Sjö manns hefur verið sagt upp í tengslum við skipulagsbreytingar hjá Landsbankanum. Fleiri uppsagnir eru ekki í kortunum hjá bankanum.
Þetta staðfestir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans, í samtali við Vísi.
„Í tengslum við skipulagsbreytingar láta sjö starfsmenn bankans af störfum. Um er að ræða starfsfólk á ýmsum sviðum bankans,“ segir Rúnar.
Hann segir að frekari uppsagnir séu ekki fyrirhugaðar hjá bankanum.