Tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi hækki um tæpa þrjá milljarða á næsta ári Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. október 2020 18:30 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að kerfið sé að virka. Vísir/Egill Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 7,5 milljarðar króna á næsta ári. Gangi það eftir yrði það tæplega þriggja milljarða hækkun frá árinu í ár. Sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að veiðigjaldskerfið sé að virka. Sjávarútvegsráðherra gerði grein fyrir þessari áætlun á fundi ríkisstjórnar í vikunni. Tekjur af veiðigjaldi á þessu ári eru áætlaðar 4,8 milljarðar. Ástæðan fyrir því að talið er að tekjurnar muni hækka í 7,5 milljarða á næsta ári er einkum rakin til sérstakra aðstæðna sem voru árið 2018, sem eru við miðunarár veiðigjalds 2020. Þá fór saman lágt aflaverðmæti, sem tengja má við hátt gengi krónunnar og samdráttar í afla. Auk þess var fyrning veiðiskipa nokkuð há vegna endurnýjunar í fiskveiðiflotanum. Ráðherra segir þessa hækkun sýna að núverandi fyrirkomulag veiðigjaldsins virki. Vísir/Vilhelm „Um leið og afkoma útgerðarinnar batnar þá hækkar gjaldið en um leið og afkoman dregst saman af veiðum þá dregst gjaldið saman. Þannig að það er meira samhengi á milli þess hvernig gengur í greininni og þeirrar sérstöku gjaldtöku sem þarna á sér stað,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Helstu breytingar í reiknistofni milli áranna 2020 og 2021 eru þær að aflaverðmæti eykst í takt við hagstæðara gengi árið 2019 miðað við 2018 og að eldsneytiskostnaður lækkar nokkuð. Ráðherra segir ákvörðunina nú komna frá framkvæmdavaldinu eftir að reglur um útreikninga á veiðigjaldinu voru festar í lög. „Nú er það sú stofnun sem er færust um að meta upplýsingar frá fyrirtækjunum, það er að segja Skatturinn, sem að reiknar einfaldlega gjaldið út í stað þess að áður var þetta á grunni ákveðinnar nefndar sem var pólitískt skipuð og gerði tillögur til ráðherra um fjárhæðir veiðigjalda,“ segir Kristján Þór. Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 7,5 milljarðar króna á næsta ári. Gangi það eftir yrði það tæplega þriggja milljarða hækkun frá árinu í ár. Sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að veiðigjaldskerfið sé að virka. Sjávarútvegsráðherra gerði grein fyrir þessari áætlun á fundi ríkisstjórnar í vikunni. Tekjur af veiðigjaldi á þessu ári eru áætlaðar 4,8 milljarðar. Ástæðan fyrir því að talið er að tekjurnar muni hækka í 7,5 milljarða á næsta ári er einkum rakin til sérstakra aðstæðna sem voru árið 2018, sem eru við miðunarár veiðigjalds 2020. Þá fór saman lágt aflaverðmæti, sem tengja má við hátt gengi krónunnar og samdráttar í afla. Auk þess var fyrning veiðiskipa nokkuð há vegna endurnýjunar í fiskveiðiflotanum. Ráðherra segir þessa hækkun sýna að núverandi fyrirkomulag veiðigjaldsins virki. Vísir/Vilhelm „Um leið og afkoma útgerðarinnar batnar þá hækkar gjaldið en um leið og afkoman dregst saman af veiðum þá dregst gjaldið saman. Þannig að það er meira samhengi á milli þess hvernig gengur í greininni og þeirrar sérstöku gjaldtöku sem þarna á sér stað,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Helstu breytingar í reiknistofni milli áranna 2020 og 2021 eru þær að aflaverðmæti eykst í takt við hagstæðara gengi árið 2019 miðað við 2018 og að eldsneytiskostnaður lækkar nokkuð. Ráðherra segir ákvörðunina nú komna frá framkvæmdavaldinu eftir að reglur um útreikninga á veiðigjaldinu voru festar í lög. „Nú er það sú stofnun sem er færust um að meta upplýsingar frá fyrirtækjunum, það er að segja Skatturinn, sem að reiknar einfaldlega gjaldið út í stað þess að áður var þetta á grunni ákveðinnar nefndar sem var pólitískt skipuð og gerði tillögur til ráðherra um fjárhæðir veiðigjalda,“ segir Kristján Þór.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira