Er ástæða til að sleppa greiðsludreifingu þessi jólin? Björn Berg Gunnarsson skrifar 29. október 2020 08:01 Nú styttist í mánaðamót, þau síðustu áður en jólamánuðurinn gengur í garð. Búast má við að hátíðirnar verði með breyttu sniði þetta árið vegna kórónuveirunnar sem líklega mun auka tilteknar tegundir neyslu og draga úr öðrum. Búast má við að vefverslun aukist enn eitt árið en minna verði sem dæmi um jólatónleika, veislur og veitingahúsaferðir auk þess sem verslunarferðir til útlanda þurfa að bíða betri tíma. Það verður þó tæplega umflúið að eitthvað munu jólin kosta. Almennt eykst kortavelta okkar Íslendinga um í námunda við fjórðung í mánuðinum og svo virðist sem þessi auknu útgjöld komi mörgum alltaf jafn mikið á óvart, þó svo jólin séu almennt árlega og þá í desembermánuði. Meðal afleiðinga þess er að greiðslum og reikningum er dreift, yfirdráttur er nýttur og vandamálinu frestað með tilheyrandi kostnaði. Ekki þarf að fjölyrða um hversu óheppilegt slíkt er en fjölyrðum nú samt. Undanfarin ár hefur fjölgað þeim leiðum sem fólk hefur til að dreifa jólaútgjöldunum og getur slíkt eflaust hljómað freistandi við fyrstu sýn. Með því að grípa til slíkra ráðstafana verða jólin þó að líkindum mun dýrari en ella. Auðvelt á að vera að nálgast svokallaða árlega hlutfallstölu kostnaðar í smáa letrinu en hún gefur til kynna kostnaðinn við greiðsludreifingu sem numið getur tugum prósenta. Auðvitað vonum við að allt fari hér á besta veg og það er ástæða til að halda að svo verði. En óvissan er mikil og atvinnuástandið ótryggt. Jólagjöfin í ár Því tel ég ástæðu til að stinga upp á breyttum jólum þetta árið. Ef einhver kostur er og fjárhagsleg staða býður upp á skulum við gefa sjálfum okkur þá jólagjöf að dreifa engum greiðslum og engum reikningum. Reynum, ef kostur er, að leggja sem mest fyrir af útborguninni nú um mánaðamótin og lágmarka neyslu í nóvember. Nýtum hugmyndaflugið hvað jólagjafir varðar, þær þurfa ekki alltaf að kosta hvítuna úr augunum. Það getur sömuleiðis farið saman að spara duglega og huga að kolefnisfótsporinu. Í stað þess að gefa hluti má gefa upplifun. Í stað þess að gefa nýtt má gefa notað og þar fram eftir götunum. Vissulega hjálpa neysluútgjöld fjölda fyrirtækja sem beðið hafa skaða af kórónuveirunni, eins og sást glögglega í sumar. En það er þó, í mörgum tilvikum, óþarfi að steypa sér í skuldir í neyslugleðinni. Þó svo Oscar Wilde hafi sagt að sá sem lifir ekki um efni fram hafi ekkert hugmyndaflug skulum við nýta hugmyndaflugið í sparnað þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Neytendur Jól Fjármál heimilisins Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í mánaðamót, þau síðustu áður en jólamánuðurinn gengur í garð. Búast má við að hátíðirnar verði með breyttu sniði þetta árið vegna kórónuveirunnar sem líklega mun auka tilteknar tegundir neyslu og draga úr öðrum. Búast má við að vefverslun aukist enn eitt árið en minna verði sem dæmi um jólatónleika, veislur og veitingahúsaferðir auk þess sem verslunarferðir til útlanda þurfa að bíða betri tíma. Það verður þó tæplega umflúið að eitthvað munu jólin kosta. Almennt eykst kortavelta okkar Íslendinga um í námunda við fjórðung í mánuðinum og svo virðist sem þessi auknu útgjöld komi mörgum alltaf jafn mikið á óvart, þó svo jólin séu almennt árlega og þá í desembermánuði. Meðal afleiðinga þess er að greiðslum og reikningum er dreift, yfirdráttur er nýttur og vandamálinu frestað með tilheyrandi kostnaði. Ekki þarf að fjölyrða um hversu óheppilegt slíkt er en fjölyrðum nú samt. Undanfarin ár hefur fjölgað þeim leiðum sem fólk hefur til að dreifa jólaútgjöldunum og getur slíkt eflaust hljómað freistandi við fyrstu sýn. Með því að grípa til slíkra ráðstafana verða jólin þó að líkindum mun dýrari en ella. Auðvelt á að vera að nálgast svokallaða árlega hlutfallstölu kostnaðar í smáa letrinu en hún gefur til kynna kostnaðinn við greiðsludreifingu sem numið getur tugum prósenta. Auðvitað vonum við að allt fari hér á besta veg og það er ástæða til að halda að svo verði. En óvissan er mikil og atvinnuástandið ótryggt. Jólagjöfin í ár Því tel ég ástæðu til að stinga upp á breyttum jólum þetta árið. Ef einhver kostur er og fjárhagsleg staða býður upp á skulum við gefa sjálfum okkur þá jólagjöf að dreifa engum greiðslum og engum reikningum. Reynum, ef kostur er, að leggja sem mest fyrir af útborguninni nú um mánaðamótin og lágmarka neyslu í nóvember. Nýtum hugmyndaflugið hvað jólagjafir varðar, þær þurfa ekki alltaf að kosta hvítuna úr augunum. Það getur sömuleiðis farið saman að spara duglega og huga að kolefnisfótsporinu. Í stað þess að gefa hluti má gefa upplifun. Í stað þess að gefa nýtt má gefa notað og þar fram eftir götunum. Vissulega hjálpa neysluútgjöld fjölda fyrirtækja sem beðið hafa skaða af kórónuveirunni, eins og sást glögglega í sumar. En það er þó, í mörgum tilvikum, óþarfi að steypa sér í skuldir í neyslugleðinni. Þó svo Oscar Wilde hafi sagt að sá sem lifir ekki um efni fram hafi ekkert hugmyndaflug skulum við nýta hugmyndaflugið í sparnað þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun