Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Sylvía Hall skrifar 1. nóvember 2020 23:00 Donald Trump er sagður búa sig undir ýmsar niðurstöður í kosningunum á þriðjudag. Getty/John Moore Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. Þetta hefur Axios eftir þremur heimildarmönnum sínum. Til þess að það gerist telja bandamenn hans nauðsynlegt að hann sé með öruggan sigur eða þokkalegt forskot í ákveðnum ríkjum; Ohio, Flórída, Norður-Karólínu, Texas, Iowa, Arizona og Georgíu. Forsetinn er sagður hafa farið yfir þessi áform sín í smáatriðum og lýst því hvernig hann ætli sér að lýsa yfir sigri í pontu á kosningakvöldinu. Spekingar hafa áður sagt að tölur kosningakvöldsins gætu gefið skakka mynd af niðurstöðum. Þannig sé líklegt að Trump verði með forskot í Pennsylvaníu kosningakvöldið sjálft en það myndi að öllum líkindum breytast eftir talningu póstatkvæða. Sjaldan hafa jafn margir greitt atkvæði með pósti og í ár. Kórónuveirufaraldurinn hefur mikið með þá þróun að gera.Getty/Joe Raedle Ætla að láta reyna á lögmæti póstatkvæðanna Trump hefur ítrekað ráðist á póstatkvæði í kosningabaráttu sinni og fullyrt að þau leiði til stórfelldra kosningasvika. Þannig hafa póstatkvæði og talning þeirra orðið að einum helsta óvissuþættinum í úrslitum forsetakosninganna vestanhafs. Gaf hann þannig í skyn í kosningabaráttu sinni að hann myndi ekki viðurkenna ósigur við tap, nema hætt yrði að bjóða upp á póstatkvæðagreiðslu. Repúblikanar hafa höfðað mál í mörgum ríkjum til þess að takmarka póstatkvæði og hvenær þau skuli teljast gild. Reglur um hvenær póstatkvæði þurfa að berast eru ólíkar á milli einstakra ríkja Bandaríkjanna og fara kosningar raunar fram að mestu með slíkum hætti í fimm ríkjum Bandaríkjanna. Það er í Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, Líklegra að póstatkvæðin verði demókrötum í vil Axios fullyrðir að Trump og lögfræðingateymi hans búi sig nú undir að láta reyna á gildi þeirra póstatkvæða sem talin eru eftir 3. nóvember. Munu þeir halda því fram að þeir atkvæðaseðlar séu hluti af kosningasvindli. Miklar líkur eru á því að póstatkvæðin verði demókrötum í vil samkvæmt sérfræðingum vestanhafs. Þess vegna hafi ráðgjafar Trump hafið undirbúning að þessari áætlun fyrir einhverjum vikum síðan. Trump myndi þá lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fullkomlega fyrir. Ef úrslitin myndu svo breytast í Pennsylvaníu eftir kosningakvöldið sjálft með póstatkvæðatalningu myndi hann fullyrða að demókratar hefðu „stolið kosningunum.“ Gríðarlegur fjöldi Bandaríkjamanna er þegar búinn að kjósa, þar á meðal báðir forsetaframbjóðendurnir. Útlit er fyrir að kjörsókn verði sú mesta í meira en heila öld. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. 30. október 2020 08:59 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. 23. september 2020 22:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. Þetta hefur Axios eftir þremur heimildarmönnum sínum. Til þess að það gerist telja bandamenn hans nauðsynlegt að hann sé með öruggan sigur eða þokkalegt forskot í ákveðnum ríkjum; Ohio, Flórída, Norður-Karólínu, Texas, Iowa, Arizona og Georgíu. Forsetinn er sagður hafa farið yfir þessi áform sín í smáatriðum og lýst því hvernig hann ætli sér að lýsa yfir sigri í pontu á kosningakvöldinu. Spekingar hafa áður sagt að tölur kosningakvöldsins gætu gefið skakka mynd af niðurstöðum. Þannig sé líklegt að Trump verði með forskot í Pennsylvaníu kosningakvöldið sjálft en það myndi að öllum líkindum breytast eftir talningu póstatkvæða. Sjaldan hafa jafn margir greitt atkvæði með pósti og í ár. Kórónuveirufaraldurinn hefur mikið með þá þróun að gera.Getty/Joe Raedle Ætla að láta reyna á lögmæti póstatkvæðanna Trump hefur ítrekað ráðist á póstatkvæði í kosningabaráttu sinni og fullyrt að þau leiði til stórfelldra kosningasvika. Þannig hafa póstatkvæði og talning þeirra orðið að einum helsta óvissuþættinum í úrslitum forsetakosninganna vestanhafs. Gaf hann þannig í skyn í kosningabaráttu sinni að hann myndi ekki viðurkenna ósigur við tap, nema hætt yrði að bjóða upp á póstatkvæðagreiðslu. Repúblikanar hafa höfðað mál í mörgum ríkjum til þess að takmarka póstatkvæði og hvenær þau skuli teljast gild. Reglur um hvenær póstatkvæði þurfa að berast eru ólíkar á milli einstakra ríkja Bandaríkjanna og fara kosningar raunar fram að mestu með slíkum hætti í fimm ríkjum Bandaríkjanna. Það er í Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, Líklegra að póstatkvæðin verði demókrötum í vil Axios fullyrðir að Trump og lögfræðingateymi hans búi sig nú undir að láta reyna á gildi þeirra póstatkvæða sem talin eru eftir 3. nóvember. Munu þeir halda því fram að þeir atkvæðaseðlar séu hluti af kosningasvindli. Miklar líkur eru á því að póstatkvæðin verði demókrötum í vil samkvæmt sérfræðingum vestanhafs. Þess vegna hafi ráðgjafar Trump hafið undirbúning að þessari áætlun fyrir einhverjum vikum síðan. Trump myndi þá lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fullkomlega fyrir. Ef úrslitin myndu svo breytast í Pennsylvaníu eftir kosningakvöldið sjálft með póstatkvæðatalningu myndi hann fullyrða að demókratar hefðu „stolið kosningunum.“ Gríðarlegur fjöldi Bandaríkjamanna er þegar búinn að kjósa, þar á meðal báðir forsetaframbjóðendurnir. Útlit er fyrir að kjörsókn verði sú mesta í meira en heila öld.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. 30. október 2020 08:59 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. 23. september 2020 22:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. 30. október 2020 08:59
Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15
„Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25
Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. 23. september 2020 22:00