Hefur greitt skatta og gjöld um árabil en hefur ekki rétt á atvinnuleysisbótum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2020 21:00 Fjölskyldan á sér þá ósk heitasta að geta búið áfram á Íslandi eins og undanfarin sjö ár. Bassirou Ndiaye með Reginu Mörthu Ndiaye og Mahe Diouf með Elodie Mariu Ndiaye. SIGURJÓN ÓLASON Umsækjandi um alþjóðlega vernd, sem búið hefur hér á landi í tæp sjö ár og greitt skatta og gjöld, hefur hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né öðrum félagslegum réttindum frá ríkinu. Efnt hefur verið til undirskriftarsöfnunar til stuðnings fjölskyldunni. Í gær sögðum við frá hjónunum Bassirou og Mahe sem eru frá Senegal. Dætur þeirra Marta og María sem eru sex og þriggja ára fæddust báðar hér á landi. Sú yngri er á leikskóla en sú eldri í Vogaskóla og tala þær íslensku. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi en hjónin hafa búið hér á landi í tæp sjö ár. Bassirou hefur unnið á hóteli hér á landi í þrjú og hálft ár og borgað fulla skatta, greiddi í lífeyrissjóð og sinnti skyldum sínum líkt og aðrir launþegar auk þess sem vinnuveitandi hans greiddi tryggingagjald. Hótelið þurfti að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar og missti Bassirou því vinnuna. Hann á ekki rétt á félagslegum réttindum. „Þá á hann ekki rétt á atvinnuleysisbótum því hann er á þessari utangarðs kennitölu. Bráðabirgðarleyfi. Samt sem áður þarf hans vinnuveitandi að greiða fullt tryggingagjald. Hann borgar sjálfur fulla skatta. Hann á engin réttindi í heilbrigðiskerfinu,“ segir Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er náttúrulega bara svo fáranleg réttastaða sem þetta fólk er búið að búa við.“ Fjölskyldan hefur án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á enn eina endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Efnt hefur verið til undirskriftasöfnunnar til stuðnings fjölskyldunni. Hælisleitendur Félagsmál Senegal Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Umsækjandi um alþjóðlega vernd, sem búið hefur hér á landi í tæp sjö ár og greitt skatta og gjöld, hefur hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né öðrum félagslegum réttindum frá ríkinu. Efnt hefur verið til undirskriftarsöfnunar til stuðnings fjölskyldunni. Í gær sögðum við frá hjónunum Bassirou og Mahe sem eru frá Senegal. Dætur þeirra Marta og María sem eru sex og þriggja ára fæddust báðar hér á landi. Sú yngri er á leikskóla en sú eldri í Vogaskóla og tala þær íslensku. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi en hjónin hafa búið hér á landi í tæp sjö ár. Bassirou hefur unnið á hóteli hér á landi í þrjú og hálft ár og borgað fulla skatta, greiddi í lífeyrissjóð og sinnti skyldum sínum líkt og aðrir launþegar auk þess sem vinnuveitandi hans greiddi tryggingagjald. Hótelið þurfti að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar og missti Bassirou því vinnuna. Hann á ekki rétt á félagslegum réttindum. „Þá á hann ekki rétt á atvinnuleysisbótum því hann er á þessari utangarðs kennitölu. Bráðabirgðarleyfi. Samt sem áður þarf hans vinnuveitandi að greiða fullt tryggingagjald. Hann borgar sjálfur fulla skatta. Hann á engin réttindi í heilbrigðiskerfinu,“ segir Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er náttúrulega bara svo fáranleg réttastaða sem þetta fólk er búið að búa við.“ Fjölskyldan hefur án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á enn eina endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Efnt hefur verið til undirskriftasöfnunnar til stuðnings fjölskyldunni.
Hælisleitendur Félagsmál Senegal Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira