Íslandsbanki hagnaðist um 3,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 17:39 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Íslandsbanki Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum þar sem segir að hreinar þóknanatekjur hafi aukist um 12,3 prósent á milli ára sem skýrist af hærri tekjum frá eignastýringu, fjárfestingabankastarfsemi og verðbréfamiðlun, en einnig vegna sölu Borgunar hf. þar sem eyðingarfærslur fyrsta árshelmings voru bakfærðar í kjölfar sölu dótturfélagsins. Hrein fjármagnsgjöld voru 255 milljónir króna. Stjórnunarkostnaður lækkaði um 8,9 prósent sem skýrist af áframhaldandi kostnaðarhagræðingu og aðgerðum fyrri tímabila. Neikvæð virðisbreyting útlána á þriðja ársfjórðungi nam 1,1 milljarði króna og tengist að mestu leyti áhrifum af COVID-19 faraldrinum og uppfærslu efnahagssviðsmynda, að því er segir í tilkynningunni. Útlán til viðskiptavina jukust um 37 milljarða króna á fjórðungnum, þar vegur þyngst aukning húsnæðislána að sögn bankans. Innlán viðskiptavina jukust um 17,4 milljarða króna á fjórðungnum, aðallega vegna aukningar í innánum frá einstaklingum og lífeyrissjóðum. Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 3,2 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár eftir skatt var 2,4 prósent á ársgrundvelli. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum síðasta árs nam 6,8 milljörðum krína. „Minni hagnaður skýrist aðallega af neikvæðri virðisbreytingu útlána að fjárhæð 7,0 ma. kr. en mat á væntu útlánatapi byggist meðal annars á ítarlegu mati á áhrifum COVID-19 faraldursins á útlánasafn bankans. Að auki námu fjármagnsgjöld 2,2 ma. kr. sem má að mestu leyti rekja til óhagfelldra aðstæðna á mörkuðum á fyrsta ársfjórðungi,“ segir í tilkynningunni „Árið hefur einkennst af þjónustu og lausnum fyrir okkar viðskiptavini sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum vegna COVID-19 en um 700 viðskiptavinir hafa fengið frystingu á lánum sínum. Í nýrri efnahagsspá er búist við samdrætti á árinu 2020 en að viðsnúningur með jákvæðum hagvexti verði strax á næsta ári. Við munum halda áfram að vera til staðar fyrir okkar viðskiptavini og munum verða þátttakendur í viðspyrnunni með þeim. Bankinn var umsjónaraðili með vel heppnuðu hlutafjárútboði Icelandair á fjórðungnum sem kemur til með að tryggja góða undirstöðu fyrir ferðaþjónustuna þegar ferðatakmörkunum léttir. Í aðdraganda útboðsins kom sjálfvirk stofnun viðskipta með fjármálagerninga sér vel en þúsundir viðskiptavina nýttu lausnina við þátttöku í útboðinu,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér. Íslenskir bankar Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum þar sem segir að hreinar þóknanatekjur hafi aukist um 12,3 prósent á milli ára sem skýrist af hærri tekjum frá eignastýringu, fjárfestingabankastarfsemi og verðbréfamiðlun, en einnig vegna sölu Borgunar hf. þar sem eyðingarfærslur fyrsta árshelmings voru bakfærðar í kjölfar sölu dótturfélagsins. Hrein fjármagnsgjöld voru 255 milljónir króna. Stjórnunarkostnaður lækkaði um 8,9 prósent sem skýrist af áframhaldandi kostnaðarhagræðingu og aðgerðum fyrri tímabila. Neikvæð virðisbreyting útlána á þriðja ársfjórðungi nam 1,1 milljarði króna og tengist að mestu leyti áhrifum af COVID-19 faraldrinum og uppfærslu efnahagssviðsmynda, að því er segir í tilkynningunni. Útlán til viðskiptavina jukust um 37 milljarða króna á fjórðungnum, þar vegur þyngst aukning húsnæðislána að sögn bankans. Innlán viðskiptavina jukust um 17,4 milljarða króna á fjórðungnum, aðallega vegna aukningar í innánum frá einstaklingum og lífeyrissjóðum. Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 3,2 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár eftir skatt var 2,4 prósent á ársgrundvelli. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum síðasta árs nam 6,8 milljörðum krína. „Minni hagnaður skýrist aðallega af neikvæðri virðisbreytingu útlána að fjárhæð 7,0 ma. kr. en mat á væntu útlánatapi byggist meðal annars á ítarlegu mati á áhrifum COVID-19 faraldursins á útlánasafn bankans. Að auki námu fjármagnsgjöld 2,2 ma. kr. sem má að mestu leyti rekja til óhagfelldra aðstæðna á mörkuðum á fyrsta ársfjórðungi,“ segir í tilkynningunni „Árið hefur einkennst af þjónustu og lausnum fyrir okkar viðskiptavini sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum vegna COVID-19 en um 700 viðskiptavinir hafa fengið frystingu á lánum sínum. Í nýrri efnahagsspá er búist við samdrætti á árinu 2020 en að viðsnúningur með jákvæðum hagvexti verði strax á næsta ári. Við munum halda áfram að vera til staðar fyrir okkar viðskiptavini og munum verða þátttakendur í viðspyrnunni með þeim. Bankinn var umsjónaraðili með vel heppnuðu hlutafjárútboði Icelandair á fjórðungnum sem kemur til með að tryggja góða undirstöðu fyrir ferðaþjónustuna þegar ferðatakmörkunum léttir. Í aðdraganda útboðsins kom sjálfvirk stofnun viðskipta með fjármálagerninga sér vel en þúsundir viðskiptavina nýttu lausnina við þátttöku í útboðinu,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér.
Íslenskir bankar Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira