SÁÁ hættir þátttöku í rekstri spilakassa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 12:57 Stjórnarformaður SÁÁ segir það ekki samræmast markmiðum samtakanna að halda úti rekstri spilakassa. Vísir/Baldur Hrafnkell Stjórn SÁÁ hefur samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og hyggst slíta á tengsl sín við Íslandsspil. Einhugur var um málið innan stjórnar en SÁÁ er eigandi að Íslandsspilum auk Rauða krossins og Landsbjargar. Þetta staðfestir Einar Hermannsson, stjórnarformaður SÁÁ í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna. „Þetta lá alveg fyrir þegar þessi stjórn tók við að við myndum fara í þetta verkefni að losa okkur undan þessum hlut í Íslandsspilum sem að telur nú ekki nema um 9%. En það skiptir svo sem ekki höfuðmáli heldur er bara það að vera inni í þessu fyrirtæki kannski ekki það rétta fyrir SÁÁ,“ segir Einar í samtali við Vísi. SÁÁ veiti ráðgjöf og meðferð við spilafíkn og í ljósi þessa skjóti þátttaka samtakanna í rekstri spilakassa skökku við. Einar Hermannsson tók við sem formaður SÁÁ í sumar.Vísir/Vilhelm „Ég tel það ekki samræmast gildum SÁÁ,“ segir Einar en ný stjórn undir hans forystu tók til starfa í sumar. „Ég var með ákveðnar hugmyndir að útfærslum sem að kannski ekki allir voru sáttir við, sem að skiptir kannski ekki máli núna, en alla veganna varð niðurstaðan sú að við myndum bara losa okkur við okkar hlut og eiga þá bara gott samtal við meðeigendur okkar og Íslandsspil sjálft,“ segir Einar. Það samtal sé þegar hafið en hann kveðst eiga von á því að það muni liggja fyrir fyrir áramót hvernig útgöngu SÁÁ úr rekstrinum verði háttað. „Leyfið er háð því að við erum þrjú þarna inni, þessir þrír aðilar, þannig að núna þarf bara að skoða hvort að gera þarf einhverjar reglugerðabreytingar eða hvað þannig að þetta verði að veruleika,“ útskýrir Einar. „Formlegt ferli er hafið.“ Rekstrarlega muni þessi ákvörðun vissulega hafa afleiðingar fyrir samtökin. „Sem betur fer hafa þessar tekjur farið minnkandi,“ segir Einar. „Okkar hlutur var áætlaður 34 milljónir á næsta ári og 34 milljónir eru ekki tíndar upp úr götunni en ég hef þá trú að við munum ná þessum peningum annars staðar og ég held að þetta „goodwill“ í kringum SÁÁ verði ennþá betra og meira þegar við förum út úr þessu og þá vilji fleiri styðja við bakið á okkur,“ segir Einar. Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Stjórn SÁÁ hefur samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og hyggst slíta á tengsl sín við Íslandsspil. Einhugur var um málið innan stjórnar en SÁÁ er eigandi að Íslandsspilum auk Rauða krossins og Landsbjargar. Þetta staðfestir Einar Hermannsson, stjórnarformaður SÁÁ í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna. „Þetta lá alveg fyrir þegar þessi stjórn tók við að við myndum fara í þetta verkefni að losa okkur undan þessum hlut í Íslandsspilum sem að telur nú ekki nema um 9%. En það skiptir svo sem ekki höfuðmáli heldur er bara það að vera inni í þessu fyrirtæki kannski ekki það rétta fyrir SÁÁ,“ segir Einar í samtali við Vísi. SÁÁ veiti ráðgjöf og meðferð við spilafíkn og í ljósi þessa skjóti þátttaka samtakanna í rekstri spilakassa skökku við. Einar Hermannsson tók við sem formaður SÁÁ í sumar.Vísir/Vilhelm „Ég tel það ekki samræmast gildum SÁÁ,“ segir Einar en ný stjórn undir hans forystu tók til starfa í sumar. „Ég var með ákveðnar hugmyndir að útfærslum sem að kannski ekki allir voru sáttir við, sem að skiptir kannski ekki máli núna, en alla veganna varð niðurstaðan sú að við myndum bara losa okkur við okkar hlut og eiga þá bara gott samtal við meðeigendur okkar og Íslandsspil sjálft,“ segir Einar. Það samtal sé þegar hafið en hann kveðst eiga von á því að það muni liggja fyrir fyrir áramót hvernig útgöngu SÁÁ úr rekstrinum verði háttað. „Leyfið er háð því að við erum þrjú þarna inni, þessir þrír aðilar, þannig að núna þarf bara að skoða hvort að gera þarf einhverjar reglugerðabreytingar eða hvað þannig að þetta verði að veruleika,“ útskýrir Einar. „Formlegt ferli er hafið.“ Rekstrarlega muni þessi ákvörðun vissulega hafa afleiðingar fyrir samtökin. „Sem betur fer hafa þessar tekjur farið minnkandi,“ segir Einar. „Okkar hlutur var áætlaður 34 milljónir á næsta ári og 34 milljónir eru ekki tíndar upp úr götunni en ég hef þá trú að við munum ná þessum peningum annars staðar og ég held að þetta „goodwill“ í kringum SÁÁ verði ennþá betra og meira þegar við förum út úr þessu og þá vilji fleiri styðja við bakið á okkur,“ segir Einar.
Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira