Los Angeles borg á nú líka meistaralið hafnaboltans í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 11:31 Leikmenn Los Angeles Dodgers fagna sigrinum á Tampa Bay Rays í nótt. AP/Tony Gutierrez Tvö fornfræg íþróttafélög í Los Angeles borg í Bandaríkjunum hafa unnið langþráða titla á síðustu vikum. Los Angeles Dodgers liðið varð í gær bandarískur hafnaboltameistari eftir 3-1 sigur á Tampa Bay Rays í sjötta leik úrslitanna í gær en þau ganga undir nafninu World Series í Bandaríkjunum. Dodgers liðið vann þar með úrslitaeinvígið 4-2 en liðið vann tvo síðustu leikina eftir að hafa komist í bæði 1-0 og 2-1. Corey Seager var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Það er óhætt að segja að Los Angeles Dodgers hafi verið búið að bíða eftir þessum titil því félagið var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í 32 ár eða frá árinu 1988. The final out. #WorldSeries pic.twitter.com/d0rOut8iJN— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 Þetta er sjöundi meistaratitill Los Angeles Dodgers í sögunni en félagið vann einnig 1955, 1959, 1963, 1965 og 1981 auk 1988 og 2020. Það gátu þó ekki allir leikmenn Los Angeles Dodgers fagnað sigrinum í gærkvöldi því einn leikmaður liðsins, Justin Turner, þurfti að yfirgefa svæðið í miðjum leik eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Los Angeles borg hefur því eignast tvö meistaralið á síðustu vikum þar sem Los Angeles Lakers varð NBA-meistari á dögunum en það var fyrsti NBA-titill Lakers í tíu ár. Líkt og í NBA deildinni þá er hætt við því að þetta tímabil verði alltaf stjörnumerkt. Liðin spiluðum mun færri leiki í deildarkeppninni vegna kórónuveirunnar og þá unnu þau bæði titilinn á hlutlausum velli. Magic Johnson gerði garðinn frægann með Los Angeles Lakers í NBA á sínum tíma og vann alls fimm titla með félaginu. Magic kemur líka að þessum titli Los Angeles Dodgers því hann er einn af eigendum félagsins. THE LOS ANGELES DODGERS ARE WORLD CHAMPIONS. pic.twitter.com/rlvVkSwXhp— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 A moment to remember. #WorldSeries pic.twitter.com/Qb2ZaywfhE— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Tvö fornfræg íþróttafélög í Los Angeles borg í Bandaríkjunum hafa unnið langþráða titla á síðustu vikum. Los Angeles Dodgers liðið varð í gær bandarískur hafnaboltameistari eftir 3-1 sigur á Tampa Bay Rays í sjötta leik úrslitanna í gær en þau ganga undir nafninu World Series í Bandaríkjunum. Dodgers liðið vann þar með úrslitaeinvígið 4-2 en liðið vann tvo síðustu leikina eftir að hafa komist í bæði 1-0 og 2-1. Corey Seager var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Það er óhætt að segja að Los Angeles Dodgers hafi verið búið að bíða eftir þessum titil því félagið var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í 32 ár eða frá árinu 1988. The final out. #WorldSeries pic.twitter.com/d0rOut8iJN— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 Þetta er sjöundi meistaratitill Los Angeles Dodgers í sögunni en félagið vann einnig 1955, 1959, 1963, 1965 og 1981 auk 1988 og 2020. Það gátu þó ekki allir leikmenn Los Angeles Dodgers fagnað sigrinum í gærkvöldi því einn leikmaður liðsins, Justin Turner, þurfti að yfirgefa svæðið í miðjum leik eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Los Angeles borg hefur því eignast tvö meistaralið á síðustu vikum þar sem Los Angeles Lakers varð NBA-meistari á dögunum en það var fyrsti NBA-titill Lakers í tíu ár. Líkt og í NBA deildinni þá er hætt við því að þetta tímabil verði alltaf stjörnumerkt. Liðin spiluðum mun færri leiki í deildarkeppninni vegna kórónuveirunnar og þá unnu þau bæði titilinn á hlutlausum velli. Magic Johnson gerði garðinn frægann með Los Angeles Lakers í NBA á sínum tíma og vann alls fimm titla með félaginu. Magic kemur líka að þessum titli Los Angeles Dodgers því hann er einn af eigendum félagsins. THE LOS ANGELES DODGERS ARE WORLD CHAMPIONS. pic.twitter.com/rlvVkSwXhp— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 A moment to remember. #WorldSeries pic.twitter.com/Qb2ZaywfhE— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020
Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira