Um klukkan hálfellefu í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi í austurbæ Reykjavíkur.
Að því er segir í dagbók lögreglu var tilkynningin „mjög óljós“ og vegna þess að íbúar á heimilinu voru allir í sóttkví þurftu lögreglumenn að fara í viðeigandi hlífðarbúnað fyrir verkefnið.
„Enginn reyndist alvarlega slasaður en málsatvik eru í rannsókn,“ segir í dagbók lögreglu.
Laust fyrir klukkan hálfsjö í gærkvöldi var síðan óskað eftir aðstoð lögreglu við að vísa farþegar út úr strætó en farþeginn neitaði að nota grímu.
Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir af lögreglu grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.