrifar 2. nóvember 2020 11:01 Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi var ég bæði reið og leið en ég bægði því frá mér til að geta sofið almennilega, sem og ég gerði sem betur fer. Í morgun þegar ég vaknaði var ég ekki eins reið en ég var mjög leið. Það sem olli þessu í byrjun var myndin sem ég sá á Mbl.is, af fjölskyldunni frá Senegal sem á nú að reka úr landi þótt þau hafi búið hér í 7 ár og eignast 2 börn á þessu tímabili. En, leiðinn stoppaði ekki þar. Ég fór að hugsa um allt það fólk hér á landi sem á erfitt með að bera höfuðið hátt þegar það stendur fyrir framan Rauða krossinn og/eða Mæðrastyrksnefnd af því að það hefur ekki það viðurværi sem þau þurfa fyrir sig og börnin sín. Það nístir hjarta mitt. Og leiðinn heldur áfram þegar ég hugsa um allt fólkið sem hefur þurft að hætta að vinna og eldra fólkið sem lætur af störfum og þurfa að lifa ýmist á örorkubótum, lífeyrissjóðum og ellilífeyri sem eru svo skorin við nögl að það hálfa væri nóg. Svo er þeim refsað fyrir að reyna að bæta tekjurnar á einhvern hátt með því að að rýra bæturnar þeirra. Eitt enn sem fékk leiðann til að rísa var hugsunin um Alþingi Íslendinga sem að mínu mati er ábyrgt fyrir þessu. Það getur alveg breytt lögum til að fólk geti lifað rúmlega sómasamlegu lífi fjárhagslega. Svo kom ein hugsun fljúgandi. Hvað myndi Alþingi gera ef þau stæðu frammi fyrir því að missa húsnæðið sitt, þurfa að skera við nögl til að eiga steik á sunnudögum og þyrftu jafnvel að ná sér í aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd og/eða Rauða krossinum. Myndu þau þá breyta lögum? Síðasta hugsunin var, hvort er dýrmætara, mannslíf eða byggingar og breytingar? Hvar erum við stödd sem þjóðfélag? Það eru allt of margir í hvínandi þörf til lífsviðurværis. Alþingi Íslendinga, hættið að refsa fólki fyrir að vera veikt, fatlað og gamalt. Það er bara hreint út ljótt. Og hættið að lofa öllu fögru fyrir kosningar. Farið að standa við loforðin og ríflega það! Höfundur er þýðandi og textaritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi var ég bæði reið og leið en ég bægði því frá mér til að geta sofið almennilega, sem og ég gerði sem betur fer. Í morgun þegar ég vaknaði var ég ekki eins reið en ég var mjög leið. Það sem olli þessu í byrjun var myndin sem ég sá á Mbl.is, af fjölskyldunni frá Senegal sem á nú að reka úr landi þótt þau hafi búið hér í 7 ár og eignast 2 börn á þessu tímabili. En, leiðinn stoppaði ekki þar. Ég fór að hugsa um allt það fólk hér á landi sem á erfitt með að bera höfuðið hátt þegar það stendur fyrir framan Rauða krossinn og/eða Mæðrastyrksnefnd af því að það hefur ekki það viðurværi sem þau þurfa fyrir sig og börnin sín. Það nístir hjarta mitt. Og leiðinn heldur áfram þegar ég hugsa um allt fólkið sem hefur þurft að hætta að vinna og eldra fólkið sem lætur af störfum og þurfa að lifa ýmist á örorkubótum, lífeyrissjóðum og ellilífeyri sem eru svo skorin við nögl að það hálfa væri nóg. Svo er þeim refsað fyrir að reyna að bæta tekjurnar á einhvern hátt með því að að rýra bæturnar þeirra. Eitt enn sem fékk leiðann til að rísa var hugsunin um Alþingi Íslendinga sem að mínu mati er ábyrgt fyrir þessu. Það getur alveg breytt lögum til að fólk geti lifað rúmlega sómasamlegu lífi fjárhagslega. Svo kom ein hugsun fljúgandi. Hvað myndi Alþingi gera ef þau stæðu frammi fyrir því að missa húsnæðið sitt, þurfa að skera við nögl til að eiga steik á sunnudögum og þyrftu jafnvel að ná sér í aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd og/eða Rauða krossinum. Myndu þau þá breyta lögum? Síðasta hugsunin var, hvort er dýrmætara, mannslíf eða byggingar og breytingar? Hvar erum við stödd sem þjóðfélag? Það eru allt of margir í hvínandi þörf til lífsviðurværis. Alþingi Íslendinga, hættið að refsa fólki fyrir að vera veikt, fatlað og gamalt. Það er bara hreint út ljótt. Og hættið að lofa öllu fögru fyrir kosningar. Farið að standa við loforðin og ríflega það! Höfundur er þýðandi og textaritari.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar