Diego Maradona í sóttkví á sextugsafmælinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 10:00 Diego Armando Maradona heilsar áhorfendum fyrir leik liðs hans Gimnasia y Esgrima La Plata á móti hans gamla félagi Boca Juniors. Getty/Marcos Brindicci Diego Maradona er kominn í sóttkví á heimili sínu í Argentínu eftir að einn af lífvörðum hans sýndi einkenni um það að hann væri kominn með kórónuveiruna. Diego Maradona er einn af bestu fótboltamönnum allra tíma og einn af þeim litríkustu líka. Hann fór hátt þegar hann var upp á sitt besta en fallið var líka hátt þegar ferillinn endaði illa þökk sé neyslu hans á eiturlyfjum og árangursbætandi lyfjum. Maradona hefur einnig flakkað mikið sem knattspyrnustjóri en er oft fljótur að fá nýtt starf enda goðsögn í lifandi lífi. Argentina soccer great Diego Maradona is self-isolating after one of his bodyguards displayed symptoms of COVID-19, the country's state-run news agency Telam reported on Tuesday. https://t.co/35CT30BVgC— Reuters Sports (@ReutersSports) October 28, 2020 Diego Maradona heldur upp á sextugsafmælið sitt á morgun og þeir sem þekkja til hans áttu eflaust von á mikilli veislu á slíkum tímamótum. Það verður hins vegar ekkert af slíkri veislu á meðan Maradona er í sóttkví en hann sjálfur er í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar. Veislan verður væntanlega að bíða betri tíma. Diego Maradona fór í sóttkví á þriðjudaginn og þar sem hann hefur glímt við heilsukvilla af ýmsum gerðum þá munu menn örugglega reyna að passa upp á hann. Maradona hefur áður komist nærri því að veikjast. Einn leikmaður hans greindist með kórónuveiruna fyrr í þessum mánuði en Maradona var þá neikvæður í smitprófi. Maradona er núna þjálfari argentínska úrvalsdeildarfélagsins Gimnasia y Esgrima La Plata og næsti leikur liðsins er einmitt á morgun, föstudag, sjálfan afmælisdag knattspyrnustjórans. Maradona gæti misst af honum alveg eins og afmælisveislunni. Diego Maradona was asked what he wants for his 60th birthday pic.twitter.com/sVwWCFiPSn— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020 Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira
Diego Maradona er kominn í sóttkví á heimili sínu í Argentínu eftir að einn af lífvörðum hans sýndi einkenni um það að hann væri kominn með kórónuveiruna. Diego Maradona er einn af bestu fótboltamönnum allra tíma og einn af þeim litríkustu líka. Hann fór hátt þegar hann var upp á sitt besta en fallið var líka hátt þegar ferillinn endaði illa þökk sé neyslu hans á eiturlyfjum og árangursbætandi lyfjum. Maradona hefur einnig flakkað mikið sem knattspyrnustjóri en er oft fljótur að fá nýtt starf enda goðsögn í lifandi lífi. Argentina soccer great Diego Maradona is self-isolating after one of his bodyguards displayed symptoms of COVID-19, the country's state-run news agency Telam reported on Tuesday. https://t.co/35CT30BVgC— Reuters Sports (@ReutersSports) October 28, 2020 Diego Maradona heldur upp á sextugsafmælið sitt á morgun og þeir sem þekkja til hans áttu eflaust von á mikilli veislu á slíkum tímamótum. Það verður hins vegar ekkert af slíkri veislu á meðan Maradona er í sóttkví en hann sjálfur er í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar. Veislan verður væntanlega að bíða betri tíma. Diego Maradona fór í sóttkví á þriðjudaginn og þar sem hann hefur glímt við heilsukvilla af ýmsum gerðum þá munu menn örugglega reyna að passa upp á hann. Maradona hefur áður komist nærri því að veikjast. Einn leikmaður hans greindist með kórónuveiruna fyrr í þessum mánuði en Maradona var þá neikvæður í smitprófi. Maradona er núna þjálfari argentínska úrvalsdeildarfélagsins Gimnasia y Esgrima La Plata og næsti leikur liðsins er einmitt á morgun, föstudag, sjálfan afmælisdag knattspyrnustjórans. Maradona gæti misst af honum alveg eins og afmælisveislunni. Diego Maradona was asked what he wants for his 60th birthday pic.twitter.com/sVwWCFiPSn— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira