Hundruð þúsunda mótmæltu skerðingu á rétti til þungunarrofs Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 23:46 Mótmælin eru ein þau stærstu í sögu Póllands. Getty/Omar Marques Hundruð þúsunda komu saman í miðborg Varsjá í Póllandi í gærkvöldi til þess að mótmæla skerðingu á rétti til þungunarrofs þar í landi. Þungunarrof verður bannað í nær öllum tilfellum í landinu eftir nýjan dóm stjórnlagadómstóls landsins. Þungunarrof verður þannig aðeins heimilt þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu eftir að stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. Frá mótmælunum í gærkvöldi.Getty/Aleksander Kalka Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa þróun í landinu, sem og leiðtogar annarra þjóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála í landinu þar sem þetta væru grundvallarréttindi sem lengi hafði verið barist fyrir. Skömmu fyrir mótmælin í gær tilkynnti Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann myndi bjóða fram „lagalega lausn“ á þessum átökum með því að setja löggjöf þar sem þungunarrof væri heimilt þegar um lífshættulegan fæðingargalla fósturs væri að ræða. Yfirlýsing Duda bar ekki árangur og héldu mótmælin áfram líkt og skipuleggjendur stefndu að. Fimm manna samkomubann er í gildi í landinu vegna fjölgunar smita þar í landi, en margir mótmælendur báru grímur. Fimm manna samkomubann stöðvaði ekki grímuklædda mótmælendur.Getty/Aleksander Kalka Ungar konur hafa verið framarlega í mótmælunum og margar hverjar mótmælt í marga daga, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. 27. október 2020 11:58 Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Hundruð þúsunda komu saman í miðborg Varsjá í Póllandi í gærkvöldi til þess að mótmæla skerðingu á rétti til þungunarrofs þar í landi. Þungunarrof verður bannað í nær öllum tilfellum í landinu eftir nýjan dóm stjórnlagadómstóls landsins. Þungunarrof verður þannig aðeins heimilt þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu eftir að stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. Frá mótmælunum í gærkvöldi.Getty/Aleksander Kalka Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa þróun í landinu, sem og leiðtogar annarra þjóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála í landinu þar sem þetta væru grundvallarréttindi sem lengi hafði verið barist fyrir. Skömmu fyrir mótmælin í gær tilkynnti Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann myndi bjóða fram „lagalega lausn“ á þessum átökum með því að setja löggjöf þar sem þungunarrof væri heimilt þegar um lífshættulegan fæðingargalla fósturs væri að ræða. Yfirlýsing Duda bar ekki árangur og héldu mótmælin áfram líkt og skipuleggjendur stefndu að. Fimm manna samkomubann er í gildi í landinu vegna fjölgunar smita þar í landi, en margir mótmælendur báru grímur. Fimm manna samkomubann stöðvaði ekki grímuklædda mótmælendur.Getty/Aleksander Kalka Ungar konur hafa verið framarlega í mótmælunum og margar hverjar mótmælt í marga daga, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. 27. október 2020 11:58 Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. 27. október 2020 11:58
Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59
Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“