Nagelsmann: Ég er knattspyrnuþjálfari, ekki fyrirsæta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2020 19:00 Nagelsmann er ekki mikið fyrir að vera í þjálfaraúlpunni á hliðarlínunni. Vincent Mignott/Getty Images Topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, RB Leipzig, heimsótti Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Leipzig mætti þar Manchester United sem hefur átt erfitt uppdráttar á heimavelli til þessa á leiktíðinni en það var ekki raunin í gær. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær voru með tögl og haldir nær allan leikinn en það var varamaðurinn Marcus Rashford sem sökkti Þjóðverjunum með þremur mörkum á aðeins sextán mínútum. Þrátt fyrir 5-0 sigur Man United þá var klæðaburður Julian Nagelsmann – þjálfara Leipzig – til umræðu að leik loknum. Hinn 33 ára gamli Nagelsmann er talinn nokkurskonar undrabarn í þjálfun enda á þeim aldri að hann ætti frekar að vera spila heldur en að þjálfa. Nagelsmann hefur oftar en ekki vakið athygli fyrir „áhugaverðan“ klæðaburð á hliðarlínunni og gerði það svo sannarlega í gær. Honum til mikils ama. Julian Nagelsmann did not want to discuss his suit pic.twitter.com/0tQ5IKbnaZ— ESPN FC (@ESPNFC) October 29, 2020 „Ekki tala svona mikið um klæðaburð minn, ég klæðist því sem mér sýnist. Ég er knattspyrnuþjálfari, ekki fyrirsæta,“ sagði Nagelsmann í viðtali eftir leik er gefið var til kynna að engin heppni fylgdi jakkanum sem hann klæddist á Old Trafford. Klæðaburður Nagelsmann hefur ekki mikil áhrif á getu hans á hliðarlínunni enda er hann eins og áður sagði mikilsmetinn þjálfari í Evrópuboltanum. Fór Leipzig í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð undir hans stjórn og tróna sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Hér að neðan má til að mynda sjá klæðaburð Nagelsmann í undanúrslitaleiknum gegn Paris Saint-Germain á síðustu leiktíð. Nagelsmann á hliðarlínunni í leiknum gegn PSG á síðustu leiktíð.EPA-EFE/David Ramos Það verður því gaman að sjá hverju Nagelsmann klæðist er liðin mætast í síðari leik sínum í H-riðli Meistaradeildarinnar þann 8. desember næstkomandi. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, RB Leipzig, heimsótti Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Leipzig mætti þar Manchester United sem hefur átt erfitt uppdráttar á heimavelli til þessa á leiktíðinni en það var ekki raunin í gær. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær voru með tögl og haldir nær allan leikinn en það var varamaðurinn Marcus Rashford sem sökkti Þjóðverjunum með þremur mörkum á aðeins sextán mínútum. Þrátt fyrir 5-0 sigur Man United þá var klæðaburður Julian Nagelsmann – þjálfara Leipzig – til umræðu að leik loknum. Hinn 33 ára gamli Nagelsmann er talinn nokkurskonar undrabarn í þjálfun enda á þeim aldri að hann ætti frekar að vera spila heldur en að þjálfa. Nagelsmann hefur oftar en ekki vakið athygli fyrir „áhugaverðan“ klæðaburð á hliðarlínunni og gerði það svo sannarlega í gær. Honum til mikils ama. Julian Nagelsmann did not want to discuss his suit pic.twitter.com/0tQ5IKbnaZ— ESPN FC (@ESPNFC) October 29, 2020 „Ekki tala svona mikið um klæðaburð minn, ég klæðist því sem mér sýnist. Ég er knattspyrnuþjálfari, ekki fyrirsæta,“ sagði Nagelsmann í viðtali eftir leik er gefið var til kynna að engin heppni fylgdi jakkanum sem hann klæddist á Old Trafford. Klæðaburður Nagelsmann hefur ekki mikil áhrif á getu hans á hliðarlínunni enda er hann eins og áður sagði mikilsmetinn þjálfari í Evrópuboltanum. Fór Leipzig í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð undir hans stjórn og tróna sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Hér að neðan má til að mynda sjá klæðaburð Nagelsmann í undanúrslitaleiknum gegn Paris Saint-Germain á síðustu leiktíð. Nagelsmann á hliðarlínunni í leiknum gegn PSG á síðustu leiktíð.EPA-EFE/David Ramos Það verður því gaman að sjá hverju Nagelsmann klæðist er liðin mætast í síðari leik sínum í H-riðli Meistaradeildarinnar þann 8. desember næstkomandi.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira