Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2020 08:23 Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum á morgun. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. Reuters segir frá því að Trump-fánum hafi verið veifað í bílunum og þeim hafi verið ekið mjög nálægt rútunni þar sem reynt hafi verið að fá rútuna til að hægja á sér. Atvikið átti sér stað þar sem rúta Demókrata var á leið frá San Antonio til Austin í Texas. Myndbönd af atvikinu voru birt á samfélagsmiðlum og birti Trump sjálfur færslu af einu slíku með textanum „Ég elska Texas!“ I LOVE TEXAS! pic.twitter.com/EP7P3AvE8L— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2020 Talsmaður framboðs Demókrata segir að ökumenn bílanna hafi reynt að þröngva rútunni af veginum eða þá fá hana til að keyra hægar. Hvorki Joe Biden né Kamala Harris voru um borð í rútunni þegar atvikið átti sér stað, en heimildarmenn CNN segja öldugadeildarþingmanninn fyrrverandi, Wendy Davis, hins vegar hafa verið í rútunni þó að þetta hafi ekki fengist staðfest. Starfsfólk framboðs Demókrata sem var í rútunni hringdi á lögreglu sem veitti að lokum rútunni fylgd á áfangastað. Eftir að atvikið kom upp var ákveðið að hætta við tvo skipulagða atburði á vegum Demókrata. Trump var allt annað en ánægður eftir að fréttir bárust af rannsókn FBI. „Í mínum huga gerðu þessir föðurlandsvinir ekkert rangt af sér.“ Sagði forsetinn að þessi í stað væri rétt að rannsaka „anarkista og æsingamenn Antifa sem kveikja í borgum okkar þar sem Demókratar stjórna.“ In my opinion, these patriots did nothing wrong. Instead, the FBI & Justice should be investigating the terrorists, anarchists, and agitators of ANTIFA, who run around burning down our Democrat run cities and hurting our people! https://t.co/of6Lna3HMU— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. Reuters segir frá því að Trump-fánum hafi verið veifað í bílunum og þeim hafi verið ekið mjög nálægt rútunni þar sem reynt hafi verið að fá rútuna til að hægja á sér. Atvikið átti sér stað þar sem rúta Demókrata var á leið frá San Antonio til Austin í Texas. Myndbönd af atvikinu voru birt á samfélagsmiðlum og birti Trump sjálfur færslu af einu slíku með textanum „Ég elska Texas!“ I LOVE TEXAS! pic.twitter.com/EP7P3AvE8L— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2020 Talsmaður framboðs Demókrata segir að ökumenn bílanna hafi reynt að þröngva rútunni af veginum eða þá fá hana til að keyra hægar. Hvorki Joe Biden né Kamala Harris voru um borð í rútunni þegar atvikið átti sér stað, en heimildarmenn CNN segja öldugadeildarþingmanninn fyrrverandi, Wendy Davis, hins vegar hafa verið í rútunni þó að þetta hafi ekki fengist staðfest. Starfsfólk framboðs Demókrata sem var í rútunni hringdi á lögreglu sem veitti að lokum rútunni fylgd á áfangastað. Eftir að atvikið kom upp var ákveðið að hætta við tvo skipulagða atburði á vegum Demókrata. Trump var allt annað en ánægður eftir að fréttir bárust af rannsókn FBI. „Í mínum huga gerðu þessir föðurlandsvinir ekkert rangt af sér.“ Sagði forsetinn að þessi í stað væri rétt að rannsaka „anarkista og æsingamenn Antifa sem kveikja í borgum okkar þar sem Demókratar stjórna.“ In my opinion, these patriots did nothing wrong. Instead, the FBI & Justice should be investigating the terrorists, anarchists, and agitators of ANTIFA, who run around burning down our Democrat run cities and hurting our people! https://t.co/of6Lna3HMU— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira