Þrefaldur ávinningur heimavinnu Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 27. október 2020 13:31 Veirufaraldurinn sem geisað hefur um heimsbyggðina, hefur heldur betur hrist upp í viðhorfi til heimavinnu. Gamaldags viðhorf um að allir verði að safnast saman á miðlægan stað til að klára öll þau verkefni sem liggja fyrir, er nú að víkja fyrir augljósum möguleikum fjarvinnu. Tæknin var reyndar löngu tilbúinn fyrir slíka breytingu en menningin hafði víðast hvar staðnað við eldra fyrirkomulag. Þær takmarkanir sem settar voru á, í kringum opinberar veiruvarnir, ýttu við mörgum sem hingað til höfðu hikað við uppbrot á íhaldssömu vinnuumhverfi. Heimavinna hefur ekki bara jákvæð áhrif í núverandi ástandi þar sem síendurtekin hópamyndun er óheppileg vegna veirusmita. Aukin heimavinna hefur líka mikla möguleika til að draga úr tveimur vandamálum sem blasa við okkur í dag þ.e. losun gróðurhúsaloftegunda og vaxandi umferðateppum. Minni teppur og minni mengun Stór hluti umferðar er tilkomin vegna ferða til og frá vinnu. Þó að stór hluti starfa sé háður mætingu þá er ótrúlega stór hluti ekki háður mætingu. Samkvæmt bandarískri rannsókn væri hægt að sinna allt að 50% nútíma starfa heiman frá. Ef að atvinnurekendur myndu aðeins nýta brot af þeim möguleika, þá væri hægt að ná miklum árangri í að draga úr umferð og þar með mengun. Þetta þyrfti ekki endilega þýða að vinnuafl hyrfi gjörsamlega frá vinnustöðum heldur mætti blanda saman heimavinnu við hefðbundna mætingu og ná þannig fram fækkun ferða. Vinnuveitendur gætu t.d. brotið upp vinnuviku með stýrðri heimavinnu þar sem hluti starfsfólks sinnti verkefnum heiman frá en kæmi til vinnu þess á milli í skiptum fyrir aðra starfsmenn. Slíkt fyrirkomulag skapar auðvitað líka möguleika á talsverðri hagræðingu í stærð og gerð atvinnuhúsnæðis. Einnig væri frábært ef stórir vinnustaðir, þar sem heimavinna er möguleg, tækju sig saman og stýrðu mætingu í samhengi við þekkta umferðatepputíma sem oftast eru vel fyrirsjáanlegir. Vissulega eykur þetta á ábyrgð stjórnenda sem þurfa þá að hafa góða yfirsýn yfir gang verkefna frekar en að treysta bara á einfaldar hausatalningar á mætingu starfsmanna á vinnustað. Munar um minna Vegasamgöngur er stærsti losunarvaldur gróðurhúsaloftegunda sem falla beint undir ábyrgð stjórnvalda. Ef heimavinna gæti dregið úr umferð sem nemur aðeins 1 prósenti hjá bensín- og dísil akandi starfsmönnum þá myndi losun gróðurhúsaloftegunda minnka um allt að 10 milljón kg á ári. Maður er manns gaman og fátt kemur í staðin fyrir mannleg samskipti í raunheimum. Það er þó vel hægt að blanda saman samskiptum og samvinnu manna með heimavinnu og mætingu á vinnustað með ótrúlega jákvæðum áhrifum á umferð, umhverfi og rekstur fyrirtækja og stofnana. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Samgöngur Umferð Fjarvinna Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Veirufaraldurinn sem geisað hefur um heimsbyggðina, hefur heldur betur hrist upp í viðhorfi til heimavinnu. Gamaldags viðhorf um að allir verði að safnast saman á miðlægan stað til að klára öll þau verkefni sem liggja fyrir, er nú að víkja fyrir augljósum möguleikum fjarvinnu. Tæknin var reyndar löngu tilbúinn fyrir slíka breytingu en menningin hafði víðast hvar staðnað við eldra fyrirkomulag. Þær takmarkanir sem settar voru á, í kringum opinberar veiruvarnir, ýttu við mörgum sem hingað til höfðu hikað við uppbrot á íhaldssömu vinnuumhverfi. Heimavinna hefur ekki bara jákvæð áhrif í núverandi ástandi þar sem síendurtekin hópamyndun er óheppileg vegna veirusmita. Aukin heimavinna hefur líka mikla möguleika til að draga úr tveimur vandamálum sem blasa við okkur í dag þ.e. losun gróðurhúsaloftegunda og vaxandi umferðateppum. Minni teppur og minni mengun Stór hluti umferðar er tilkomin vegna ferða til og frá vinnu. Þó að stór hluti starfa sé háður mætingu þá er ótrúlega stór hluti ekki háður mætingu. Samkvæmt bandarískri rannsókn væri hægt að sinna allt að 50% nútíma starfa heiman frá. Ef að atvinnurekendur myndu aðeins nýta brot af þeim möguleika, þá væri hægt að ná miklum árangri í að draga úr umferð og þar með mengun. Þetta þyrfti ekki endilega þýða að vinnuafl hyrfi gjörsamlega frá vinnustöðum heldur mætti blanda saman heimavinnu við hefðbundna mætingu og ná þannig fram fækkun ferða. Vinnuveitendur gætu t.d. brotið upp vinnuviku með stýrðri heimavinnu þar sem hluti starfsfólks sinnti verkefnum heiman frá en kæmi til vinnu þess á milli í skiptum fyrir aðra starfsmenn. Slíkt fyrirkomulag skapar auðvitað líka möguleika á talsverðri hagræðingu í stærð og gerð atvinnuhúsnæðis. Einnig væri frábært ef stórir vinnustaðir, þar sem heimavinna er möguleg, tækju sig saman og stýrðu mætingu í samhengi við þekkta umferðatepputíma sem oftast eru vel fyrirsjáanlegir. Vissulega eykur þetta á ábyrgð stjórnenda sem þurfa þá að hafa góða yfirsýn yfir gang verkefna frekar en að treysta bara á einfaldar hausatalningar á mætingu starfsmanna á vinnustað. Munar um minna Vegasamgöngur er stærsti losunarvaldur gróðurhúsaloftegunda sem falla beint undir ábyrgð stjórnvalda. Ef heimavinna gæti dregið úr umferð sem nemur aðeins 1 prósenti hjá bensín- og dísil akandi starfsmönnum þá myndi losun gróðurhúsaloftegunda minnka um allt að 10 milljón kg á ári. Maður er manns gaman og fátt kemur í staðin fyrir mannleg samskipti í raunheimum. Það er þó vel hægt að blanda saman samskiptum og samvinnu manna með heimavinnu og mætingu á vinnustað með ótrúlega jákvæðum áhrifum á umferð, umhverfi og rekstur fyrirtækja og stofnana. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun