Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 20:15 Róbert Geir Gíslason er hér fyrir miðju. vísir/tom Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Litáen á miðvikudaginn. Er hann hluti af undankeppni EM sem fram fer árið 2022. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. Þá ræddi hann einnig Olís deildir karla og kvenna en ekki reiknað með að hefja leik að nýju þar fyrr en um miðjan desembermánuð. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er búið að vera talsvert um forföll og nú síðast Bjarki Már [Elísson, leikmaður Lemgo í Þýskalandi] sem á ekki heimangengt. Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Hauka, kemur í hans stað. Það er rétt, leikurinn fer fram á miðvikudaginn og drengirnir hafa verið að týnast til landsins í dag, sá fyrsti kom í gær. Svo eru sex eða sjö leikmenn á morgun ásamt þjálfaranum,“ sagði Róbert Geir um þennan skrítna undirbúning íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn kemur. „Undirbúningur hefst raunar í kvöld og svo æfing á morgun, hjá þeim sem eru komnir og lausir úr sóttkví. Við æfum með hluta hópsins á morgun og svo allur hópurinn saman á þriðjudag.“ Var mikið púsluspil að koma þessu heim og saman? „Það er það. Rosalega fá flug í gangi í Evrópu í dag og flóki að ferða mönnum heim um alla Evrópu. Það var ekki auðvelt en hafðist á endanum. Sumir þurftu að fara í þrjú flug og þetta var smá púsl en það tóku þessu allir og við spilum, það er ekki spurning.“ „Það verða það. Höllinni verður skipt upp í þrjú sóttvarnarhólf og engir áhorfendur. Á sóttvarnarhólfinu þar sem leikmenn eru verða aðeins leikmenn, dómarar og starfsmenn leiks, það er ritaraborðið. Þetta verður allt öðruvísi umhverfi en við erum vanir. Við skipuleggjum þetta hins vegar vel og þá mun takast vel til,“ sagði Róbert Geir um skrítnar aðstæður leiksins. Um framhaldið í Olís deildum karla og kvenna „Við erum að skoða hvað er til ráða. Við erum í algjöru æfingabanni í tvær vikur, til 17. nóvember, og við þurfum að sjá hvert mögulegt framhald verður. Fáum við að byrja æfa þá eða verður þessu aflétt með stigum. Þurfum að sjá hvernig það þróast áður en við getum tekið ákvörðun með framhaldið en það er alveg ljóst að við erum ekki að fara spila í nóvember og tæplegast fyrr en um miðjan desember úr því sem komið er þar sem þetta er orðið það löng pása,“ sagði Róbert að lokum. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ ræddi komandi landsleik og Olís deildirnar Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Kristján Örn og Magnús Óli kallaðir inn í landsliðið Guðmundur Guðmundsson hefur bætt tveimur leikmönnum við íslenska landsliðshópinn sem mætir Litháen í undankeppni EM í næstu viku. 29. október 2020 15:52 Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. 28. október 2020 19:02 HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Litáen á miðvikudaginn. Er hann hluti af undankeppni EM sem fram fer árið 2022. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. Þá ræddi hann einnig Olís deildir karla og kvenna en ekki reiknað með að hefja leik að nýju þar fyrr en um miðjan desembermánuð. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er búið að vera talsvert um forföll og nú síðast Bjarki Már [Elísson, leikmaður Lemgo í Þýskalandi] sem á ekki heimangengt. Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Hauka, kemur í hans stað. Það er rétt, leikurinn fer fram á miðvikudaginn og drengirnir hafa verið að týnast til landsins í dag, sá fyrsti kom í gær. Svo eru sex eða sjö leikmenn á morgun ásamt þjálfaranum,“ sagði Róbert Geir um þennan skrítna undirbúning íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn kemur. „Undirbúningur hefst raunar í kvöld og svo æfing á morgun, hjá þeim sem eru komnir og lausir úr sóttkví. Við æfum með hluta hópsins á morgun og svo allur hópurinn saman á þriðjudag.“ Var mikið púsluspil að koma þessu heim og saman? „Það er það. Rosalega fá flug í gangi í Evrópu í dag og flóki að ferða mönnum heim um alla Evrópu. Það var ekki auðvelt en hafðist á endanum. Sumir þurftu að fara í þrjú flug og þetta var smá púsl en það tóku þessu allir og við spilum, það er ekki spurning.“ „Það verða það. Höllinni verður skipt upp í þrjú sóttvarnarhólf og engir áhorfendur. Á sóttvarnarhólfinu þar sem leikmenn eru verða aðeins leikmenn, dómarar og starfsmenn leiks, það er ritaraborðið. Þetta verður allt öðruvísi umhverfi en við erum vanir. Við skipuleggjum þetta hins vegar vel og þá mun takast vel til,“ sagði Róbert Geir um skrítnar aðstæður leiksins. Um framhaldið í Olís deildum karla og kvenna „Við erum að skoða hvað er til ráða. Við erum í algjöru æfingabanni í tvær vikur, til 17. nóvember, og við þurfum að sjá hvert mögulegt framhald verður. Fáum við að byrja æfa þá eða verður þessu aflétt með stigum. Þurfum að sjá hvernig það þróast áður en við getum tekið ákvörðun með framhaldið en það er alveg ljóst að við erum ekki að fara spila í nóvember og tæplegast fyrr en um miðjan desember úr því sem komið er þar sem þetta er orðið það löng pása,“ sagði Róbert að lokum. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ ræddi komandi landsleik og Olís deildirnar
Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Kristján Örn og Magnús Óli kallaðir inn í landsliðið Guðmundur Guðmundsson hefur bætt tveimur leikmönnum við íslenska landsliðshópinn sem mætir Litháen í undankeppni EM í næstu viku. 29. október 2020 15:52 Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. 28. október 2020 19:02 HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15
Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20
Kristján Örn og Magnús Óli kallaðir inn í landsliðið Guðmundur Guðmundsson hefur bætt tveimur leikmönnum við íslenska landsliðshópinn sem mætir Litháen í undankeppni EM í næstu viku. 29. október 2020 15:52
Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. 28. október 2020 19:02
HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37