Ósáttir við tilmæli sem bárust fimm tímum fyrir rjúpnaveiðitímabilið Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2020 10:52 Rjúpnaveiðimenn eru margir hverjir ósáttir við þessa tilmæli sóttvarnayfirvalda. Vísir/Vilhelm Skotvís harmar að yfirvöld skuli ekki hafa verið í nánari samvinnu við félagið fyrir komandi rjúpnaveiðitímabil. Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa hvatt rjúpnaveiðimenn til að vera heima og taka þannig þátt í baráttunni við kórónuveiruna. Tilkynningin frá sóttvarnalækni og almannavarnadeildinni barst fimm klukkustundum áður en rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í henni kom fram að það væri ekki í anda núverandi reglna að fara í ferðalög á milli landshluta vegna rjúpnaveiði. Skotveiðifélagið Skotvís segist hafa ítrekað óskað eftir fundum með yfirvöldum fyrir yfirvofandi rjúpnaveiðitímabil en ekki fengið slíkan fund. Tilmælin hafi borist án samtals við veiðimenn „Með samtali hefði t.d. verið hægt að fresta fyrstu helginni og bæta þá við annari í byrjun desember og/eða opna SV-svæðið fyrir skotveiðum. Einfaldar aðgerðir sem mótvægi en fengu ekki umræðu,“ segir í yfirlýsingu félagsins og ljóst að mikil óánægja er meðal skotveiðimanna um þessi tilmæli. „Samt er tekið fram að ALLIR eigi að halda sig heima. Það sýnist félaginu vera stefnubreyting frá því í gær. Einfaldara hefði verið að segja fólki þá að ferðast innanhúss þessa helgi og tilkynna það fyrr. það skýtur skökku við að þessum tilmælum er eingöngu beint til veiðimanna en ekki annarar útivistar þar sem fólk er í meiri nánd t.d. ferðalaga í sumarbústaði,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Skotvís segist hafa að eigið frumkvæði hafa sett í gang með nokkrum fyrirvara herferð þar sem veiðimenn eru hvattir til að huga að sóttvörnum. „Þar sem margir eru lagðir af stað eða geta ekki hætt við ferðir þá viljum við ítreka tilmæli okkar: Forðist samneyti við aðra Notið ekki þjónustu eða kaupið þjónustu Ef tveir eða fleiri eru í bíl, hugið að sóttvörnum, sprittið og verið með grímur. Veiðiferð skal vera ferð frá A til B, veiðar á veiðislóð, ferða frá B til A. Farið varlega, akið eftir aðstæðum og ekki leggja í tvísýnt veður. Við erum ÖLL í þessu saman, en það krefst samvinnu, samtals og sveigjanleika. Við skorum á veiðimenn að hlýða þeim reglum sem eru í gildi hverju sinni og skorum á stjórnvöld að taka upp beint samtal við hagsmunasamtök veiðimanna.“ Skotveiði Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Skotvís harmar að yfirvöld skuli ekki hafa verið í nánari samvinnu við félagið fyrir komandi rjúpnaveiðitímabil. Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa hvatt rjúpnaveiðimenn til að vera heima og taka þannig þátt í baráttunni við kórónuveiruna. Tilkynningin frá sóttvarnalækni og almannavarnadeildinni barst fimm klukkustundum áður en rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í henni kom fram að það væri ekki í anda núverandi reglna að fara í ferðalög á milli landshluta vegna rjúpnaveiði. Skotveiðifélagið Skotvís segist hafa ítrekað óskað eftir fundum með yfirvöldum fyrir yfirvofandi rjúpnaveiðitímabil en ekki fengið slíkan fund. Tilmælin hafi borist án samtals við veiðimenn „Með samtali hefði t.d. verið hægt að fresta fyrstu helginni og bæta þá við annari í byrjun desember og/eða opna SV-svæðið fyrir skotveiðum. Einfaldar aðgerðir sem mótvægi en fengu ekki umræðu,“ segir í yfirlýsingu félagsins og ljóst að mikil óánægja er meðal skotveiðimanna um þessi tilmæli. „Samt er tekið fram að ALLIR eigi að halda sig heima. Það sýnist félaginu vera stefnubreyting frá því í gær. Einfaldara hefði verið að segja fólki þá að ferðast innanhúss þessa helgi og tilkynna það fyrr. það skýtur skökku við að þessum tilmælum er eingöngu beint til veiðimanna en ekki annarar útivistar þar sem fólk er í meiri nánd t.d. ferðalaga í sumarbústaði,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Skotvís segist hafa að eigið frumkvæði hafa sett í gang með nokkrum fyrirvara herferð þar sem veiðimenn eru hvattir til að huga að sóttvörnum. „Þar sem margir eru lagðir af stað eða geta ekki hætt við ferðir þá viljum við ítreka tilmæli okkar: Forðist samneyti við aðra Notið ekki þjónustu eða kaupið þjónustu Ef tveir eða fleiri eru í bíl, hugið að sóttvörnum, sprittið og verið með grímur. Veiðiferð skal vera ferð frá A til B, veiðar á veiðislóð, ferða frá B til A. Farið varlega, akið eftir aðstæðum og ekki leggja í tvísýnt veður. Við erum ÖLL í þessu saman, en það krefst samvinnu, samtals og sveigjanleika. Við skorum á veiðimenn að hlýða þeim reglum sem eru í gildi hverju sinni og skorum á stjórnvöld að taka upp beint samtal við hagsmunasamtök veiðimanna.“
Skotveiði Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39
Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25