Nýsjálendingar höfnuðu kannabis en vilja heimila dánaraðstoð Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. október 2020 06:58 Mjótt er á munum þegar kemur að kannabis en dánaraðstoð var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Hannah Peters/Getty Images Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar á Nýja Sjálandi á dögunum samhliða þingkosningum þar í landi og voru bráðabirgðaúrslit úr þeim kunngjörð í morgun. Kosið var annarsvegar um hvort lögleiða ætti kannabisefni til einkanota og hins vegar hvort dánaraðstoð skuli leidd í nýsjálensk lög. Úrslit atkvæðagreiðslanna voru bindandi. Svo virðist sem landsmenn hafi tekið heilshugar undir tillöguna um dánaraðstoð, sem um 65 prósent samþykktu, en mun mjórra er á munum þegar kemur að kannabisefnum. Þar er staðan sú að 53 prósent vildu fella tillöguna um lögleiðingu, en 46 prósent voru henni fylgjandi. Enn á eftir að telja svokölluð „sérstök atkvæði“, sem eru til að mynda atkvæði þeirra sem búa erlendis. Ólíklegt er þó talið að úrslitin breytist mikið. Kölluðu eftir afstöðu Ardern Þeir sem töluðu fyrir lögleiðingu kannabisefna voru ósáttir við að hin vinsæla Jacina Ardern forsætisráðherra skyldi ekki gefa upp sína skoðun fyrir atkvæðagreiðsluna, en hún sagði að ákvörðunin ætti að vera í höndum Nýsjálendinga sjálfra. Eftir kjördag staðfesti hún hins vegar að hún hefði kosið með báðum tillögunum, að leyfa kannabis og heimila dánaraðstoð. Nýja-Sjáland Líknardráp Kannabis Tengdar fréttir Sögulegur sigur Ardern í þingkosningum á Nýja Sjálandi Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. 17. október 2020 11:07 Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. 16. október 2020 12:43 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar á Nýja Sjálandi á dögunum samhliða þingkosningum þar í landi og voru bráðabirgðaúrslit úr þeim kunngjörð í morgun. Kosið var annarsvegar um hvort lögleiða ætti kannabisefni til einkanota og hins vegar hvort dánaraðstoð skuli leidd í nýsjálensk lög. Úrslit atkvæðagreiðslanna voru bindandi. Svo virðist sem landsmenn hafi tekið heilshugar undir tillöguna um dánaraðstoð, sem um 65 prósent samþykktu, en mun mjórra er á munum þegar kemur að kannabisefnum. Þar er staðan sú að 53 prósent vildu fella tillöguna um lögleiðingu, en 46 prósent voru henni fylgjandi. Enn á eftir að telja svokölluð „sérstök atkvæði“, sem eru til að mynda atkvæði þeirra sem búa erlendis. Ólíklegt er þó talið að úrslitin breytist mikið. Kölluðu eftir afstöðu Ardern Þeir sem töluðu fyrir lögleiðingu kannabisefna voru ósáttir við að hin vinsæla Jacina Ardern forsætisráðherra skyldi ekki gefa upp sína skoðun fyrir atkvæðagreiðsluna, en hún sagði að ákvörðunin ætti að vera í höndum Nýsjálendinga sjálfra. Eftir kjördag staðfesti hún hins vegar að hún hefði kosið með báðum tillögunum, að leyfa kannabis og heimila dánaraðstoð.
Nýja-Sjáland Líknardráp Kannabis Tengdar fréttir Sögulegur sigur Ardern í þingkosningum á Nýja Sjálandi Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. 17. október 2020 11:07 Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. 16. október 2020 12:43 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Sögulegur sigur Ardern í þingkosningum á Nýja Sjálandi Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. 17. október 2020 11:07
Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. 16. október 2020 12:43