Nældi sér í 125 milljónir í arf og kom þeim undan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 20:31 Héraðsdómur Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kona á sjötugsaldri hefur verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af eru fimmtán skilorðsbundnir, fyrir skilasvik og peningaþvætti er hún nældi sér í 125 milljóna króna arf frá móður sinni í reiðufé. Konan var dæmd fyrir að hafa komið fjármununum undan þrotabúi konunnar sem tekið var til gjaldþrotaskipta árið 2016. Konan var ákærð fyrir að hafa tvívegis komið því til leiðar, í apríl og maí 2016, að hún fékk úthlutað í reiðufé arfshlutum úr dánarbúi móður sinnar, sem konan hafði átt kröfu til frá því einkaskiptum dánarbúsins lauk í mars 2016 þar til bú hennar var tekið til gjaldþrotaskipta, jafnvirði ríflega 125 milljóna króna samanlagt, en sú háttsemi hennar var sögð í ákæru hafa miðað að því að eigur eða kröfur þrotabús hennar kæmu lánardrottnum þess ekki að gagni. Lét systur sína taka úr fjármunina í reiðufé Var konunni gefið að sök að hafa farið farið með systur sinni í útibú banka í Orlando í Flórída í apríl 2016 þar sem systir hennar tók út 210 þúsund dollara í reiðufé, andvirði 26,2 milljóna króna, miðað við gengi dollarans þann dag. Henni var einnig gefið að óskað eftir því að systir hennar tæki við 99 milljónum króna af safnreikningi dánarbús móður þeirra. Óskaði konan svo eftir því að systir hennar tæki fjármunina út í reiðufé, sem hún og gerði. Var hún einnig ákærð fyrir að hafa leynt því að hún ætti 22 þúsund dollara, um 2,7 milljónir króna, á ótilgreindum reikningi í banka í Flórída. Var hún ákærð fyrir að skjóta eignum þrotabúsins undan þannig að hún hafi komið í veg fyrir að fjárhæðin kæmi lánadrottnum þrotabúsins að gagni. Þá var hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti fyrir að aflað sér, nýtt eða geymt ávinning þeirra brota sem talin voru upp hér að ofan. Þrotabú gerði einnig einkaréttarkröfu um að konan myndi greiða fjármunina til baka, ásamt dráttarvöxtum. Upplýsti ekki hvað varð um peningana Konan játaði sök en mótmælti einkaréttarkröfunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að svo virðist sem að konan hafi haft einbeittan vilja til þess að koma fjármununum undan, auk þess sem að hún hafi ekki upplýst hvað hafi orðið um umrædda fjármuni, umfram það að þeir hafi verið notaðir í framfærslu hennar. Einkaréttarkröfunni var hins vegar vísað frá á þeim grundvelli að kröfuhafinn og skuldarinn væri í raun sá sami, konan sjálf og svo þrotabú hennar. Í raun væri því um kröfu í þrotabú hennar að ræða. Skiptalok hafi hins vegar ekki orðið og taldi dómurinn að þarflaust hafi verið að setja fram einkaréttarkröfu í sakamáli á hendur henni. Konan var dæmd í átján mánaða fangelsi, en þar af eru fimmtán mánuður skilorðsbundnir til þriggja ára. Dómsmál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Kona á sjötugsaldri hefur verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af eru fimmtán skilorðsbundnir, fyrir skilasvik og peningaþvætti er hún nældi sér í 125 milljóna króna arf frá móður sinni í reiðufé. Konan var dæmd fyrir að hafa komið fjármununum undan þrotabúi konunnar sem tekið var til gjaldþrotaskipta árið 2016. Konan var ákærð fyrir að hafa tvívegis komið því til leiðar, í apríl og maí 2016, að hún fékk úthlutað í reiðufé arfshlutum úr dánarbúi móður sinnar, sem konan hafði átt kröfu til frá því einkaskiptum dánarbúsins lauk í mars 2016 þar til bú hennar var tekið til gjaldþrotaskipta, jafnvirði ríflega 125 milljóna króna samanlagt, en sú háttsemi hennar var sögð í ákæru hafa miðað að því að eigur eða kröfur þrotabús hennar kæmu lánardrottnum þess ekki að gagni. Lét systur sína taka úr fjármunina í reiðufé Var konunni gefið að sök að hafa farið farið með systur sinni í útibú banka í Orlando í Flórída í apríl 2016 þar sem systir hennar tók út 210 þúsund dollara í reiðufé, andvirði 26,2 milljóna króna, miðað við gengi dollarans þann dag. Henni var einnig gefið að óskað eftir því að systir hennar tæki við 99 milljónum króna af safnreikningi dánarbús móður þeirra. Óskaði konan svo eftir því að systir hennar tæki fjármunina út í reiðufé, sem hún og gerði. Var hún einnig ákærð fyrir að hafa leynt því að hún ætti 22 þúsund dollara, um 2,7 milljónir króna, á ótilgreindum reikningi í banka í Flórída. Var hún ákærð fyrir að skjóta eignum þrotabúsins undan þannig að hún hafi komið í veg fyrir að fjárhæðin kæmi lánadrottnum þrotabúsins að gagni. Þá var hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti fyrir að aflað sér, nýtt eða geymt ávinning þeirra brota sem talin voru upp hér að ofan. Þrotabú gerði einnig einkaréttarkröfu um að konan myndi greiða fjármunina til baka, ásamt dráttarvöxtum. Upplýsti ekki hvað varð um peningana Konan játaði sök en mótmælti einkaréttarkröfunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að svo virðist sem að konan hafi haft einbeittan vilja til þess að koma fjármununum undan, auk þess sem að hún hafi ekki upplýst hvað hafi orðið um umrædda fjármuni, umfram það að þeir hafi verið notaðir í framfærslu hennar. Einkaréttarkröfunni var hins vegar vísað frá á þeim grundvelli að kröfuhafinn og skuldarinn væri í raun sá sami, konan sjálf og svo þrotabú hennar. Í raun væri því um kröfu í þrotabú hennar að ræða. Skiptalok hafi hins vegar ekki orðið og taldi dómurinn að þarflaust hafi verið að setja fram einkaréttarkröfu í sakamáli á hendur henni. Konan var dæmd í átján mánaða fangelsi, en þar af eru fimmtán mánuður skilorðsbundnir til þriggja ára.
Dómsmál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira