Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 20:01 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til þess að sporna gegn neikvæðum efnahagslegum áhrifum faraldursins á fyrirtæki og rekstraraðila. Frumvarp um tekjufallsstyrki verður víkkað og viðspyrnustyrkir kynntir til sögunnar. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að breytingar verði gerðar á frumvarpi um tekjufallsstyrki svo úrræðið nái til fleiri rekstraraðila og gildi í lengri tíma. Eru styrkirnir hugsaðir til þess að styðja við fyrirtæki sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, án þess að hafa verið gert að loka, frá 1. apríl til 31. október. Þá verður nýtt úrræði, viðspyrnustyrkir, lagt fram í frumvarpi sem nú er í undirbúningi. Viðspyrnustyrkirnir verða veittir í framhaldi af tekjufallsstyrkjum og fram á næsta ár. Þeim er ætlað að tryggja að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins „geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist,“ líkt og segir í tilkynningu. Breytingar á tekjufallsstyrkjum eru eftirfarandi: Fallið er frá skilyrðum um hámarksfjölda starfsmanna (3 skv. frumvarpi); Lagt er til að styrkir verði veittir fyrir allt að 5 stöðugildi; Styrkfjárhæð tekur mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli: rekstraraðilar sem verða fyrir 40-70% tekjufalli geta átt rétt á styrk að fjárhæð 400 þús.kr. á mánuði á hvert stöðugildi, en sé tekjufallið 70-100% getur styrkur orðið 500 þús.kr. á hvert stöðugildi á mánuði; Tímabil er lengt í sjö mánuði frá 1. apríl sl. að telja; Hámarksstyrkur verður samkvæmt þessu 17,5 m.kr. á rekstraraðila. Þá hefur ríkisstjórnin rætt mögulega framlengingu hlutabótaleiðar, sem rennur út um áramótin, og hefur félags- og barnamálaráðherra hafið undirbúning að framlengingu hennar. „Loks má nefna að Alþingi hefur til meðferðar frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um framhald lokunarstyrkja. Í því felst að heimildir til greiðslu lokunarstyrkja miðast ekki eingöngu við takmarkanir sóttvarnaryfirvalda sem þegar hafa komið til framkvæmda heldur taka einnig til frekari takmarkana sem kunna að koma til síðar.“ Dæmi um styrkveitingar miðað við framangreindar breytingar á fyrirliggjandi frumvörpum: Rekstraraðili með fimm starfsmenn eða fleiri sem gert var að loka (lokunarstyrkur og tekjufallsstyrkur) Lokunarstyrkur í vor 3.600.000 Lokunarstyrkur í sept 1.000.000 Lokunarstyrkur í okt og til 3. nóv 2.900.000 Tekjufallsstyrkur ef 70% - 100% tekjufall 17.500.000 Hámark tekjufallsstyrks ef rekstraraðili hefur fengið hámark lokunarstyrkja fyrir lokanir til 3. nóv. 10.000.000 Rekstraraðili með 5 starfsmenn eða fleiri sem ekki var gert að loka en myndi eingöngu eiga rétt á tekjufallsstyrk – miðast við hámark tekjufallsstyrks 70% - 100% tekjufall: 17.500.000 - 2.500.000 á hvern mánuð 40% - 70% tekjufall: 14.000.000 - 2.000.000 á hvern mánuð Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. 30. október 2020 19:22 Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Katrín boðar jafnframt frekar efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. 30. október 2020 13:47 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til þess að sporna gegn neikvæðum efnahagslegum áhrifum faraldursins á fyrirtæki og rekstraraðila. Frumvarp um tekjufallsstyrki verður víkkað og viðspyrnustyrkir kynntir til sögunnar. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að breytingar verði gerðar á frumvarpi um tekjufallsstyrki svo úrræðið nái til fleiri rekstraraðila og gildi í lengri tíma. Eru styrkirnir hugsaðir til þess að styðja við fyrirtæki sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, án þess að hafa verið gert að loka, frá 1. apríl til 31. október. Þá verður nýtt úrræði, viðspyrnustyrkir, lagt fram í frumvarpi sem nú er í undirbúningi. Viðspyrnustyrkirnir verða veittir í framhaldi af tekjufallsstyrkjum og fram á næsta ár. Þeim er ætlað að tryggja að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins „geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist,“ líkt og segir í tilkynningu. Breytingar á tekjufallsstyrkjum eru eftirfarandi: Fallið er frá skilyrðum um hámarksfjölda starfsmanna (3 skv. frumvarpi); Lagt er til að styrkir verði veittir fyrir allt að 5 stöðugildi; Styrkfjárhæð tekur mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli: rekstraraðilar sem verða fyrir 40-70% tekjufalli geta átt rétt á styrk að fjárhæð 400 þús.kr. á mánuði á hvert stöðugildi, en sé tekjufallið 70-100% getur styrkur orðið 500 þús.kr. á hvert stöðugildi á mánuði; Tímabil er lengt í sjö mánuði frá 1. apríl sl. að telja; Hámarksstyrkur verður samkvæmt þessu 17,5 m.kr. á rekstraraðila. Þá hefur ríkisstjórnin rætt mögulega framlengingu hlutabótaleiðar, sem rennur út um áramótin, og hefur félags- og barnamálaráðherra hafið undirbúning að framlengingu hennar. „Loks má nefna að Alþingi hefur til meðferðar frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um framhald lokunarstyrkja. Í því felst að heimildir til greiðslu lokunarstyrkja miðast ekki eingöngu við takmarkanir sóttvarnaryfirvalda sem þegar hafa komið til framkvæmda heldur taka einnig til frekari takmarkana sem kunna að koma til síðar.“ Dæmi um styrkveitingar miðað við framangreindar breytingar á fyrirliggjandi frumvörpum: Rekstraraðili með fimm starfsmenn eða fleiri sem gert var að loka (lokunarstyrkur og tekjufallsstyrkur) Lokunarstyrkur í vor 3.600.000 Lokunarstyrkur í sept 1.000.000 Lokunarstyrkur í okt og til 3. nóv 2.900.000 Tekjufallsstyrkur ef 70% - 100% tekjufall 17.500.000 Hámark tekjufallsstyrks ef rekstraraðili hefur fengið hámark lokunarstyrkja fyrir lokanir til 3. nóv. 10.000.000 Rekstraraðili með 5 starfsmenn eða fleiri sem ekki var gert að loka en myndi eingöngu eiga rétt á tekjufallsstyrk – miðast við hámark tekjufallsstyrks 70% - 100% tekjufall: 17.500.000 - 2.500.000 á hvern mánuð 40% - 70% tekjufall: 14.000.000 - 2.000.000 á hvern mánuð
Fallið er frá skilyrðum um hámarksfjölda starfsmanna (3 skv. frumvarpi); Lagt er til að styrkir verði veittir fyrir allt að 5 stöðugildi; Styrkfjárhæð tekur mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli: rekstraraðilar sem verða fyrir 40-70% tekjufalli geta átt rétt á styrk að fjárhæð 400 þús.kr. á mánuði á hvert stöðugildi, en sé tekjufallið 70-100% getur styrkur orðið 500 þús.kr. á hvert stöðugildi á mánuði; Tímabil er lengt í sjö mánuði frá 1. apríl sl. að telja; Hámarksstyrkur verður samkvæmt þessu 17,5 m.kr. á rekstraraðila.
Lokunarstyrkur í vor 3.600.000 Lokunarstyrkur í sept 1.000.000 Lokunarstyrkur í okt og til 3. nóv 2.900.000 Tekjufallsstyrkur ef 70% - 100% tekjufall 17.500.000 Hámark tekjufallsstyrks ef rekstraraðili hefur fengið hámark lokunarstyrkja fyrir lokanir til 3. nóv. 10.000.000
70% - 100% tekjufall: 17.500.000 - 2.500.000 á hvern mánuð 40% - 70% tekjufall: 14.000.000 - 2.000.000 á hvern mánuð
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. 30. október 2020 19:22 Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Katrín boðar jafnframt frekar efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. 30. október 2020 13:47 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. 30. október 2020 19:22
Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24
Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Katrín boðar jafnframt frekar efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. 30. október 2020 13:47
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun