Ólafur Ingi: Þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast Anton Ingi Leifsson skrifar 1. nóvember 2020 12:45 Ólafur Ingi Skúlason hefur væntanlega leikið sitt síðasta tímabil. VÍSIR/VILHELM Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, skilur ákvörðun KSÍ að blása mótið af Íslandsmótin. Mannslíf séu í húfi og því sé réttara að huga þeim að en að klára knattspyrnutímabilin. Ólafur Ingi var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær þar sem hann fór yfir tímabilið, ákvörðun KSÍ og framhaldið hjá sjálfum sér. Fylkismenn áttu enn möguleika á Evrópusæti og þeir eru líklega það lið sem hefurlátið minnst í sér heyra af þeim liðum sem áttu einhvern möguleika á einhverju meira en þeir að endingu fengu. Aðspurður út í það svaraði Ólafur: „Hvað á maður að segja? Það er enginn að taka þessa ákvörðun létt. Það er klárt að þetta hefur verið erfið ákvörðun fyrir KSÍ að taka. Það er enginn að þessu til þess að skemma fyrir einhverjum eða af því menn taka þann pól í hæðina að þeir nenni þessu ekki lengur. Það er held ég alveg á hreinu að það er búið að fara í alvöru vinnu að skoða þetta. Er þetta raunhæft eða er þetta möguleiki?“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Ég held að við verðum að treysta því að þeir sem taki þessar ákvarðanir, hljóta gera það í samvinnu við landlækni og aðra sem þekkja stöðuna betur en við hin, að þetta sé ekki gerlegt og sé ekki málið. Þá þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast af því staðan er svona. Við verðum að virða þetta. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt og við erum búin að eiga gott tímabil. Við hefðum fengið að njóta þess að hafa einhverju um að keppa í síðustu leikjunum og setja pressu á liðin fyrir ofan okkur. Og vona að það yrði nóg. Það er því miður ekki hægt.“ Ólafur segir einnig að veikindi nákominna fjölskyldumeðlima láti hann skilja stöðuna enn betur. „Það þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast. Staðan er þannig að við erum á þessum fordæmalausum tímum. Þetta eru skrýtnar aðstæður. Það eru mannslíf í húfi. Pabbi minn er útskrifaður læknaður af krabbameini í lungun. Hann má alls ekki fá þetta. Þegar þetta er nálægt manni skilur maður að það er ekkert hægt að taka sénsa með þetta.“ Viðtalið við Ólaf í heild sinni má heyra hér að neðan en það hefst er um hálftími er liðinn af þættinum. Þar sagði hann einnig að hann hafi líklega leikið sinn síðasta leik en vildi þó ekki alveg staðfesta það. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, skilur ákvörðun KSÍ að blása mótið af Íslandsmótin. Mannslíf séu í húfi og því sé réttara að huga þeim að en að klára knattspyrnutímabilin. Ólafur Ingi var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær þar sem hann fór yfir tímabilið, ákvörðun KSÍ og framhaldið hjá sjálfum sér. Fylkismenn áttu enn möguleika á Evrópusæti og þeir eru líklega það lið sem hefurlátið minnst í sér heyra af þeim liðum sem áttu einhvern möguleika á einhverju meira en þeir að endingu fengu. Aðspurður út í það svaraði Ólafur: „Hvað á maður að segja? Það er enginn að taka þessa ákvörðun létt. Það er klárt að þetta hefur verið erfið ákvörðun fyrir KSÍ að taka. Það er enginn að þessu til þess að skemma fyrir einhverjum eða af því menn taka þann pól í hæðina að þeir nenni þessu ekki lengur. Það er held ég alveg á hreinu að það er búið að fara í alvöru vinnu að skoða þetta. Er þetta raunhæft eða er þetta möguleiki?“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Ég held að við verðum að treysta því að þeir sem taki þessar ákvarðanir, hljóta gera það í samvinnu við landlækni og aðra sem þekkja stöðuna betur en við hin, að þetta sé ekki gerlegt og sé ekki málið. Þá þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast af því staðan er svona. Við verðum að virða þetta. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt og við erum búin að eiga gott tímabil. Við hefðum fengið að njóta þess að hafa einhverju um að keppa í síðustu leikjunum og setja pressu á liðin fyrir ofan okkur. Og vona að það yrði nóg. Það er því miður ekki hægt.“ Ólafur segir einnig að veikindi nákominna fjölskyldumeðlima láti hann skilja stöðuna enn betur. „Það þýðir ekkert að henda í eitthvað frekjukast. Staðan er þannig að við erum á þessum fordæmalausum tímum. Þetta eru skrýtnar aðstæður. Það eru mannslíf í húfi. Pabbi minn er útskrifaður læknaður af krabbameini í lungun. Hann má alls ekki fá þetta. Þegar þetta er nálægt manni skilur maður að það er ekkert hægt að taka sénsa með þetta.“ Viðtalið við Ólaf í heild sinni má heyra hér að neðan en það hefst er um hálftími er liðinn af þættinum. Þar sagði hann einnig að hann hafi líklega leikið sinn síðasta leik en vildi þó ekki alveg staðfesta það.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki