„Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2020 12:33 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. Hann vill þó að stjórnvöld leggi meiri áherslu á að hvetja til eftirspurnar fremur en að einblína aðeins á að tryggja framboð þegar yfir líkur. Þá sé nauðsynlegt að útvíkka úrræði um lokunarstyrki. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal annars er stefnt að því að útvíkka úrræði um tekjufallsstyrki og þá verða kynntir til sögunnar svokallaðir viðspyrnustyrkir. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar þessum áformum. „Okkur lýst vel á það að ríkisstjórnin skuli bregðast við. Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni og sú sviðsmynd var uppi í vor að ástandið myndi ganga yfir á nokkrum vikum eða mánuðum og það hefur því miður ekki gengið eftir. Þannig að þetta dregst á langinn og þá er mjög jákvætt að ríkisstjórnin skuli viðurkenna þá stöðu og bregðast við á þennan hátt,“ segir Sigurður. Með útvíkkun tekjufallsstyrkja er gert ráð fyrir að rekstraraðili geti að hámarki fengið sautján og hálfa milljón í styrk. „Þetta hjálpar auðvitað verulega til en þetta kannski dugar skammt til þess að mæta því áfalli sem að þessi fyrirtæki verða fyrir,“ segir Sigurður. Hann fagni því engu að síður að víkka eigi út úrræðið um tekjufallsstyrki. „Ég vona svo sannarlega að það sama verði gert við lokunarstyrkina vegna þess að þeir voru of þröngt skilgreindir þannig að of fáir hafa getað nýtt sér þá. Það er að segja fyrirtæki eða starfsemi sem að hefur þurft að loka vegna þess að til dæmis allir aðrir í kringum þá, sem sagt viðskiptavinir, hafa þurft að loka, þeir hafa ekki fallið þarna undir,“ segir Sigurður. Stjórnvöld hvetji til eftirspurnar þar sem framboð er nægt Viðspyrnustyrkirnir séu einnig jákvæð nýung. Úrræðið miði að því að halda uppi framboði, þannig að framboð verði til staðar þegar að eftirspurnin tekur við sér á ný. Hann sjái þó einnig tækifæri í því að hvetja til eftirspurnar. „Við viljum ekki síður leggja áherslu á hina hliðina sem er sú að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboð er nægt. Þar er ég til dæmis að vísa í verkefni sem að okkur finnst vel heppnuð eins og allir vinna sem er endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu iðnaðarmanna, og eins markaðsátakið láttu það ganga, sem að stuðlar að vitundarvakningu um þá keðjuverkun sem fer af stað þegar við skiptum við hvert annað. Svoleiðis að á þessu eru tvær hliðar og ég held að það séu tækifæri hjá stjórnvöldum að horfa meira á þessa seinni hlið, sem sagt að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboðið er nægt,“ segir Sigurður. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. Hann vill þó að stjórnvöld leggi meiri áherslu á að hvetja til eftirspurnar fremur en að einblína aðeins á að tryggja framboð þegar yfir líkur. Þá sé nauðsynlegt að útvíkka úrræði um lokunarstyrki. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal annars er stefnt að því að útvíkka úrræði um tekjufallsstyrki og þá verða kynntir til sögunnar svokallaðir viðspyrnustyrkir. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar þessum áformum. „Okkur lýst vel á það að ríkisstjórnin skuli bregðast við. Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni og sú sviðsmynd var uppi í vor að ástandið myndi ganga yfir á nokkrum vikum eða mánuðum og það hefur því miður ekki gengið eftir. Þannig að þetta dregst á langinn og þá er mjög jákvætt að ríkisstjórnin skuli viðurkenna þá stöðu og bregðast við á þennan hátt,“ segir Sigurður. Með útvíkkun tekjufallsstyrkja er gert ráð fyrir að rekstraraðili geti að hámarki fengið sautján og hálfa milljón í styrk. „Þetta hjálpar auðvitað verulega til en þetta kannski dugar skammt til þess að mæta því áfalli sem að þessi fyrirtæki verða fyrir,“ segir Sigurður. Hann fagni því engu að síður að víkka eigi út úrræðið um tekjufallsstyrki. „Ég vona svo sannarlega að það sama verði gert við lokunarstyrkina vegna þess að þeir voru of þröngt skilgreindir þannig að of fáir hafa getað nýtt sér þá. Það er að segja fyrirtæki eða starfsemi sem að hefur þurft að loka vegna þess að til dæmis allir aðrir í kringum þá, sem sagt viðskiptavinir, hafa þurft að loka, þeir hafa ekki fallið þarna undir,“ segir Sigurður. Stjórnvöld hvetji til eftirspurnar þar sem framboð er nægt Viðspyrnustyrkirnir séu einnig jákvæð nýung. Úrræðið miði að því að halda uppi framboði, þannig að framboð verði til staðar þegar að eftirspurnin tekur við sér á ný. Hann sjái þó einnig tækifæri í því að hvetja til eftirspurnar. „Við viljum ekki síður leggja áherslu á hina hliðina sem er sú að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboð er nægt. Þar er ég til dæmis að vísa í verkefni sem að okkur finnst vel heppnuð eins og allir vinna sem er endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu iðnaðarmanna, og eins markaðsátakið láttu það ganga, sem að stuðlar að vitundarvakningu um þá keðjuverkun sem fer af stað þegar við skiptum við hvert annað. Svoleiðis að á þessu eru tvær hliðar og ég held að það séu tækifæri hjá stjórnvöldum að horfa meira á þessa seinni hlið, sem sagt að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboðið er nægt,“ segir Sigurður.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent